12.4.2015 | 16:40
Mannvonska og skeytingarleysi um náungann
Ótrúlegt er að lesa um nauðgun sem átti sér stað á almenningsströnd í Florida um hábjartan dag og var látin viðgangast af mörg hundruð vitnum, sem virðist ekki hafa dottið í hug að hreifa legg eða lið til hjálpar fórnarlambinu.
Í fréttinni segir m.a: "Að sögn yfirvalda stóðu mörg hundruð manns og horfðu á er mennirnir nauðguðu konunni. Var ekkert gert til þess að stöðva mennina." Ekki getur það verið vitnunum til afsökunar að hafa haldið að um einhvern leik eða fíflagang hafi verið að ræða, því einnig kemur fram í frásögninni af málinu: "Lögreglustjórinn í Bay County, Frank McKeithen sagði að myndbandið væri líklega það ógeðslegasta, andstyggilegasta og sjúkasta sem hann hefur séð á þessu ári á þessari ákveðnu strönd. Og ég hef séð margt þar, bætti hann við."
Oft berast fregnir af skytingarleysi vegfarenda um samborgara sem í einhverjum erfiðleikum eiga, lenda í slysum eða árásum, en það hlýtur að teljast nánast hámark ómerkilegrar framkomu að hundruð manna skuli fylgjast með nauðgun tveggja illmenna úr þriggja metra fjarlægð án þess að lyfta hendi til björgunar fórnarlambsins.
Svona mál vekja alltaf jafn mikla furðu og hneykslun á þeim sem undan líta þegar annað eins og þetta gerist.
Myndi maður sjálfur haga sér svona í samskonar aðstæðum?
Fjölmargir fylgdust með nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel
Í Heilagri ritningu, í Mattheusarguðspjalli 24 kafla 12 versi stendur skrifað og er það Jesús Kristur sem talar: Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. Hér er Jesús að tala um hina síðustu tíma. Hvar ætli við stöndum í mannkynssögunni? en margir aðrir ritningastaðir lýsa tímunum sem við lifum og eru þá að tala um hina síðustu tíma.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.4.2015 kl. 21:19
Þetta er það sem menntaliðiðinu í USA er kennt, það ná enginn lög yfir ykkur, megið gera hvað sem er, bara njóta að þið tilheyrið yfirstéttarelítunni.
Er þetta ekki svona í flestum löndum, t.d. Var ekki islenzka þjóðinn tekin í afturendan fjárhagslega af mennta og yfirstéttarelítunni og allir horfðu á og enginn gerði eitt eða neitt.
what is the difference.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.4.2015 kl. 23:16
Jóhann, það horfðu ekki allir á aðgerðarlausir fyrir bankahrun eins og þú gefur í skyn. Ótrúlega stór hluti þjóðarinnar tók fullan þátt í ruglinu og skuldsetti sig eins og að aldrei þyrfti að endurgreiða lánin.
Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2015 kl. 12:11
Það voru erlend fjármálafyrirtæki sem bentu á að það væri verið að nauðga þjoðini fjárhagslega, so to speak, en það hlógu flestir, ef ekki allir að svoleiðis spekúlantum, og horfðu á þessa örfáu sérfræðinga nauðga þjoðini. Þessu sama fólki finnst í dag það alveg út í hött að þeir þurfi að fara í fangelsi fyrir aðgerðir sínar.
Já mennta og auðmannaelítan halda að þau séu yfir öll lög hafin og ekki bara í USA og á Íslandi, þetta er alstaðar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.