Það á ekki að leggja mikið á sig til verndar undirmönnum

Lærdómurinn sem lekamálið svokallaða skilur eftir virðist vera í aðalatriðum sá, að yfirmenn skuli ekki standa með undirmönnum sínum og verja þá með kjafti og klóm þegar þeir sverja af sér afglöp í starfi þegar og ef slíkt er á þá borið.

Hanna Birna Kristjánsdóttir gekk á allt sitt starfsfólk í Innanríkisráðuneytinu og óskaði eftir því að ef einhver þeirra hefði lekið upplýsingunum um Tony Omos þá gæfi sá hinn sami sig fram og stæði fyrir máli sínu.

Enginn í ráðuneytinu viðurkenndi nokkra sök í málinu og því reyndi Hanna Birna að standa með sínu fólki og verja það, bæði gagnvart dómstóli götunnar sem dæmir og framfylgir dauðadómum án nokkurra réttarhalda og lögregluyfirvöldum sem höfðu málið til formlegrar rannsóknar.

Þegar mannleysan sem sendi fjölmiðlum upplýsingarnar játaði loks á sig verknaðinn var það mikið áfall fyrir Hönnu Birnu, sem gengið hafði lengra í vörnum sínum fyrir undirmennina en æskilegt hefði verið úr því að naðra hafði gert sér bæli á vinnustaðnum.

Yfirmenn, a.m.k. hjá hinu opinbera, munu væntanlega ekki leggja á sig erfiði til að verja undirmenn sína í framtíðinni ef og þegar á þá verða bornar sakir um óvarlega upplýsingagjöf til fjölmiðla um þau verkefni sem til umfjöllunar eru á viðkomandi vinnustað.


mbl.is „Þú ert með sjö, þú ert með sjö!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu virkilega að Hanna Birna hafi hvergi komið nærri lekanum á þessu minnisblaði og að Gísli Freyr hafi upp á sitt einsdæmi ákveðið bara að leka minnisblaðinu.

Ef svo þá ertu alveg svakalega einfaldur maður.

Hannes Björn Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 18:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef þú hefur upplýsingar um málið, sem lögreglan, saksóknari og umboðsmaður Alþingis hafa ekki í sínum fórum, ber þér skylda til að koma vitneskju þinni til viðkomandi rannsóknaraðila.

Ef þetta eru eintómar dylgjur af þinni hálfu, þá segir það miklu meira um þig sjálfan en nokkurn annan.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2015 kl. 18:23

3 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Þetta eru ekki dylgjur, maður sér í gegnum bullið. Hafir þú alið upp börn, hefur þú sennilega lent í svipuðu þ.e.a.s að sjá að ekki er allt með felldu. Það sama er upp á teningnum hjá ráðherranum fyrrverandi. Svo beitir hún Lögregluna þrýstingi og hagar sér all dólgslega allt málið í gegn.

Sigurður Heiðar Elíasson, 26.1.2015 kl. 20:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Það er ógeðfellt, svo vægt sé til orða tekið, að bera sakir upp á fólk án þess að hafa nokkrar einustu sannanir fyrir því að það hafi gert eitthvað af sér.  

Þetta mál hefur verið rannsakað á alla kanta og ekkert komið fram um að Hanna Birna hafi átt nokkurn þátt í lekamálinu sem slíku, en hinsvegar hafi hún farið offari í vörninni fyrir undirmenn sína.  Fyrir það þurfti hún að gjalda með missi ráðherraembættis og sanngjörnu fólki ætti að þykja það næg refsing og vera ekki að dylgja um annað en það sem fram kom í rannsóknum málsins.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2015 kl. 21:41

5 identicon

Nei, hún er ekki búin að fá næga refsingu.

Hún er kjörin þingmaður sem notaði pólitískt vald sitt til að hafa áhrif á réttmæta lögreglurannsókn. Eina raunverulega ástæðan fyrir því að treysta á heiðarleika lögreglunar upp úr þessu er að lögreglustjórinn hætti frekar en að taka þátt í þessu.

Lágmarkið er að hún missi ráðherrastólinn og þingsætið fyrir að hafa brotið drengskapar eið sinn við stjórnarskránna.

Út af einhverjum ástæðum eru ekki til hegningarlög sem taka á valdamisnotkun ráðherra og þingmanna en þetta er dæmi sem sýnir klárlega fram á að þeirra er þörf.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 22:19

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir ósmekklegheitunum.  Þvílíkt ótrúlegt innræti sem hlýtur að stjórna svona hugsanagangi.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2015 kl. 22:24

7 identicon

Hvaða ósmekklegheit eru það?

Hún viðurkenndi að hafa beitt lögreglustjóra reykjavíkur þrýstingi til að hafa áhrif á rannsókn sakamáls. Það skiptir ekki máli afhverju hún gerði það því það er alltaf rangt.

Kannski ekki ólöglegt, en samt rangt.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 22:38

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Sjaldan launar kálfurinn ofeldið." Ætli það sé ekki sá lærdómur sem helst sé hægt að draga af þessu blessaða lekamáli? Slæmt ef lærdómurinn yrði sá, að engum sé treystandi. Þá vildi ég frekar sjá kálfsfjandan grillaðan.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 26.1.2015 kl. 22:57

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mér finnst nú langlíklegast að Hanna Birna hafi ekki bara vitað af heldur tekið þátt í að koma þessum leka til fjölmiðla.  Mér fínnst líklegt að hún hafi logið til um þennan þátt málsins, eins og hún laug um fjölmarga aðra þætti málsins.

Það er einfaldlega ósennilegt að aðstoðarmaður taki uppá svona ÁN samráðs við sinn yfirmann, enda er aðstoðarmaðurinn sérleg "hægri hönd" ráðherrans. Það er líka ENN ólíklegra að eiga að trúa því að aðstoðarmaðurinn hafi gert þetta alveg sjálfstætt OG logið svo til um það við sinn yfirmann STRAX morguninn eftir, að hann hafi átt að átta sig á því þarna um nóttina að þetta væri illa gert.

Þetta er bara eins og málið blasir við mér. 

Skeggi Skaftason, 27.1.2015 kl. 09:19

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér finnst hreint ekki ólíklegt, reyndar líklegt, að þetta sé allt saman þinn eigin skáldskapur, byggður á þínum eigin illvilja og hugarburði. 

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2015 kl. 10:03

11 identicon

Það er líklega hægt að kæra hana fyrir brot gegn valdstjórnini samkvæmt 106. gr til 109 gr hegningarlaga. Spurning hvort saksóknari gerir eithvað í því.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 10:14

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skeggi Skarpi,skáldörsaga þín minnir mig svo sterklega á návígið við ykkur vinstri undanfarin 6-7 ár.Eftir þá reynslu er skiljanleg vantrú þín á að veikgeðja einstaklingur eigi frumkvæði,hvað þá að samviska sæki á þann sama. Ósjaldan máttum við baráttumenn fullvalda Íslands,þola yfirgng leynd og lygar í stjórnartíð ykkar. Örsagan opnar gáttina að hugarheimi sem við þekkjum ekki,en lærum nú óðum að varast.

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2015 kl. 10:43

13 identicon

Það er nokkuð augljóst að Axel er annaðhvort illa að sér um fyrri verk Hönnu Birnu eða hann kýs að hunsa staðreyndir sem sýna Hönnu Birnu í vondu ljósi.

Það er alveg klárt mál að lekatæknin er vopn sem Hanna Birna hefur óspart notað til að ota sínum tota og það virkaði svona líka vel alveg þangað til hún missteig sig og misnotaði pólitískt vald sitt. Síðan beitir hún lögreglustjórann þrýstingi og hlutast til um það hvaða dag yfirheyrslur eigi sér stað. Fór lekamálið allt framhjá þér Axel eða ákvaðstu bara að binda fyrir augu og eyru meðan umfjöllun um það átti sér stað?

Ef Hanna Birna var algerlega saklaus og vissi ekkert um málið, því í ósköpunum var hún að hlutast til um lögreglurannsóknina? Af því bara?

Hér er smá fróðleikur um lekatæknina hennar Hönnu Birnu.

http://www.dv.is/blogg/helga-tryggvadottir/2014/1/13/fleiri-lekar-honnu-birnu/

En það er ánægjulegt að sjá að einfeldni greinilega vex ekki af fólki eftir því sem árin verða fleiri.

kv.

Hannes Björn Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 12:49

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ein af nútíma vandamálum íslands,er að drengir lesa sér ekki til gagns.

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2015 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband