17.9.2015 | 15:31
Björk og borgarstjórnin eru ekki haturseldfjall, heldur bara leirhver sem bullar í
Eins lygilega og það hljómar samþykkti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tillögu frá Björku Vilhelmsdóttur, sem var að láta af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, en það mun vera venja að samþykkja "kveðjutillögur" sem fulltrúarnir flytja þegar þeir hætta í borgarstjórn.
Kurteisi kostar ekkert og er sjálfsögð í mannlegum samskiptum, en takmörk eru fyrir öllu og algerlega forkastanlegt að samþykkja aðra eins tillögu og þessa, enda engin greining á bak við tillöguna um hvaða vörur þetta séu sem borgin á að hætta að kaupa, né hvort ekki megi vera snefill af ísraelskum uppruna í þeim vörum, eða þjónustu, sem borgin ætlar að sniðganga.
Ótrúlega margar vörur eiga ættir að rekja til Ísrael og t.d. er mjög líklegt að íhlutir tölvunnar sem Björk samdi tillöguna sína á séu einmitt framleiddir þar í landi ásamt hinum og þessum vörum sem fólk notar og neytir daglega án þess að hafa nokkra hugmynd um upprunann, né leiðir hugann nokkurn tíma að honum. Ekki datt borgarstjórn, eða Björku, í hug að leggja til viðskiptabann á þjóðir þar sem barnaþrælkun tíðkast, eða einræði og kúgun af alls kyns togaer við lýði og almenningur á sér ekkert eða lítið frelsi.
Lýðræði og lög eru svosem ekkert uppáhald hjá Björk Vilhelmsdóttur, eins og lesa mátti í viðtali við hana í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Eftirfarandi er eitt af brotunum sem sýna óvirðingu hennar við lög, jafnrétti og lýðræðið: Svo finnst mér embættismenn ráða mjög miklu í kerfinu, það er alltaf lögfræðin sem ræður. Okkur langar oft að gera eitt og annað en lögfræðin segir: nei, það má ekki. Þið verðið að gæta meðalhófs, jafnræðisreglu, sveitarstjórnarlaga, útskýrir Björk. Það er margt sem mann langar að gera en þá kemur borgarlögmaður, og ég hef ekkert á móti henni persónulega, og segir: heyrðu, jafnræðisregla stjórnsýslulaganna kemur í veg fyrir að þú getir veitt fjármagn til þessa verkefnis.
Þegar allt málið er skoðað í heild sinni er ekki hægt að láta sér detta í hug að nokkuð annað en hreint hatur á Ísraelsríki stjórni þessum tillöguflutningi og Björk hafi verið að vinna sig í meira álit stjórnenda Hamas, enda er hún á leiðinni þangað og þar munu lög og reglugerðir ekkert flækjast fyrir henni.
Eldfjall sem spúir hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tilgangurinn helgar meðalið hjá gömum Lenínistum, vissirðu það ekki, Axel?
Jón Valur Jensson, 17.9.2015 kl. 17:20
Ætlunarverkið hefur greinilega tekist, þ.e. að koma sér enn betur í mjúkinn hjá Hamas, enda kemur þetta fram í fréttinni: " Á Facebook síðu sinni ritar Björk að nafn hennar sé komið á forsíðu Haaretz. „Þarf að fara huga að varaplönunum ef mér verður ekki hleypt inn á mánudaginn,“
Blaðamaðurinn flaskar hins vegar á því að leita eftir því í hverju varaplanið sé fólgið. Er það kannski að smygla sér með Hamasfélögunum inn á Gasa í gegn um jarðgöng frá Egiftalandi?
Axel Jóhann Axelsson, 17.9.2015 kl. 17:29
Borgarstjórnarmeirihlutinn ætti að afturkalla þessa samþykkt strax og boða til þess aukafund á morgun og biðjast innilegrar afsökunar á frumhlaupi sínu.
Borgarfulltrúarnir yrðu menn að meiri með því að viðurkenna mistök sín, en sýna eingöngu smámennsku sína haldi þeir sig við þessa endaleysu og reyni að framfylgja henni með einhverju móti.
Viðbrögð við þessu frumhlaupi láta ekki á sér standa, eins og t.d. má sjá hérna: http://www.visir.is/-jaeja,-thar-for-ferdin-min-til-islands-a-naesta-ari-/article/2015150918947
Axel Jóhann Axelsson, 17.9.2015 kl. 19:10
Það voru allir borgarráðsmenn nýkomnir út mat þar sem boðið var upp á grófasta klám í matsalnum
"listsýning" sem sumir eldri starfsmenn Ráðhússins þykir það grófast sem þeir hafa séð með brundi, píku og nöktum börnum
Eftir "matinn" þá ber Björk þessa tillögu upp um að sniðganga Ísrael og mönnum er enn svo bubult að engin getur mótmælt
Gamli (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 22:05
Björk Vilhelmsdóttir var til viðtals á Útvarpi Sögu í dag ásamt Kjartani Magnússýni borgarfulltrúa. Þegar farið var að ræða samþykkt borgarstjórnar um viðskiptabann við Ísrael þá varð hún óvænt mjög upptekin og þurfti að yfirgefa staðinn.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 23:07
Það er merkilegt hvað borgarstjórinn ber sig vel eftir samþykkt þessarar heimsku, "ég vissi alltaf að einhver myndi mótmæla þessu" segir hann. Nú er samt svo komið að hann og hans hyski á enga undankomuleið nema að biðjast afsökunnar á þessu og draga tillöguna til baka, nákvæmlega eins og Axel Jóhann segir hér að ofan. Dagur B spurði enga borgara um þetta mál né nokkra aðra íslendinga en þetta mál er nú þegar farið að valda allri þjóðinni miklum vandræðum. Vissi hann það fyrirfram? Hvort sem svarið er já eða nei, lýsir þetta mikilli heimsku hans og hans hyskis. Ath orðið hyski þýðir upprunalega ca. meðreiðarsveinar, svo ekki æsa sig yfir notkun þess hér.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 15:22
Borgarstjórinn hefur verið hinn hortugasti í viðtölum síðustu tvo daga vegna þessarar arfavitlausu samþykktar, en virðist vera farinn að draga verulega í land ef marka má viðtal við hann á mbl.is í dag. Þar segir ma: "Dagur segir að við fyrstu sýn sé um fáar vörur að ræða og þannig muni sniðgangan ekki hafa veruleg áhrif á innakaup borgarinnar.
Björk Vilhelmsdóttir heldur nú til Palestínu. mbl.is/​Sigurður Bogi
Hvaða vörur eru þetta sem um ræðir?
„Við fyrstu skoðun er það sáralítið. Að því leyti er þetta fyrst og fremst táknræn yfirlýsing og við erum þarna, eins og fjölmargir aðrir með í innkaupastefnunni, með almennt ákvæði um að horfa meðal annars til mannréttindasjónarmiða. Böndin beinast ekki að ísraelskum vörum almennt, heldur þá vörum sem tengjast hernumdu svæðunum og landtökubyggðum,“ segir Dagur."
Viðtalið í heild má lesa hérna: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/18/dagur_hefdi_matt_utfaera_malid_nanar/
Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2015 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.