14.9.2015 | 22:24
"Eins og innviðir landsins þola"
Ráðherrafundur Evrópuþjóða komst ekki að neinni niðurstöðu í dag um hve mörgum flóttamönnum yrði veitt hæli í Evrópu, né hvernig þeim yrði deilt niður á löndin.
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sat fundinn og gerði grein fyrir afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar og er m.a. þetta eftir henni haft í meðfylgjandi frétt: "Ennfremur að hún hafi greint frá því að Ísland hafi vilja til þess að taka við eins mörgum flóttamönnum og innviðir landsins þoli og að mikill skilningur hafi verið fyrir þeirri afstöðu."
Það er einmitt mikilvægt að taka vel á móti þeim fjölda flóttamanna sem mögulegt verður að taka við og leggja frekar áherslu á að gera vel við þá sem koma en að keppast við að taka við sem mestum fjölda og geta svo ekki sinnt þörfum hans almennilega.
Framlag Íslendinga til þessa vandamáls mun ekki skipta neinum sköpum til lausnar þess, en getur hins vegar skipt höfuðmáli fyrir þær fjölskyldur sem hingað koma ef vel er að móttöku þeirra staðið og þeim sköpuð góð og friðsöm framtíð.
Ekki náðist samstaða á neyðarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 15.9.2015 kl. 09:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú færð "læk" mitt fyrir þetta, Axel.
Reynslan frá Akranesi og hvaða kröfur múslimakvenna- og barnahópurinn þar gerir í raun til margháttaðrar þjónustu og góðra innviða kerfisins af okkar hálfu -- og svo samanburðurinn við Norðmenn sem gefa slíkum stuðningi (eða fjárstyrk við hann af ríkisins hálfu) fimm sinnum lengri tíma en hér -- hlýtur að sýna okkur, að þessi hjálp öll kostar mun meira en t.d. hinn nýi kapteinn Pírata ímyndar sér út í bláinn.
Jón Valur Jensson, 14.9.2015 kl. 23:10
Það væri þá best að Ólöf sjálfstæðiskona tæki alla þessa múslima inn á sitt eigið heimili
en eyddi ekki hundruðum milljóna af skattfé fátæks fólk og námsmanna á Íslandi
í að brauðfæða múslima (múslima-menningu) sem eru orsök vandans í Sýrlandi.
Jón Þórhallsson, 15.9.2015 kl. 11:52
Það er greinilegt að meirihluti þjóðarinnar er jafn áhugasamur og Ólöf Nordal og líklega mun spenntari fyrir því að taka á móti fjölda þessara flóttamanna, enda neyð þeirra mikil.
Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2015 kl. 20:09
Það er búið að vera neyðarástand i heiminum frá því að ég man eftir mér.
Það er að æra óstöðugan fyrir fátæka ÍSLENDINGA að ætla að bera miklar byrðar þessu tengdu.
Það eru margir ISLENSKIR skattborgarar sem að geta jafnvel ekki brauðfætt eigin fjölskyldu sjálfir.
Jón Þórhallsson, 15.9.2015 kl. 20:25
Þúsundir Íslendinga, jafnvel tugþúsundir, vilja taka á móti a.m.k. fimm þúsund flóttamönnum án þess að virðast gera sér grein fyrir hvernig eigi að standa að þvílíkum fjöldaflutningi fólks til landsins og hvernig eigi að fæða það, klæða og hýsa.
Ég er reyndar ekki á þessari skoðun, en tel að við getum tekið við einhverjum hópum, þó ekki þúsundum saman.
Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2015 kl. 21:34
Það er skylda okkar að hjálpa til. Það þarf hinsvegar að gerast með einhverjum vitrænum hætti. Umræðan undanfarið, er komin út í einhverskonar múgsefjun og engu líkara en fjölmiðlar landsins, með RÚV i farabroddi, hafi tekið að sér það verkefni að afvegaleiða umræðuna og gera hana fáránlega. 5000 flóttamenn er galin tala og langt umfram það sem okkar kerfi þolir. Þeir sem þannig mæla vita minna en ekkert um ástandið, heldur láta stjrnast af fávitalegum fréttaflurningi og populistum, sem ævinlega virðast eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum. Halda því jafnvel fram fullum fetum að "meirihluti þjóðarinnar" vilji 5000 flóttamenn! Íslendinga hafa verið býsna skynsamir, þegar valdir hafa verið flóttamenn til komu til landsins. Meginþorri þeirra flóttamanna sem hingað hafa komið, hafa aðlagast vel, enda valdir með tilliti til þess að geta aðlgast. Vuð höfum akkúrat ekkert að gera við fólk sem hefur það meðfætt í uppeldi sínu að skaða okkur, sökum þess að við erum ekki sömu trúar og það. Ég vil hjálpa, en geri þá kröfu að sá eða þeir, sem ég hjálpa, fallist á að koma samkvæmt okkar formerkjum, en ekki einhverri dauðans dellu aftan úr grárri forneskju.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 16.9.2015 kl. 01:18
KOSTNAÐINN telja Norðmenn í heildina (ekki á ári) 64 milljónir króna (ísl.) á hvern innflytjanda frá öðrum löndum en vestrænum (Finansavisen).
Hver yrði nú kostnaðurinn í reynd af 5000 innflytjendum, ef meðaltalið á hvern mann væri ekki nema helmingur af því, sem Norðmenn áætla? Jú, 160 milljarðar króna.
Það er ekki hægt að láta þrýstihóp ábyrðarlausra Rúvara komast upp með að ýta ráðamönnum okkar út í slíka ósvinnu.
Svo talar ekkert af þessu vinstra fólki um það sem eðlilegt, að við reynum að ná kristnu fóli og Jesídum úr lífshættunni undir Ríki islams og í þorpum á jaðarsvæðum þess, þangað sem þessir mannhrottar í ISIS fara í sína leiðangra til að fremja fjöldmorð og nauðga konum og stúlkum eða selja í kynlífsánauð. Allt í einu skiptir slíkt engu máli í hugarheimi þessa mikla og meinta hugsjónafólks, og ef stungið er upp á hjálp við þetta fólk --- sem mest þarfnast hjálpar og yrði auk þess auðveldast að aðlaga hér (fyrir þau og fyrir okkur) --- þá er bara hvæst til baka og talað um "mismunun"! En var hitt þá ekki mismunun að fá hingað palestínsku múslimakonurnar frá Írak á Akranes fremur en aðra flóttamenn, sem alltaf er nóg af í heiminum?
Jón Valur Jensson, 17.9.2015 kl. 00:46
... að ná kristnu fólki og Jesídum úr lífshættunni ...
átti að standa hér.
Jón Valur Jensson, 17.9.2015 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.