23.10.2014 | 19:50
Var byssugjöfin keypt?
Dularfulla hríðskotabyssumál ríkislögreglunnar verður sífellt einkennilegra í eyrum og augum almennings í landinu, ekki síst eftir fréttatíma sjónvarpsstöðvanna í kvöld.
Stöð2 sagði frá því í sínum fréttatíma að á árinu 2011 hefði Innanríkisráðuneytið falast eftir byssunum að gjöf frá Norðmönnum og endanlega hafi verið gengið frá þeim málum í maí 2013 þó samningur hafi ekki verið formlega undirritaður fyrr en í desember það ár og byssurnar svo afhentar í framhaldinu. Skilyrði fyrir gjöfinni hefði þó verið að Landhelgisgæslan yrði móttakandi gjafarinnar og greiddi flutningskostnaðinn til Íslands. Landhelgisgæslan hafi síðan afhent Ríkislögrelunni hluta gjafarinnar, enda hafi norski herinn talið eðlilegra að gefa vopnin til gæslunnar en lögreglunnar.
Í fréttatíma RÚV var hins vegar sagt að byssurnar hefðu verið keyptar fyrir tólf milljónir króna og birt viðtal við fulltrúa norska hersins því til staðfestingar. Ekkert kom fram í þeim fréttatíma hvort Landhelgisgæslan hefði komið beint eða óbeint að þessum vopnakaupum.
Burtséð frá því hvaða álit fólk hefur á því hvort lögreglan í landinu eigi að hafa aðgang að svona vopnabúri eða ekki er alveg óþolandi leynimakk í kring um þetta mál af hálfu lögreglunnar, gæslunnar og ráðuneytisins.
Það hlýtur að vera einfalt mál af hálfu ráðuneytisins að upplýsa í eitt skipti fyrir öll hvernig í þessu máli liggur og hvort Norðmenn hafi selt Íslendingum þessar byssur eða gefið þær.
Gæslan keypti hríðskotabyssur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í meira lagi klúðurslegt allt saman, svo ekki sé meira sagt.
Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 20:32
Klúðurslegt? Þú meinar glæpsamlegt !
Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2014 kl. 21:28
Guðmundur, endilega upplýstu um hvaða glæpur var framinn
Axel Jóhann Axelsson, 23.10.2014 kl. 22:34
Axel. Ekkert er ókeypis í þessu viðskiptalífi heimsveldismafíustýrða trúarbragðastríðandi og sundrandi jarðlífi ó-siðmenntunarstjórnunar bankanna/lífeyrissjóðanna. Bretaheimsveldið er komið á bjargbrún tortímingar.
Að einhver skuli raunverulega vera svo barnalegur að trúa því og fullyrða, að skotvopn séu ókeypis? Og það í nettengdu og svokölluðu þróuðu,upplýstu og siðmenntuðu ríki? Það er vissulega áhyggjuefni og rannsóknarefni á siðrofi vesturlanda-siðmenntunarstjórnsýslu! Siðlaus tækniþróun er dauðadómur allra gesta á hótel jörð. Háskólar heimsins bera ábyrgð á vottuðum siðleysis-heilaþvottatorlímingum, og handvöldum svikara-prófessorum og svikara-dósentum mafíunnar undirheimastýrandi og svikulu.
Þegar fólk fer að horfa út fyrir þrönga ramma flokkseigendamafíustjóra, þá er von til að eitthvað þokist í átt að siðmenntuðum og mannlegum samfélögum. Fólk er ekki flokkar!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2014 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.