2.4.2015 | 15:12
Hætta að tala og byrja að framkvæma
Fyrir svo mörgum árum að elstu menn muna ekki lengur hvað mörg þau eru fóru fram ýmsar úttektir og rannsóknir á heppilegasta stað fyrir nýbyggingu þjóðarsjúkrahúss og leiddu þær allar til þeirrar niðurstöðu að nágrenni núverandi Landspítala væri heppilegasti staðurinn til fyrir nýtt og fullkomið sjúkrahús.
Öll hönnun nauðsynlegra bygginga hefur verið miðuð við þetta staðarval og milljörðum króna hefur þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir hafi verið um staðarvalið alla tíð, þótti þessi staðsetning heppilegust og hafa deilur um staðarvalið að mestu þagnað og samstaða ríkt um að ráðist yrði í framkvæmdirnar um leið og ríkissjóður hefði efni á að leggja fram nægt fjármagn.
Alltaf eru þó einhverjir sem þráast við og reyna að tefja byggingaframkvæmdirnar með því að efna til ófriðar um staðarval hins nýja sjúkrahúss og t.d. dúkkaði einn sjúkrahúslæknirinn upp í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum og fann málinu allt til foráttu og vildi að hætt yrði við núverandi áform og að frekar yrði byggt upp nýtt þjóðarsjúkrahús í Garðabænum og þannig kastað á glæ öllum þeim milljörðum sem þegar hefur verið varið til undirbúnings og hönnunar.
Nú bætir forsætisráðherra um betur og stingur upp á því að útvarpshúsinu við Efstaleyti verði rutt úr vegi og nýja sjúkrahúsið reist á rústum þess, ásamt því að nýta lóð hússins með neðanjarðartengingu við gamla Fossvogsspítalann. Þessi hugmynd er svo frumleg og nýstárleg að enginn hafði haft hugmyndaflug til þess að láta sér detta þetta í hug áður.
Ósjálfrátt tekur fólk mark á því sem frá forsætisráðherra kemur, en varla verður því trúað að maðurinn hafi verið að meina það í alvöru að tímbært væri að hringla með staðarvalið efir allt sem á undan er gengið í þeim málum, enda hugmyndin sett fram 1. apríl og því ótrúlegt annað en að um grín hafi verið að ræða.
Nú er komið að tíma framkvæmda við sjúkrahúsið í Vatnsmýrinni og tími staðarvalshugleiðinga löngu liðinn.
Ástand Landspítalans er öryggisógn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ertu að meina Axel? Þú hýtur að vita eins og við hinir að fjármagnið er ekki fyrir hendi í dag. Að mínu viti er ekkert efni til að byrja á þessari framkvæmd fyrr en full fjármögnun er til staðar. Það á að setja í þetta eitthvað fjármagn í ár og svo næsta og næsta... með sama áframhaldi verður landspítalinn tilbúinn eftir einhvern árafjölda og tilbúið að þá verði hönnunin á spítalanum komið nokkur ár á eftir tímanum. Að bíða í nokkur ár eftir að teikna húsið og byggja breytir engu með tímann sem byggingin verður tilbúin. Á meðan er í góðu lagi að hugsa betur staðsetningu og annað .
Jósef Smári Ásmundsson, 2.4.2015 kl. 15:48
Það er búið að eyða milljörðum í hönnun og undirbúning byggingarinnar á þessum stað og hægt að byrja um leið og fjármagn verður tryggt. Að ætla að finna nýjan stað og hanna allt og skipuleggja upp á nýtt mun tefja framkvæmdir um a.m.k. einn áratug ef ekki tvo.
Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2015 kl. 16:01
Axel Jóhann, Það var aldrei gefið færi á því að ræða aðra staðsetningu. Don Alfredo stjórnaði því og þarna skildi hann vera og ekki orð um það meir og svona skyldi hann vera og ykkur kemur þetta ekkert við.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2015 kl. 16:08
Það vita allir sem vilja vita, að fleiri en ein sérfræðinganefnd hefur fjallað um staðarvalið og niðurstaðan hefur alltaf verið sú sama.
Eftirfarandi er t.d. úr annarri frétt mbl.is þar sem rætt er við núverandi forstjóra Landspítalans: "„Það er búið að velta þessu máli fram og til baka í fimmtán ár. Á þeim tíma hefur staðsetningin endurtekið verið til skoðunar og niðurstaðan hefur alltaf verið sú að það sé skást að spítalinn sé við Hringbraut,“ segir Páll í samtali við mbl.is.
Nefnir hann í því samhengi tvær meginástæður. Önnur er sú að við Hringbraut eru nú þegar eldri byggingar, með um 60.000 fermetra af sjúkrahúsrými, sem hægt er að nýta áfram. Hin ástæðan sem Páll nefnir er nálægt spítalans við starfsemi Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík."
Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2015 kl. 16:19
Hvað sem líður öllum sérfræðingum og Don Alfredó þá var aldrei gefið færi á að ræða staðsetningu, enda vissu fáir um hverslags byggingamagn var að ræða. En þú getur alveg slappað af Axel Jóhann því auðvita verður spítalinn þar sem hann er, því ráðum við ekki sem borgum hann.
Það er mikil náð að búa á þessu gjöfula Íslandi, því að er alveg sama hvaða axarsköft við gerum við komum alltaf niður standandi. Eftir um þrjátíu ár þá verður þar komið sögu að það þarf að byggja nýjan spítala annar staðar. Flestar þjóðir eiga byggingar sínar í ár hundruð, en hér á Íslandi eru þær brotnar niður reglulega til að byggja nítt.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2015 kl. 16:55
Hrólfur, það er stórmerkilegt ef umræðan um staðsetningu spítalans hefur farið algerlega fram hjá þér undanfarna áratugi. Ekki tel ég sjálfan mig sérstaklega minnugan en þó er sú umræða öll nokkuð skýr í mínum huga, enda hefur hún verið mikil og staðið lengi.
Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2015 kl. 18:41
Fyrirgefðu Axel Jóhann, en umræða um staðsetningu hefur algerlega farið framhjá mér, en ég man að Don Alfredó sagði á sínum tíma að breytingar á þessu eða öðru kæmu ekki til greina.
En þetta skiptir ekki máli, heldur hitt að það sjá allir sem nenna að skoða það að við Hringbraut er spítali allra landsmanna á saumnálar gats endastöð. En útvarpshúsið er í miklu betri tengingu og Vífilstaðir í en þá betri tengingu landsbyggðarlega séð. Útvarpshúsið er hinsvegar mun betur sett hvað varðar tengingu við flugvöllinn.
Flugvöllinn burt er mjög vinsælt hjá öfgafullum minnihluta hópum og öfga fullir minnihluta hópar hafa mikil völd á íslandi, alveg þangað til að tekið verður á því máli. Það eru því líkindi til að öfga minnihluta hópum takist fyrir rest að hrekja flugvöllinn burtu úr Vatnsmýrinni og þá fer hann á Bessastaðanesið því það er engin annar staður til og Þaðan er ekki langt á Vífilstaði og það á ekki að vera vandkvæðum bundið að tengja útvarpshúsið við Bessastaða flugvöll.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2015 kl. 09:01
Staðarvalið á nýjum landspítala á ekki eingöngu að einskorðast við hversu miðsvæðis það er innan höfuðborgarinnar. þetta er spítali landsmanna- spítali sem á að sinna erfiðustu verkefnunum sem ekki eru á færi litlu spítalanna á hverjum einstökum stað. Landspítalinn þarf þessvegna að vera í námunda við flugvöll vegna sjúkraflugs. Og háskóli sem sinnir rannsóknarstarfsemi þarf einnig að vera í nágrenni til að eðlileg þróun eigi sér stað. Miðað við núverandi staðsetningu flugvallar og háskóla er fyrirhuguð staðsetning ákjósanleg en færsla á lóð RÚV hinsvegar afleit. Varðandi hönnun sem þegar er búið að leggja milljarða í þá nýtist sú vinna samt þótt breytt sé um staðsetningu því tiltölulega auðvelt ætti að vera að aðlaga hönnunina nýjum stað. Sjálf bygging breytist ósköp lítið. Það sem getur hinsvegar verið gallað við að vera búið að hanna bygginguna í dag sem verður byggð eftir því sem safnast í byggingarsjóðinn og verður þá kannski tilbúin eftir 10 ár ( vonir Páls Mattíassonar eru með svolitlum bjartsýnisblæ) er það að hönnunin verður orðin úrelt þar sem læknavísundunum fleygir ört fram. það hlýtur að vera hagkvæmast að fullhanna bygginguna þegar fullt framlag er tryggt og fullklára bygginguna af fullum krafti í framhaldinu. Fram að þeim tíma ætti að nota tímann til að hugsa málið enn frekar, t.d. með það í huga að flugvöllurinn verði hugsanlega ekki á þessum stað eftir einhvern árafjölda og hvað gera menn þá. Ég tel sjálfur að flutningur innanlandsflugsins til keflavíkur og sameina það utanlandsfluginu sé hagkvæmast fyrir flugið. En það er ekkert óhugsandi að flugvöllur verði samt til staðar í Reykjavík eins og er á flestum stærri stöðum úti á landi, sem getur þá sinnt sjúkrafluginu. En það má líka hugsa sér að byggja nýjan landspítala utan Reykjavíkur- á miðnesheiði- þar sem spítalinn á að þjóna öllum landsmönnum.Fyrir er á svæðinu háskóli (Keilir) sem þegar er með kennslu á vegum Háskóla Íslands. Það finnst örugglega mörgum þetta galin hugmynd og verið að hugsa duglega út fyrir kassann en með þessu vinnst utanlands- og innanlandsflug, Hátæknisjúkrahús og háskóli með menntun í heilbrigðisfræðum og sjúkraflug innan lands og beint út þegar um óviðráðanleg verkefni fyrir íslenska sjúkrahúsið kemur upp.Allt á sama stað. Ég tel betra að nýta þann tíma sem við höfum til að hugsa málið í þaula til að koma eins og hægt er í veg fyrir mistök í ákvarðanatökunum sem því miður á sér alltof oft stað.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.4.2015 kl. 09:04
En verði Landspítalinn ekki byggður við Hringbraut þá fæst þar byggingarland handa úfunum að naga og það tefði möguleg fyrir því að þeir ætu flugvöllinn strags.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2015 kl. 09:09
Jósef, svona til athugunar að þá er Reykjavíkur flugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavík.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2015 kl. 09:24
Hrólfur. Ég held reyndar að tóni ágætlega við þessa hugmynd. Það er að sjálfsögðu inn í myndinni að flugvöllur verði áfram í vatnsmýrinni og þjóni hlutverki varaflugvölls áfram þótt innanlandsflug komi til viðbótar utanlandsfluginu í Leifsstöð. Þessi hugmynd er að sjálfsögðu innlegg inn í umræðuna með hugmyndum sem hafa komið upp og eiga hugsanlega eftir að koma. Það á að sjálfsögðu að meta allar tillögur með kosti og galla í huga en ekki að útiloka neinar eða hengja sig á það fyrsta sem mönnum kemur í hug. Og það verður líka að taka tillit til allra þátta sem koma við þessari framkvæmd. Staðsetningu, sjúkraflug, háskólaseturs og hagkvæmi þess að hafa innan- og utanlandsflug í sama vellinum eins og er allstaðar í löndunum í kring um okkur.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.4.2015 kl. 10:58
Axel, er einhverstaðar hægt að komast yfir þau gögn sem þessir "sérfræðingar" byggðu sínar niðurstöður á, í byrjun aldarinnar? Er einhversstaðar hægt að skoða þesar forsendur? Ég man ekki eftir að þær hafi nokkurn tímann verið opinberaðar og allan þann tíma sem þetta hús hefur verið í umræðu, hefur öllum rökum gegn þessari staðsetningu verið hrundið með því einu að segja að einhverjir "sérfræðingar" hefðu komist að þessari niðurstöðu.
Ef þú getur bent á hvar og hvernig hægt er að nálgast þær forsendur sem "sérfræðingarnir" byggðu sína niðurstöðu á, væri það vel þegið. Þá væri kannski hægt að skoða hvort ákvörðun sem tekin var í upphafi aldarinnar var rétt, en þó kannski enn frekar, hvort þær forsendur eigi enn við nú, 13 árum síðar.
Gunnar Heiðarsson, 3.4.2015 kl. 11:31
Samþykkt Jósef Smári, en það er ekkert höfuðatriði að háskólin hangi utan á landspítalanum.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2015 kl. 11:36
Vonandi verður ekkert til að tefja meira en þegar er orðið að ráðist verði í framkvæmdir við spítalabygginguna. Hátt í tuttugu ár er búið að fjalla um staðsetninguna og allar áætlanir síðustu fimmtán ár a.m.k. hafa miðast við þessa staðsetningu. Það er víða hægt að finna umfjallanir og skýrslur um byggingaráformin, t.d. á vefsíðu Landspítalans. Benda má á eftirfarandi slóð og þar má skoða skýrslur a.m.k. frá árinu 2001:
http://www.nyrlandspitali.is/nyrlandspitali/islenska/fjolmidlatorg/skyrslur_og_gogn/
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2015 kl. 12:30
Ég er búinn að lesa þessa skýrslu Axel. Samkvæmt henni eru einungis þrír kostir skoðaðir, Hringbraut, Fossvogur og Vífilsstaðir. Kostirnir eru auðvitað mun fleiri. Þeir erlendu fræðingar sem skoðuðu þessa kosti lögðu einfaldlega fram kosti og galla þeirra þriggja sem þeir voru beðnir að skoða, síðan tók valnefnd við. Samkvæmt því sem frá sérfræðingunum kom er ekki annað séð en Hringbraut sé sísti kosturinn. Fossvogur og Vífilsstaðir báðir taldir betri, sérstaklega varðandi aðkomu og framtíðaruppbyggingu.
En valnefndin valdi Hringbraut. Tvenn rök lágu þar að baki. Nálægð við Háskólann og nálægð við miðbæinn. Á þeim tíma er skýrslan var unnin, í byrjun aldarinnar, var tæknin mun minni en í dag. Töldu nefndarmenn að tenging við Háskólann væri ekki möguleg, vegna vegalengdar. Þetta voru gild rök á þeim tíma, en nú er ekkert mál að leggja ljósleiðara hvert sem er og því tengivandamál ekki lengur til staðar.
Hin rökin, nálægð við miðbæinn, eru hins vegar eitthvað sem erfiðara er að skilja. Nefndarmenn segja, sem satt er, að sjúklingar muni í sífellt meira mæli nota göngudeildir. Því þótti nefndarmönnum nauðsynlegt að þessir sjúklingar gætu skokkað niður í miðbæ, til að fá sér sæti inn á einhverju af kaffihúsum borgarinnar!!
Eftir lestur skýrslunnar og annarra gagna, sem finna má á vef nýja spítalans, er ég enn sannfærðari um að staðsetningin sé röng, kolröng. Það yrði stórkostlegt slys ef spítalinn yrði byggður við Hringbraut. Það er nánast sama hvaða annan stað menn nefna, hann er skárri!!
Heilbrigðisþjónustan myndi færast mörg ár aftur í tímann. Við gætum þó huggað okkur við að létta lund einhverra, þar sem erlendir gestir sem hingað kæmu hefðu þá fleira til að hlægja af.
Gunnar Heiðarsson, 3.4.2015 kl. 12:49
Ég er ekki sammála því Hrólfur að " það er ekkert höfuðatriði að háskólin hangi utan á landspítalanum". Tengslin eru mikilvæg vegna starfsmenntunar læknisnema og annara nema í heilbrigðisgeiranum og eins á móti þörf landsspítalans fyrir nýjungum frá háskólanum. Þessi tengsl og mikilvægi þeirra eru viðurkennd í öllum starfsstéttum hvort sem það er á verkfræðibrautum, heilsugeiranum eða öðrum greinum. En það er að sjálfsögðu ekki nauðsynlegt að Háskóli Íslands sé menntastofnunin. Það gæti allt eins verið Háskólinn í Reykjavík eða aðrir háskólar og deildir Háskóla íslands sem snúa að þessum geira yrðu þá færð þangað.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.4.2015 kl. 12:51
Þið sem viljið landspítalann við hringbraut, eruð með krókinn í rassinum og þar með klaufabárðar.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2015 kl. 15:02
Snérist þetta ekki bara um það að læknar gætu labbað úr HÍ til vinnu á Landsanum?
Held það nú barasta.
Ég hef ekki skilið þessa umræðu um flugvöllinn í mýrinni öðruvísi en að ef SV brautin er tekinn, þá er hann ekki lengur hæfur sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Það fer enginn að reka Reykjavíkurflugvöll fyrir nokkurhundruð sjúkraflug á ári það segir sig sjálft.
þar með hefur þetta sjúkrahús ekkert að gera þar sem það er núna. Botnlangatotann er oft til vandræða, það á jafnframt um þessa hugmynd og öfugnafnið Hringrbraut.
Hönnunn hússins... hanna hvað? Það er starfsemin sem fer fram inni í því sem skiptir máli, ekkert annað. Aðgerðarþjarkur var ekki til í málinu þegar fjallað var um staðarval á sínum tíma. Ætli sitthvað annað hafi ekki breyst einnig.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.4.2015 kl. 16:48
Gunnar, þessi tengill sem ég er að vísa til er ekki ein skýrsla, heldur síða með alls kyns gögnum varðandi málið og þar á meðal margar skýrslur og greiningar, sumar nokkur hundruð blaðsíður að lengd.
Hvernig svo sem ákvörðunin var tekin á sínum tíma, eftir allar þær umræður, skoðanir og samanburð sem fram fór, þá varð þetta niðurstaðan og nú þegar búið að eyða milljörðum í undirbúninginn og nánast hægt að hefja framkvæmdir á morgun ef fjármagn væri tryggt.
Það væri algert glapræði að ætla núna að fara að hringla í málinu og byrja aftur á byrjunarreit. Slíkt myndi fresta öllu málinu um langa framtíð og kosta offjár.
Óttalega er alltaf aumlegt að sjá fólk snara sér í persónulegu árásirnar þegar rökin þrýtur, eins og Hrólfur gerir þarna í athugasemd nr. 17.
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2015 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.