Eru verkalýđsfélögin algerlega handónýt í réttindabaráttu?

Ekki er langt síđan umrćđa varđ í fréttamiđlunum um svindl ýmissa skyndibitakeđja og reyndar fleiri varđandi launagreiđslur til starfsmanna.  Ţrátt fyrir margar ábendingar og athugasemdir árum saman gerđu félögin ekkert til ađ ađstođa félagsmenn sína fyrr en fariđ var ađ fjalla um ţađ í fjölmiđlunum og ţá ţóttust verkalýđsforingjarnir vera ađ heyra af svindlinu í fyrsta sinn.

Núna birtast fréttir í fjölmiđlum af nánast ţrćlahaldi hreingerningarfyrirtćkis vegna ţrifa á Landspítalanum og líklega má álykta sem svo ađ slíkt ţrćlahald sé ástundađ víđar í "hreingerningabransanum", enda berast reglulega sögur um gríđarlegan sparnađ stofnana viđ útbođ á ţrifunum til verktaka.

Í gildi eru kjarasamningar um skúringar og ţrif, eins og um alla ađra vinnu, og verkalýđsfélögunum ber skylda til ađ fylgjast međ ţví á vettvangi, ţ.e. á vinnustöđunum sjálfum, ađ kjarasamningar séu haldnir hvađ varđar laun, vinnutíma og annan ađbúnađ.

Aumara yfirklór og aumingjaskap er ekki hćgt ađ hugsa sér en yfirlýsingu formanns Eflingar um ađ ţađ vćri í verkahring verkkaupandans ađ hafa eftirlit međ launagreiđslum verktakanna, ţví auđvitađ er ţađ í verkahring hans sjálfs ađ annast slíkt eftirlit.  

Vakni minnsti grunum um ađ slíkt og ţvílíkt svínarí viđgangist gagnvart starfsfólki í nokkru fyrirtćki ber stéttarfélögunum skylda til ađ stöđva alla vinnu á stađnum ţar til bćtt hefur veriđ úr og fyrirheit gefin um bót og betrun, ekki síst í framkomu viđ starfsfólkiđ.

 


mbl.is Fulltrúi Eflingar mátti ekki sitja fund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Verkalýđshreifingin ER handónýt, Axel. Auđvitađ eru til einstaka stéttarfélög, eins og á Akranesi og Húsavík, sem standa vörđ sinna félagsmanna. Ţeir sem ţeim félögum stjórna vita sitt verksviđ og vinna samkvćmt ţví sem ţeim ber.

En formenn ţessara félaga hafa bakađ sér mikla óvild, ekki ţó međal atvinnurekenda, enda flestir ţeirra löghlýđnir og vilja sínu fólki vel. Nei, óvildin kemur fyrst og fremst frá samtökum launafólks og hefur ASÍ stađiđ ţar í stafni.

Sennilega hafa heildaramtök launafólks eytt meiri tíma í ađ ráđast gegn ţessum tveim verkalýđsforingjum, en í baráttu viđ atvinnurekendur, baráttu viđ ađ standa vörđ launafólks.

Viđ skulum ekki gleyma ţví ađ ASÍ eru heildarsamtök launafólks, sem byggt er upp af stéttarfélugunum. Og ţó Gylfi sé handbendi auđaflanna, ţá kćmist hann ekki langt í ţeirri iđju nema fyrir stuđning formanna flestra stéttarfélaga landsins. Ţar međ hafa ţeir einnig gengiđ auđöflunum á hönd.

Ţađ er hárrétt hjá ţér, ţessir menn sem eiga ađ standa vörđ launafólks hreyfa sig ekki úr sćti fyrr en fjölmiđlar ráđast ađ ţeim. Og auđvitađ koma svo ýmsar yfirlýsingar frá ţeim ţegar nálgast kosningar um góđa stólinn.

Ţegar kjósa átti um stöđu forseta ASÍ, haustiđ 2012, varđ Gylfi hrćddur. Til ađ tryggja sig sagđi hann sig úr Samfylkingunni. Hvort sú uppsögn náđi inn fyrir dyr Samfylkingar veit ég ekki, en strax ađ lokinni ţeirri kosningu og hann hafđi tryggt sér stólinn, féll hann í sama áruđursfariđ sem hann var svo duglegur viđ.

Nú í haust var aftur kosiđ um stól forseta ASÍ. Ţađ var sem viđ manninn mćlt, nokkrum dögum fyrir kosninguna skrifađi Gylfi ţrungna grein um hversu illa vćri komiđ fyrir ţeim lćgstlaunuđu. Ţessi grein tryggđi honum stólinn enn um sinn, jafnvel ţó sú stađa sem lćgst launuđu stéttirnar eru í sé engum öđrum ađ kenna en einmitt Gylfa Arnbjörnssyni.

Ţví miđur er ég hrćddur um ađ stađa hreingerningafólks hjá einkafyrirtćkjum verđi ekki löguđ nú. Ég hef reyndar einungis séđ bregđa fyrir launaseđli frá ţessu fólki í fréttum, en ţar var ekki séđ annađ en eftir samningum vćri fariđ. Ţó sumir atvinnurekendur freistist til ađ hlunnara sína starfsmenn, ţá held ég ađ vandinn liggi ekki ţar í ţessu tilfelli. Vandinn er einfaldlega arfalélegir kjarasamningar, sem hafa snöggtum versnađ hin síđari ár, ţó sjaldan hafi jafn ömurlega veriđ gengiđ ađ ţeim lćgst lanuđu og í síđustu kjarasamningum. Ţökk sé ASÍ.

Gunnar Heiđarsson, 23.11.2014 kl. 16:44

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Axel Jóhann hér ţarf "stóryrđi" ################ og hana nú. Ţegar ég var hjá Véladeild Eimskips ţá var verkalíđsbaráttan í hásćti hjá okkur strákunum. Jakinn rölti um og rćddi viđ starfsmenn almennt.Í byggingarvinnu var ţađ sama, ţú varđst ađ vera í Dagsbrún til ađ fá vinnu. Hvađ getum viđ gert til ađ losa okkur viđ ţennan ósóma og endurreisa verkalíđsfélögin?.

Eyjólfur Jónsson, 23.11.2014 kl. 18:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Eyjólfur, Jakinn kom einmitt upp í hugann ţegar lesiđ var um ţessar druslur sem nú stjórna arftaka Dagsbrúnar.  Ţeir höfđu ekki einu sinni vit á ađ halda nafninu á félaginu, sem ţó hafđi og hefur yfir sér ákveđna og sterka ímynd.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2014 kl. 19:04

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já mér brá ţegar ég flutti til landsins aftur og sá hvađ orđiđ hefđi af okkar góđu Dagsbrún, jú fjármálabraskari notađi nafniđ á sínu braski. En ég hef ágćtis trú á ađ stokkađ verđi upp núna rétt bráđum!

Eyjólfur Jónsson, 23.11.2014 kl. 19:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband