Reykjavík gerir allt sem mögulegt er til að hækka húsnæðiskostnað

Mikið hefur verið rætt undanfarið um háan húsnæðiskostnað, sem gerir að verkum að ungt fólk á í erfiðleikum með að eignast sína fyrstu íbúð og húsaleiga er orðin svo há að fyrir utan að glíma við leiguna sjálfa getur unga fólkið engan vegin sparað fyrir þeirri útborgun sem nauðsynleg er til að festa sér íbúð til eignar.

Ýmsar leiðir hafa verið ræddar til að lækka þennan kostnað, m.a. að létta þær kröfur sem sífellt hafa verið að aukast í byggingareglugerðum og orðið hafa til að hækka byggingakostnað.  Einnig hafa verið viðraðar hugmyndir um að lækka eða fella niður fjármagnstekjuskatt af einstaklingum sem leigja eina íbúð til lengri tíma, þ.e. ekki til ferðamanna sem einungis leigja íbúðir til nokkurra daga eða vikna.

Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur lengi þóst hafa áhuga á fjölgun leiguíbúða í borginni og lofaði m.a. að fjölga leiguíbúðum á sínum snærum um að minnsta kosti þrjúþúsund á kjörtímabilinu sem nú er að líða.  Engar efndir eru sjáanlegar á þeim loforðum, en nú er eingöngu bent á að Búseti og byggingafélög stúdenta séu að fjölga íbúðum á sínum snærum verulega, en Reykjavíkurborg kemur þar hvergi nærri að öðru leyti en því að úthluta lóðum til þessara aðila eins og annarra sem byggja húsnæði í borginni.

Nú leggja Dagur borgarstjóri og hans lið algerlega nýjar tillögur fram varðandi húsnæðiskostnað í borginni og ganga þær algerlega þvert á allt sem rætt hefur verið í þessu sambandi fram til þessa.  Nýju tillögurnar gera nefninlega ráð fyrir að hækka byggingakostnað á svonefndum "þéttingarsvæðum" með algerlega nýjum viðbótarskatti á íbúðakaupendur, eða eins og segir í viðhangandi frétt:  "Gjaldið er 14.300 krón­ur á fer­metra vegna nýs íbúðar­hús­næðis, eða sem svar­ar 1,43 millj­ón­um á 100 fer­metra íbúð. Kem­ur gjaldið til viðbót­ar gatna­gerðar­gjaldi fyr­ir fjöl­býli, sem er 10.400 kr. á fer­metra í Reykja­vík."

Dagur, borgarstjóri, talar greinilega tungum tveim og sitt hvort málið með hvorri.

 


mbl.is Aukagjald á íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að hugsa þetta sama þegar ég las fréttina um viðbótargjaldið. Góður punktur vinur ;)

Bjarni Þór (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband