Konur ráði líkama sínum sjálfar

Það hefur lengi verið krafa ýmissa kvennasamtaka að konur eigi að fá að ráða líkama sínum alfarið sjálfar.  Innifalið í þessum rétti er að hafa fullt ákvörðunarvald um fóstureyðingar, enda er það talið falla undir stjórn eigin líkama þrátt fyrir að ekki séu allir sammála um þá afstöðu.

Bæði kvennasamtök og nánast allt heiðarlegt fólk hefur barist gegn mansali, nauðgunum og barnaníði með ráðum og dáð, en allt framangreint er mikið vandamál í heiminum og þá ekki síður á vesturlöndum en annarsstaðar.

Nú hefur Amnesty International samþykkt tillögu um afglæpavæðingu vændis og vilja samtökin að kaup og sala vændis, ásamt rekstri vændishúsa, verði gerð lögleg, ekki síst í þeim tilgangi að vernda vændissalana gegn mansali og nauðung, en fram til þessa er það glæpalýðurinn sem hagnast hefur mest á þessari starfsemi og þá ekki síst með mansali og annarri nauðung þeirra sem neyddir hafa verið til vændis gegn vilja sínum.

Í ljósi þeirrar miklu baráttu fyrir jafrétti kynjanna og ekki síður kröfunni um að konur ráði líkama sínum skilyrðislaust er það að mörgu leyti undarlegt að kvennasamtök skuli snúast algerlega öndverð við tillögu Amnesty International og ekki síður í ljósi þess hve öll kynlífsumræða er mikil og að frelsi til iðkunar kynlífs á allan hugsanlegan máta er ekkert feimnismál lengur.

Kannski eru það bara alls ekki allar konur sem eiga að ráða líkama sínum sjálfar, heldur séu það bara sumar konur sem vilja ráða líkömum allra kvenna.


mbl.is Leggja til afglæpavæðingu vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg, Axel.

Með bloggvinar kveðju,

Kristján Pétur Guðmundsson

Kristján P. Gudmundsson, 13.8.2015 kl. 01:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, afleitt blogg hjá annars góðum manni, Kristján!

Hér færðu eindregnari boðskap:

Ofurfrjálshyggjan siðlaus í vændismálum

Jón Valur Jensson, 13.8.2015 kl. 03:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fólk verður seint sammála um þetta, frekar en annað.  Glæpamenn stjórna þessum afkima mannlífsins í flestum tilfellum núna og svífast einskis til að verja hagsmuni sína og mannlegar tilfinningar í garð annarra koma þar ekkert við sögu og mannlífin eru lítils eða einskis metin.

Eitthvað verður að gera til að hjálpa kynlífsþrælunum, sem kvaldir eru, píndir og oft drepnir, til þess að komast út úr áþjáninni.  Ef lögleiðing er leiðin til þess er sú leið a.m.k. reynandi.  Alla vega verður að ræða málið fordóma- og stóryrðalaust.

Axel Jóhann Axelsson, 13.8.2015 kl. 16:34

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ágæti Axel, lögleiðing er EKKI leiðin til þess að koma í veg fyrir kynlífsþrælkun og mansal,* hvað þá í veg fyrir venjulega vændisstarfsemi, sem er ekki aðeins andkristileg, heldur með alls kyns skaðleg áhrif, á heilsu fólk, hjónabönd og fjölskyldulíf, meðal annars, auk þess sem vændiskonur búa iðulega við ofbeldi af hálfu "viðskiptavina" sinna og eiga langtum skemmri æviár en aðrar konur !

* Undirstrika og minna má á það hér, að dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, benti á það í kvöldfréttum Rúv í gær, að „frjálsasta“ landið í þessum efnum, Holland, er alls ekki laust við mansals-vanda og ofbeldi vændisdólga.

Jón Valur Jensson, 13.8.2015 kl. 18:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað verður að berjast gegn mansali með ráðum og dáð, en því miður hefur það ekki gengið of vel fram að þessu.

Ef fólk í hjónaböndum leitar vændiskaupa, þá er það auðvitað hið versta mál eins og allt annað framhjáhald.  

Ef vændi væri löglegt myndu þær/þeir sem það stunduðu að sjálfsögðu kæra allt ofbeldi sem viðkomandi yrði fyrir, enda er allt ofbeldi ólöglegt og óþolandi og ber að kæra slíkt og þá er alveg sama undir hvaða kringumstæðum slíku er beitt.

Með hugleiðingum mínum er ég ekkert endilega að mæla með lögleiðingu (afglæpavæðingu) vændisviðskipta, heldur fyrst og fremst að skapa umræður á vitrænum og hófstilltum nótum.  Því miður er fólk oft ansi fljótt að grípa til gífuryrða og níðs gegn þeim sem ekki dansa algerlega eftir hugmyndum og skoðunum viðkomandi í stað þess að ræða málefnalega um viðfangsefnið.   Þetta mátt þú hins vegar ekki taka til þín, Jón Valur, enda ert þú yfirleitt málefnalegur og rökfastur í umræðum.

Axel Jóhann Axelsson, 13.8.2015 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband