50 - 500 - 5.000 - 50.000 flóttamenn til landsins?

Eftir "arabíska vorið" hefur flótti fólks frá Líbýu, Sýrlandi, Írak og fleiri löndum orðið svo gríðarlegur til Evrópu að ekki verður neitt við ráðið og hvorki vilji né geta í Evrópu til að taka við öllu þessu hrjáða fólki.

Glæpamenn ýta undir vandamálið með því að ljúga því að stríðshrjáðu fólkinu að gull og grænir skógar bíði þess í Evrópu og hafa af því óheyrilegar upphæðir, jafnvel aleiguna, fyrir fargjaldinu yfir hafið.  Fólkinu er troðið í nánast hvaða hriplekt skipshræ sem fyrirfinnst og því miður hefur þessi glæpalýður orðið þúsundum þessa örvæntingafulla fólks að bana með þessum óhæfu og handónýtu sjóförum.

Hér á landi virðist vera skollin á samkeppni um að stinga upp á sem mestum fjölda flóttamanna sem Íslendingar ættu að taka á móti og eru þar nefndar tölur frá fimmtíu og upp í þúsundir.  Yfirleitt fylgir ekki með nein áætlun um hvernig eigi að standa að móttöku þeirra þúsunda sem talað er um og jafnvel gefið í skyn að hægt væri að koma upp búðum í iðnaðarhúsnæði, íþróttahúsum, ýmsu hálfbyggðu húsnæði og yfirleitt hverri þerri kompu sem auð er af einhverjum ástæðum.

Íslendingum hættir nokkuð oft til að tala og jafnvel framkvæma áður en þeir hugsa og verður ekki annað séð en að margur sé að fara órtúlega langt fram úr allri almennri skynssemi í þessu efni og flóttafólkinu yrði takmarkaður greiði gerður með því að koma því fyrir í "gettóum" á Íslandi.

Fyrst ber að finna húsnæði í íbúðahverfum innan um almenna borgara og eftir að það er fundið er hægt að byrja að skipuleggja annað sem tilheyrir stórkostlegum fólksflutningum milli landa.  Geta til tungumálakennslu í stórum stíl verður að vera fyrir hendi, ásamt annarri getu til almennrar kennslu aðkomubarnanna í skólum landsins og vinnu þarf að finna fyrir þá fullorðnu, bæði karla og konur.

Þegar búið verður að hugsa málið til enda rennur upp tími framkvæmda.  Fyrr ekki.


mbl.is „Gætum tekið við 1500-2000 manns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki hvernig RUV getur fullyrt að gífurlegur stuðningsaukning sé við að taka við fleiri flóttamönnum

þó einhverjir séu að bjóðast til að gefa notuð föt og húsgögn

Grímur (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 19:56

2 identicon

Já, nú keppast pólitíkusarnir við að yfirbjóða hvern annann. Vilja fleiri og fleiri eins og enginn sé morgundagurinn. Staðreyndin er að þessum flóttamannastraumi til Evrópu linnir aldrei og verður viðloðandi um ókomin ár. Ef við tökum á móti 5000 á ári, gerir það 100.000 á 20 árum, allt múslimar, þolum við það? Múslimar, sem aðlagast illa hér á landi og verða á framfæri hinna sem greiða skattana. Einhver benti á að Saudi Arabía ætti að taka við þessu en það vilja þeir auðvitað ekki. Þetta er ekki vandamál Evrópu, þetta er vandamál múslimaríkjanna og þau verða að leysa það. Hvaða rétt hefur t.d. Lýbía til að senda okkur þetta fólk? Engann.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 23:06

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Elín þingmaður og Eygló félagsmálaráðherra taka sjálfsagt að sér sýn hvora fjölskylduna enda nóg pláss í íslenskum íbúðum og svo er bílskúr vel brúklegur fyrir tvær fjölskyldur og aðrar tvær í sumarbústaðnum.  Þannig að hvor um sig gæti hýst fimm til sex fjölskyldur .  Búast má við nokkurri þröng á leigumarkaði þar sem Eygló var að auglýsa eftir leigu íbúðum til mikillar lukku fyrir leigusala.    

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2015 kl. 23:29

4 identicon

Athuga ber að þeir sem gjálfra hæst um að taka við urmul af múslímskum flóttamönnum hafa flóttafólk og neyð að lifibrauði. Eins og Björn Teitsson. Og þar með ekki mark á takandi. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 23:33

5 identicon

Fjármálaráðherra lýsti yfir í vor eftir að samið var við stóran hluta launþega, að ekkert væri til aflögu fyrir öryrkja og eldriborgara. Ríkisstjórn sú sem hann situr í og vinstri stjórn heilagrar Jóhönnu hafa þrásinnis brotið á þessum hópum og borið við að ekki sé til fjármagn í "kassanum" til að toga þessa hópa upp úr fátæktarmörkum. Félagsmálaráðherrann í sinni leiguíbúð hefur verið óvenju hlédræg og lítið látið á sér bera þegar málefni þessarra þjóðfélagshópa hafa borið á góma, og engin viðbrögð frá téðum ráðherrum fjármála/félagsmála við fjölmörgum greinum Björgvins Guðmundssonar formanns kjaranefndar félags eldriborgara í Reykjavík og nágrenni ( Hafnarfj. og Garðabær eru í nágrenni), þar sem hann skilmerkilega skýrir öll þau lögbrot sem framin hafa verið á öryrkjum og eldriborgurum sem skapað hafa þá kjaragliðnun sem orðin er og heldur þessum hóp í fátæktargildru.  En nú alltí einu riðjast þau fram í samfloti við "Forætis" og öðrum "lukkuriddurum" úr öllum flokkum, svo og óflokksbundnum góðmennum sem öll stunda yfirboð á hve marga "kvótaflóttamenn"  ( hvað sem það þýðir) eigi að flytja til lands með ríkissjóð sem getur ekki boðið sínum lægstsettu meðborgurum mannsæmandi kjör. Þessi skoðun mín á ekkert skylt við mannvonsku. Ráðherra fjármála eða félagsmála hafa sjálfsagt tölu á hraðbergi hvað hver flóttamaður mun kosta og þá geta allir margfaldað með 50 sem er talan sem búið er að lofa nú þegar og verður ekki bakkað með. En ég held að við verðum að krefja Bjarna Ben. um að klára að leiðrétta kjör öryrkja og eldriborgara áður en farið verður út í að tífalda eða hundraðfalda fjöldann sem við tækjum á móti! þar eru jafnvel fjárútlátin hve há sem þau yrðu (hækkun til bótaþega sem hefðu forgang og þá væntanleg flóttamannahjálp) minnsta vandamálið til framtíðar. aðalvandamálið yrði aðlögun svo ólíks þjóðfélagshóps sem hingað kæmi í okkar "micro" 300þús. manna samfélag.

En semsagagt fyrst að búið er að finna fjársjóð ( kannski á Cayman eyjum) þá klára þau leiðréttinguna til fyrrnefndu hópanna sem tæki þá gildi frá1. maí s.l.   Og taka síðan á móti þessum 50 flóttamönnum sem búið er nú þegar að ákveða, en endilega hættið þessum "populisma" eða atkvæðaveiðum hjá saklausu einfeldingunum sem gera sér ekki grein fyrir vandamálunum sem myndu hlaðast upp hér í náinni framtíð!!                                                                       

Hafsteinn A. Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 01:04

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjáið þetta sem elítan er búinn að segja er komið í heimspresuna og jafnvel á skrár hvaða land er best fyrir flóttafólkið. við erum búinn að tapa leiknum en það er alveg sama hve marga stjórnvöld ákveða að taka þé streymir fólk núþegar hingað. Okkur er ekki sagt það en um dagin voru 13 á einni viku svo 26 og svo tekur píramítalögmálið við. Kjaftagangur elítunar er þvílíkur að allur heimurinn veit núna um þessa heimskíngja sem stjórna landinu.

Valdimar Samúelsson, 31.8.2015 kl. 10:22

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valdimar, það eru reyndar ekki ráðherrarnir sem hafa stundað yfirboðin en því miður hafa nokkrir þingmenn tekið fullan þátt í þeim leik.  Ráðherrarnir hafa talað frekar varlega um málin en alls kyns fólk hrópar og kallar í fjölmiðlum og á netinu um að það yrði leikur einn að taka við þúsundum flóttamanna. 

Sumir vilja jafnvel fylla öll íþróttahús landsins af flóttafólki og halda að það sé einhver lausn á hörmungum þessa fólks að vera hrúgað inn í slík "gettó" uppi á Íslandi, þar sem engin kunnátta eða geta er til að annast þúsundir manna í slíkum flóttamannabúðum.

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2015 kl. 11:42

8 identicon

Að mínu áliti ætti að koma öllum þessum flóttamönnum um borð í skip og sigla þá til Bandaríkjanna, þar sem þeir ættu að fá landvistarleyfi. Því að það var vegna hinnar ólöglegu bandarísku innrásar í Iraq að Ríki Islams náði fótfestu þar í lokin. Það voru bandarísk (og brezk) yfirvöld sem tóku þá ákvörðun að ráðast inn í Iraq á fölskum forsendum og hengja Saddam Hussein. Ef Saddam hefði fengið að halda áfram harðstjórn sinni, hefði Ríki Islams ekki getað sölsað landið undir sig og heldur ekki framið nein hryðjuverk í Sýrlandi að ráði. Og þar með hefði flóttamannastraumurinn verið mikið minni en hann er í dag.

Og ef Vesturlönd hefðu ekki stutt islamistana í Libyu og leyft þeim að drepa Gaddafi og taka völdin þar, þá hefði flóttamannastraumurinn yfir Miðjarðarhafið orðið mikið minni.

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 13:13

9 identicon

Við verðum að koma stjórnvöldum í skilning um að meirihluti Íslendinga vill EKKI þetta fólk hingað. Og þau verða að segja hátt og snjallt að hætti Ástralíu að hælisleitendur fá EKKI landvistarleyfi. Það þarf að snúa pressuni við jafnvel þótt að það kosti okkur óhróður.

Bara til að minna á: við tókum við miljón túristum á ári siðastliðin ár. Ef bara 5% af þessu eru strandaglópar er voðinn vís á aðeins nokkrum árum.

Egill (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 18:20

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það bendir einmitt flest til þess að meirihluti Íslendinga vilji taka á móti hópi fólks úr þessum hópum flóttamanna. Það virðast hins vegar vera á sveimi alls kyns óraunhæfar hugmyndir um fjöldann sem mögulegt er að taka við hér á landi með það að markmiði að geta búið fólkinu almennilegt líf, menntun, heilsugæslu, atvinnu og annað sem til þarf til að lifa svipuðu lífi og innfæddir gera.

Það er betra að hafa hópinn sem hingað kemur hæfilega stóran og standa almennilega að móttöku þeirra en að taka við svo miklum fjölda að ekki verði hægt að standa að málum á viðunandi hátt.

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2015 kl. 19:35

11 identicon

Sæll.

Ekki veit ég hvar á að hýsa hundruðir flóttamanna, ef sú er hugmynd Eyglóar. Henni er auðvitað sama um það enda hugsar hún hér bara um að skora pólitísk stig. Gaman væri ef

Hitt skiptir enn meira máli að velja inn réttu flóttamennina. Velja verður flóttamenn hingað sem líklegt verður að telja að lagi sig að þjóðfélaginu hér og verði virkir þegnar þar. Líta mætti til reynslu nágrannaþjóða okkar í því samhengi, t.d. Svíþjóðar. 

Frændur okkar Svíar hafa tekið við miklum fjölda flóttamanna  og sú tilraun hefur ekki gengið vel, heldur ekki í Noregi:

https://www.youtube.com/watch?v=xoiCYwoJKrE&sns=fb

https://www.youtube.com/watch?v=EvDUuQLdQ_c

https://www.youtube.com/watch?v=uYpxD4Bf87M

https://www.youtube.com/watch?v=YBGdeE3VPus

Ætli Eygló viti eitthvað af því sem að ofan kemur fram?

Helgi (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 21:26

12 identicon

Ég geri ekki ráð fyrir að það hafi farið framhjá neinum, að formaður Félags múslíma á Íslandi, Salman Tamimi er fylgjandi sharia-lögum. Hann glopraði því út úr sér í útvarpsumræðum. Hvers vegna femínistarnir í borgarstjórn eru fylgjandi því að úthluta ókeypis lóð fyrir mosku er hulin ráðgáta. Þær eru svo vitlausar greyin að þær vita ekki að þegar múslímarnir hafa tekið völdin þá verður afnám allra kvenréttinda það fyrsta sem þeir gera. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband