Aðeins hálf fréttin sögð

Í viðhangandi frétt er fjallað um hluta af ræðu formanns Framsóknarflokksins sem hann hélt á landsfundi flokksins í dag.  Framarlega í fréttinni segir m.a:  "Sig­mund­ur fór ít­ar­lega yfir áform um los­un fjár­magns­hafta og mynd­un þess efna­hags­lega svig­rúms sem þarf að skap­ast sam­fara því. Sagði hann stærstu hindr­un­ina við los­un haft­anna vera hin óupp­gerðu slita­bú föllnu bank­anna."

Spenntur lesandi reiknar sjálfsagt með því að í framhaldi fréttarinnar verði nánar fjallað um þessa ítarlegu umfjöllun forsætisráðherrans um losun fjármagnshaftanna og hvað til þarf svo það mál gangi vel og snuðrulaust fyrir sig.

Því miður sér fréttamaðurinn ekkert bitastætt við þennan mikilvæga vinkil í ræðunni, heldur eyðir öllu framhaldinu í að fjalla um það sem Sigmundur Davíð segir um kröfuhafa gömlu bankanna og aðferðir þeirra til að gæta sinna hagsmuna varðandi kröfur sínar, enda um stjarnfræðilegar upphæðir að ræða.

Allir vita að "hrægammarnir" beita öllum tiltækum ráðum til að verja hagsmuni sína og því ekkert nýtt eða sérstaklega fréttnæmt við þá hlið málsins.

Almenningur hefur miklu meiri áhuga á að vita hvort, hvernig og hvenær hægt verður að aflétta fjármagnshöftunum, þó fólk finni ekkert fyrir þeim í sínum daglegu athöfnum.


mbl.is Kröfuhafarnir njósna og sálgreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband