24.10.2014 | 16:32
"Leiðréttingar" í kjarasamningum
Lengstum hafa stéttarfélög barist fyrir bættum kjörum félaga sinna, bæði varðandi laun og ýmis önnur kjaraefni, svo sem ellilífeyri, veikindarétt, orlof o.fl.
Eins lengi og elstu menn muna hefur í upphafi nánast hverra einustu kjarasamningatarnar þeirri kröfu verið hampað að nú skuli leggja ríkasta áherslu á að hækka lægstu launin og aðrir verði látnir bíða betri tíma.
Í hvert einasta skipti hefur verið samið um hækkun lægstu launa og svo hafa nánast allir aðrir samið um meiri hækkanir sér til handa og því meiri hækkanir sem launin hafa verið hærri áður.
Alltaf snúast kröfur einstakra félaga um að "leiðrétta" þann launamun sem myndaðist í síðustu samningum "viðmiðunarstéttanna", þar sem þær sömdu eins og venjulega um enn meira og betra en hinum tókst að semja um sér til handa.
Um þessar mundir eru aðildarfélög ASÍ að móta kjarakröfur sínar fyrir næstu samningalotu og að sjálfsögðu munu þær kröfur byggjast á því að "leiðrétta" kjörin vegna þeirra samninga sem aðrir gerðu í fyrra og jafnvel á árunum þar á undan.
Svo koma hinir og krefjast "leiðréttinga" á sínum kjörum og þannig mun þetta ganga áfram næstu áratugina eins og áður.
Deilt um viðmið launaþróunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé hárrétt hjá þér Axel Jóhann, þeir sem minst hafa launin semja fyrst um smánarbætur og hinir koma svo á eftir og krefjast helmingi meiri og fá það. :-(
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.10.2014 kl. 19:01
Sæll Axel..........Þegar Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði var upp á sitt besta á árunum 1935 - 1950, jafnvel lengur, má segja að Þróttur hafi haft forustu í launamálum verkafólks á landsvísu. Þróttur var oftast fyrst að semja við atvinnurekendur á Siglufirði og önnur verkalýðsfélög biðu með að semja þar til Þróttur hafði gengið frá sínum samningum og settu síðan þau launakjör á kröfulista sinna manna. En svo fór að bera á því að eftir að Þróttur og síðar verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði höfðu samið þá fóru ýmsar stéttir að náð betri samningum og þegar Alþýðusambandið tók yfir samninga fyrir "sitt fólk" og Vaka féll inni í þá klisju þá viðrtist forusta Alþýðusambandsins hafa talið að það væri skylda þeirra að fara fyrstir út á samningsvöllinn og sögðu sig vera að semja fyrir hina lægst launuðu. En fáir þessara forustusauða alt frá Vöku til alþýðusambandsstjórna áttuðsig á og hafa ekki enn gert (Vaka er að vísu dauð) að alltaf ár eftir ár hefur komið í ljós að samningarnir sem áttu að lyfta upp og gleðja láglaunastéttirnar var bara plat. Hinir hærra launuðu fenga ávalt meira í sinn hlut en alþýðusambandið hélt að þeir hefðu ákveðið með hinni svokölluðu samstöðu, eða hvað þessir og hinir samningar voru kallaðir.
Ég nefni þetta vegna þess að ég tók þátt í því ár eftir ár sem félagi og nefndarmaður bæði í Þrótti og Vöku sálugu að stinga upp á því að félögin dokuðu við og lofuðu hinum að taka við hinni meintu forustu, og semja þegar flestir hefðu lokið við samninga, meðal annars að biðja stjórn Vöku að koma því á framfæri við ASÍ að betra væri að doka við og lofa hinum hærra launuðu að byrja, en ávalt voru slíkar tillögur felldar. Það er staðreynd að þessar hálaunuðu stéttir hafa haft vit á því að bíða þangað til hinir lægra launaðir hafa samið. Það ætti að byrja á því að lækka laun forustumanna ASÍ og binda laun þeirra til dæmis við einhvern texta aðildarfélaga og vita hvort þeir stæðu sig þá ekki betur en þeir hafa gert til þessa. Þeir gætu tekið Óskar Garibaldar heitinn sér til fyrirmyndar, en hann tók sér laun sem formaður Vöku, laun samkvæmt lægsta texta fálagsins og reiknaði sér enga aukavinnu, þrátt fyrir að vera til taks vegna félaga sinna daga sem nætur.
Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 20:25
Þeir sem tilheyra félögum hærra launuðu stéttanna hafa aldrei getað unað þeim lægra launuðu að fá meiri hækkanir í prósentum talið en þeirra félög, þ.e. launabilið hefur aldrei mátt minnka um eitt einasta prósent. Þess vegna eru ASÍfélögin alltaf látin semja fyrst, til þess að engin hætta verði á því að bilið milli starfsstéttanna minnki. Helst vilja t.d. iðnaðarmannafélögin og fleiri félög viljað auka bilið og þess vegna er alltaf beðið eftir að hinir lægra launuðu semji fyrst.
Það er eins og launabilið milli starfsstéttanna sé algert sáluhjálparatriði, enda heyrist varla talað um annað í kjarasamningum nú orðið en að þetta félagið og hitt þurfi að fá "leiðréttingu" á einhverju misræmi sem myndast hafi í síðustu samningum.
Á meðan enginn getur unað öðrum að fá eitthvað meira en hann sjálfur í samningum mun þessi skrípaleikur um að hækka þurfi lægstu launin, umfram aðra, halda áfram.
Axel Jóhann Axelsson, 24.10.2014 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.