Dauðateygjur Shengen eða jafnvel ESB?

Undanfarin ár hafa milljónir manna lent á vergangi vegna borgarastyrjalarinnar í Sýrlandi og ótrúlegrar ómennsku ISIS-hyskisins og lengst af lá flóttamannastraumurinn til nágrannalandanna og einnig er gríðarlegur mannfjöldi á flótta innan landsmæra Sýrlands sjálfs.

Öllum að óvörum tók mikill fjöldi flóttafólks, aðallega Sýrlendinga, að streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu á hverri lekabyttunni á eftir annarri og er nú svo komið að nokkur hundruð þúsund manns eru á faraldsfæti um Evrópu, en þúsundir drukknuðu á leiðinni yfir hafið þar sem "frelsissölumennirnir" seldu þeim falskar vonir á okurverði.

Mikil samúðarbylgja hefur gripið Evrópubúa, eins og skiljanlegt er, vegna þessara flóttamanna sem komnir eru á dyraþrepið heima hjá þeim og flestir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til hjálpar með gjöfum á nauðsynjavörum og öðru sem til þarf að gera fólkinu lífið bærilegra.

Ýmsar efasemdarraddir eru þó farnar að heyrast vegna þess að þessi hópur flóttamanna virðir engin landamæri og sættir sig ekki við neinar reglur sem Evrópulöndin reyna að setja um komu fólksins og reyni lögregla eða landamæraverðir að hafa hemil á fólksstraumnum rís hann oft upp og berst við löggæslufólkið og segist ekki láta neinn segja sér hvert skuli haldið.  Sem dæmi um þá neikvæðu umræðu sem farið er að bera á vegna þessa má t.d. sjá hérna:  http://www.infowars.com/muslim-refugees-chant-allahu-akbar-fk-you-attack-citizens-throw-feces/

Stór hluti þessa hóps eru ungir og hraustir karlmenn og þeir virðast flestir vel menntaðir og koma úr góðum störfum og verið í a.m.k. sæmilegum efnum heima fyrir og eiga ættingja í Evrópu sem þeir eru í góðu sambandi við í gegnum internetið. Þessi óvænta "innrás" í Evrópu hefur valdið því að Shengen-landamærasambandið mun líklega líða undir lok og reyndar er farið að hrikta í innviðum ESB sjálfs og ekki líklegt að það eigi sér óbreytt framhaldslíf.

Það þarf ekki frekari vitnanna við um hvernig ástandið er orðið innan ESB þegar Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ræðir þessar áhyggjur opinberlega og lætur m.a. hafa þetta eftir sér: "„Evr­ópu­sam­bandið okk­ar er ekki í góðri stöðu. Það er skort­ur á Evr­ópu inn­an sam­bands­ins og það er skort­ur á sam­stöðu inn­an þess.“ Evr­ópu­sam­bandið glímdi þannig við tvö­falda krísu, flótta­manna­vand­ann og fjár­mála­erfiðleika evru­svæðis­ins. Óbreytt fyr­ir­komu­lag inn­an sam­bands­ins væri fyr­ir vikið ekki val­kost­ur."


mbl.is Danir stöðva lestarsamgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Sambandið"er með öðrum orðum að líða undir lok. Farið hefur fé betra, enda afleiðingar þessa óbermis nú loks að verða lýðum ljósar.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.9.2015 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband