2.10.2015 | 19:25
Matvælastofnun hefur vald til að leyfa dýraníð í allt að tíu ár
Matvælastofnun hefur virðist hafa vald, samkvæmt lögum, til að hylma yfir glæpi dýraníðinga og ætlar meira að segja að gefa sumum þeirra frest til að hætta níðinu í allt að tíu ár.
Aum er sú afsökun svínaníðinganna að í lögum hafi verið heimild til að hafa búr og stíur dýranna svo lítil að skepnurnar gætu ekki hreyft sig, hvorki snúið sér né staðið upp og hvað þá gengið um.
Hafi dýrahaldari ekki ekki meiri innsýn í líðan býstofns síns en raunin sýnir, sérstaklega varðandi stóru svínaverksmiðjubúin, eiga slíkir níðingar hvergi nærri dýrum að koma og ættu að snúa sér að einhverjum öðrum störfum þar sem mannlegar tilfinningar koma ekki við sögu.
Það er ótrúlegt að menn skuli fela sig á bak við lög frá Alþingi sem kveða á um að ekki megi kvelja dýr nema að takmörkuðu leyti og níðingar sem jafnvel vilja kalla sig bændur sjái ekki sóma sinn í að búa betur að bústofni sínum en slíkar lágmarkskröfur gera og að það skuli ekki snerta tilfinningar þeirra á nokkurn hátt að skepnurnar líði helvítiskvalir alla sína ævidaga.
Í raun er skelfilegt til þess að hugsa að Matvælastofnun skuli ekki eingöngu hylma yfir með níðingunum, heldur ætli að heimila viðbjóðinn í allt að tíu ár ennþá.
Aðlögunarfrestur svínabænda liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 3.10.2015 kl. 12:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert orð. Þetta er svo galið að manni vefst hreinlega tunga um tönn. Lögbrot er lögbrot. Að vera staðinn að lögbroti, hvurju nafni sem það nefnist, útheimtir yfirleitt sekt eða jafnvel fangavist. Það ferli tekur yfirleitt einhvern tíma, jafnvel óþarflega langan, en að brotamenn fái 10 ár til "afbrota sig" er eitthvað sem er með öllu óskiljanlegt. Snyrtilegast væri að við, þ.e.a.s. almenningur, minnkuðum umtalsvert við okkur að versla hérlent svínakjöt á næstunni. Gerist það ekki, er umræðan og hneykslanin á sandi byggð og ekkert nema tómt prump og tímabundinn æsingur, sem engu skilar. Ekki einu sinni fyrir blessuð svínin. Íslenskt svínakjöt verður ekki á mínum borðum í náinni framtíð, nema vottað og upprunamerkt viðkomandi býli og þá helst með myndum. Mér líður nefnilega miklu betur ef ég veit að það sem ég læt ofaní mig hafi verið dulítið "happy" einhvern hluta ævi sinnar. Mér líður svo miklu betur af svoleiðis bita, með góðri sósu, rauðkáli og brúnuðum kartöflum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.10.2015 kl. 23:28
Sammála hverju orði nafni. Aðgerðir gegn illri meðferð á dýrum hafa af einhverjum ástæðum alltaf átt svo á brattan að sækja hér á landi að jaðrar við þjóðarskömm. Þetta mál eitt og sér er viðbjóður frá a til ö. Hverra hagsmuna er matvælastofnun að gæta? Ekki velferð dýranna eða hagsmuni okkar neytenda svo mikið er víst!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2015 kl. 11:37
Tek undir hvert orð. En finnst ykkur ekki skrýtið að bændur sem eru með all í lagi, skuli ekki bjóða fréttamönnum að koma og skoða bú sín, því meðan enginn nöfn eru nefnd ligga þeir allir undir grun.
Og viðtalið í kastljósinu við dýralækninn og bóndann var alveg með ólíkindum, eitómur feluleikur, hún sagði að svo marg hafi verið gert, og hún var ekki einu sinni spurð af hverju eftirlitið hefur ekki KÆRT EITT EINASTA BÚ til lögreglu? Þetta er svo mikil skömm og konan virtist algjör sauður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2015 kl. 12:23
Enginn hefur verið kærður, en sagt að eitt bú sé nú í "þvingunarmeðferð" til að minnka dýraníðið. Eins og þú segir Ásthildur, er afar furðulegt að ekki einn einasti svínabóndi, lítill eða stór, skuli bjóða fréttamönnum að skoða bú sín og sýna þaðan myndir ef allt er í lagi.
Almenningur hlýtur að eiga rétt á því að vita hvar þær myndir voru teknar sem sýndar hafa verið undanfarið og hvað hefur verið gert til að bæta úr.
Einnig ættu verslanir að merkja frá hvaða búum matvælin eru sem þær eru að selja.
Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2015 kl. 12:45
"Snyrtilegast væri að við, þ.e.a.s. almenningur, minnkuðum umtalsvert við okkur að versla hérlent svínakjöt á næstunni."
Halldór, ég og fjölskylda mín höfum ekki borðað svínakjöt af neinu tagi sl. 30 ár. En það er ekki aðeins á Íslandi að bændur séu verstu dýraníðingarnir, svona er ástandið líka á meginlandi Evrópu, og allt með blessun Evrópusambandsins. Efst á lista bændanna er gróðahyggja og græðgi meðan velferð búfjárins er ekki einu sinni á listanum.
Og hvað varðar Matvælastofnun MAST, þá hefur sú stofnun aldrei verið starfi sínu vaxin, hvort sem um er að ræða búfjárhald eða matvæli. Það hefði átt að reka alla starfsmenn þar fyrir löngu síðan.
Pétur D. (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 14:07
Einmitt Axel, er það ekki skrýtið? þeir eiga allt í húfi ef allt er í lagi hjá þeim.
Pétur ég verð að vera sammála þér með þessa stofnun, hún er að vasast ofan í hálfmálið á dýralæknum um lyfjamál, en svo líta þeir í hina áttina þegar svona viðbjóður viðgengst, þessi kona sem kom fram í kastljósinu hafði auðsjáanlega engan áhuga á starfi sínu sat þarna eins og dauðyfli og endurtók alltaf sömu möntruna að þau væru að gera eitthvað í málinu. Það sýnist mér nú ekki af fréttum að dæma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2015 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.