Borgarstjóri hugsi áður en hann gerir nokkuð annað

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur smátt og smátt verið að draga í land með stóryrðin sem hann notaði til að byrja með vegna þeirrar fáránlegu samþykkt sína og meirihlutans um viðskiptabann á Ísrael.  

Til að byrja með var Dagur hinn drýldnasti með yfirlýsingar sínar um að allt væri þetta lögum samkvæmt og eingöngu gert vegna mannréttindabrota á hernumdum svæðum í Ísrael. Samþykktin var þó algerlega skýrt og vel orðuð að því leyti að um allar vörur frá Ísraelsríki væri að ræða svo lengi sem gyðingar stjórnuðu herteknum svæðum í Palestínu.

Eftir því sem dagarnir hafa liðið frá þessari ótrúlega vanhugsuðu samþykkt hefur tónninn smám saman verið að breytast og er nú svo komið að Dagur segist ætla að ógilda samþykktina fljótlega og taka sér tíma til að hugsa hana betur og láta þýða álíka heimskulega samþykkt frá Kaupmannahöfn og hafa til hliðsjónar um framhaldið.

Borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík eru nógu mislagðar hendur við stjórn borgarinnar þó hann fari ekki að flytja inn ruglsamþykktir frá Danmörku og ljúga því upp að þær séu einungis hugsaðar í mannúðarskyni.  

Ef manngæska og umhyggja fyrir mannréttindum réðu för í þessu efni hlytu samþykktir þar um að snúa að fleiri ríkjum en Ísrael, t.d. Rússlandi, Kína, fjölda einræðisríkja í Arabalöndum, í Asíu, Afríku og margra landa í Suður-Ameríku.  Hvert sem litið er í heiminum er verið að brjóta mannréttindi á þegnunum og virðist Ísrael ekkert skera sig úr að því leyti.

Dagur og félagar, sem eru með allt niður um sig í borgarmálunum, ættu að snúa sér að því að reyna að fást við þau málefni sem þeir voru kosnir til að sinna og láta aðra um stóru málin í veröldinni. 


mbl.is Ætlar að draga tillöguna til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Úr því sem komið er Axel er ekki um annað að ræða en að borgarstjórn segi af sér og boðað verði til aukakosninga, að öðrum kosti verður Ísland ekki talið trúverðugt í augum annarra þjóða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2015 kl. 18:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef mig misminnir ekki gera sveitarstjórnarlög ekki ráð fyrir að hægt sé að boða til aukakosninga í sveitastjórnum innan kjörtímabils.  Ef meirihluti segir af sér eða fellur af öðrum ástæðum sitja menn uppi með sveitarstjórnina áfram og einhverjir aðrir flokkar en áður verða að mynda nýjan meirihluta.

Takist það ekki þarf í raun að semja sérstaklega um öll mál og engin trygging verður fyrir festu í stjórninni það sem eftir lifir kjörtímabils.

Því miður eru allar líkur til að Reykjvíkingar sitji uppi með þennan heillum horfna meirihluta út kjörtímabilið.  Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því fyrirfram hvað það á á hættu að fá yfir sig eftir kostningar.  

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2015 kl. 18:36

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér Axel, því miður er þetta svona, en brýn nauðsyn gerir það að verkum að þessi regla getur ekki og má ekki standa í vegi fyrir því sem gera þarf.  Stundum þurfa menn að far óhefðbundnar leiðir til að koma hlutunum í lag.  Það er bara allt of langt í næstu kosningar, en þetta þolir enga bið.  Þjóðar hagsmunir eru í húfi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2015 kl. 21:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú málið að Dagur og félagar eru nú þegar búnir að stórskaða þjóðarhagsmuni og jafnvel þó samþykktin verði dregin til baka er búið að valda miklum skaða sem langan tíma mun taka að bæta.

Áróðurinn vegna ástandsins í Ísrael er líka orðinn svo einhliða að almenningur virðist algerlega vera búinn að gleyma þeim nánast daglegu hryðjuverkum sem framin voru í landinu áður en þessar gríðarlegu varúðarráðstafanir voru gerðar, þ.e. varnarmúrar og varðhlið.  Enginn virðist muna eftir öllu því saklausa fólki, konum,körlum og börnum sem sprengd voru í loft upp í strætisvögnum, á veitingahúsum og annarsstaðar þar sem fólk kom saman.

Á þessu máli öllu eru tvær hliðar og hérna má t.d. lesa hvernig málið snýr að íslenskri konu sem býr í Ísrael:  http://torah.is/1/Pistlar/Br%C3%A9f%20fr%C3%A1%20%C3%ADslenskri%20m%C3%B3%C3%B0ur%20%C3%AD%20%C3%8Dsrael.htm

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2015 kl. 21:31

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Axel, það er aldrei rifjað upp af íslenskum fjölmiðlum.  Og þakka þér fyrir vefslóðina, þar fer hún í saumana á hlutunum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2015 kl. 21:40

6 identicon

Mannréttindadómstóll Reykjavíkurborgar á mikið verk óunnið...

Kalt mat (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 22:03

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Reykjavík er höfuðborg okkar Íslendinga, en ekki bara einhvera trúða í Reykjavík.  En svo sýnist sem sú hjörð sem kís til borgarstjórnar, sé svo heillum horfinn og moðhugsandi, að við það verður ekki unað mikið lengur.

Þar sem Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga, en ekki bara einhverra hippa í Reykvík þá hljóta landsmenn allir að hafa þar sama rétt til áhrifa.  Landsmenn allir verða að fá færi til að hafa áhrif á kjör fulltrúa í höfuðborg sinni.  

 

  

Hrólfur Þ Hraundal, 20.9.2015 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband