14.10.2014 | 16:31
Er Wikileaks orðin málpípa morðingja?
Wikileaks hafa sent frá sér einhverskonar yfirlýsingu um að samtökin fordæmi lokun vefsíðunnar Kfilafah.is, sem er eða var áróðurssíða hryðjuverkasamtakanna sem vilja láta kalla sig Ríki Íslams en eru ekkert annað en samsafn morðóðs glæpalýðs.
Að minnsta kosti einn þingmaður Pírata hefur sent frá sér álíka yfirlýsingu og eins og Wikileaks virðist hann álíta lokun síðunnar brot á mál- og tjáningarfrelsi þeirra ógeðslegu villimanna sem flykkst hafa til þátttöku í hryllingsverkum þessara morðvarga sem framin eru og réttlætt með ótrúlegu trúarofstæki.
Stuðningur við "mál- og tjáningarfrelsi" þessara skrímsla í mannsmynd hlýtur þá að ná til þess að "venjulegir" morðingjar og aðrir ribbaldar fái frið til þess að halda úti vefsíðum til að útskýra málstað sinn og sýna myndbönd af manndrápum sínum og öðrum illverkum svo almenningur geti tekið upplýsta afstöðu til þeirra.
Mál- og tjáningarfrelsið er dýrmætara en svo að réttlætanlegt sé að misbjóða þeim sem þess njóta á eins lágkúrulegan hátt og talsmenn Wikileaks og Pírata leyfa sér að gera.
Wikileaks fordæmir lokun vefsíðu Ríkis íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Wikileaks hefur alltaf verið mikið fyrir að dreifa upplýsingum. Og eru greinilega enn.
Vilt þú ekki annars frekar vita nákvæmlega hvar þessir blessuðu morðingjar eru og hvað þeir hafa fyrir stafni og hvað þeir ætla sér, en að það komi þér skyndilega að óvörum?
Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2014 kl. 17:06
Ég hef engan sérstakan áhuga á að vera nákvæmlega upplýstur um það fyrirfram hvað þessi glæpasamtök ætla sér, hvar, hverja og hvernig myrða skal næst.
Trúflokkum, eins og öðrum, á að vera frjálst að útbreiða boðskap sinn í ræðu og riti á netinu eins og annarsstaðar. Hér er hins vegar ekki um nein venjuleg félagssamtök að ræða, hvað þá sakleysislegan trúarhóp, og hvorki þessum glæpamönnum eða öðrum á að leyfast að átölulaust að birta kvikmyndir af hryllingsverkum sínum á samskiptamiðlunum. Reyndar hvergi, enda bannað í öllum siðmenntuðum löndum að ógna fólki og hafa í hótunum um að pynta það og myrða.
Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2014 kl. 18:17
Það er ósköp þægilegt og friðar heimskan lýðinn þegar stjórnvöld setja stimpil á þá sem þeim eru ekki þóknanlegir og þagga niður í þeim. Ég hef séð video af bandarískum hermönnum skjóta særða fanga í hausinn, salla niður fjölskyldu úr þyrlu og beita fanga pyntingum. Þá var einnig talað um að loka vefsíðum. Ekki hjá bandarískum stjórnvöldum heldur hjá þeim sem upplýstu, þeir voru stimplaðir glæpamenn. Íslensk stjórnvöld voru svo barnalega saklaus að þau trúðu Kínverjum og fangelsuðu "hryðjuverkasamtökin" Falun Gong þegar þeir komu hingað til að mótmæla mannréttindabrotum. Við ættum að fara varlega í að taka undir stimpilgleði stjórnvalda og ákafa í að þagga niður í hópum fólks.
Hábeinn (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 20:46
Einhver myndi láta heyra í sér ef vestrænt ríki hagaði sér ens og þeir.
Hörður Einarsson, 14.10.2014 kl. 21:02
Netsíða islamistanna er hluti vopnabúrs þeirra og tilraunum til að lokka til sín nýja meðlimi. Því á að loka á þetta hið snarasta, ekki bara hér heldur alls staðar um hinn vestræna heim. Það er mín skoðun.
Guðmundur Pálsson, 14.10.2014 kl. 21:38
En ef íslendingar framleiddu pappír
þyrfti þá að leita uppi þær síður sem innihalda ósóma?
Ekki það að nóg er af íslenskum vefsíðum sem innihalda hatursáróður
sem oftast beinist að venjulegu hvítu, miðaldra kristnu fólki
og það er talið í stakast lagi - því það er ekki "minni hluta" hópur
Grímur (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 21:56
Þú skiptir um skoðun að þú viljir ekki vita hvar þeir eru og hvern þeir ætli að myrða, þegar það óumflýjanlega gerist ef heimurinn fer ekki að vakna og grípa til róttækra aðgerða...og það er að næsti maður sé þú, börn þín og barnabörn, ég og mínir og aðrir lesendur hér og þeirra kærustu og nánustu. Bíðið bara. Ef við hjálpum ekki Kúrdum núna, Yezídum og kristna minnihlutanum þarna og ef við förum ekki að hjálpa gyðingum í Evrópu sem búa við stanslausar ofsóknir svona fólks...þá kemur að okkur næst og menning okkar verður jöfnuð við jörðu. Vöknum og berjumst saman gegn öfgamönnum sem virða ekki tilveru okkar og grunngildi menningar okkar um fjölbreytileika og einstaklingsfrelsi. Haldið þið virkilega að við getum treyst yfirvöldum til að standa þessa vakt? Nei, ekkert mun breytast ef almenningur tekur ekki við sér og ef við almenningur hér á Vesturlöndum förum ekki að vakna styttist í að síðasta Yezídinn dragi andann, menning Kúrda verði jöfnuð við jörðu og síðasti trúbróðir kristinna í Miðausturlöndum sjái sólina áður en menning kristna minnihlutans í Miðausturlöndum, menning hinna eiginlegu afkomendum fornþjóða þessa svæðis, frumbyggjum þessara landa sem voru þarna á undan múslimunum, verði gerði rústir einar. Þá höfum við gerst sek í annað sinn og það sem kom fyrir Indjánana út af afskiptaleysi okkar. Viljum við eiga þau örlög skilið eða gera eitthvað til að hjálpa bræðrum okkar og systrum? Hvað gerðir þú síðast fyrir Kúrda og Yezída? Lítum í eigin barm.
Kiddi (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 23:03
Myndskeið af "villutrúarkonu" sem er að upplifa það að ISIS er að fremja þjóðarmorð á öllu hennar fólki og uppræta menningu þeirra. Horfðu aðeins lengur og notaðu aðeins hugann og þú munt sjá það sem liggur í augum uppi. Ef þú bregst henni og hjálpar henni ekki, þá verður móðir þín, dóttir, systir og eiginkona á morgunn í sömu stöðu. IS glæpasamtök öfgamúslima hafa hafið kynlífsþrælasölu á öllum Yezedí stúlkum og konum, en myrða þær sem þeim tekst ekki að koma í verð köldu blóði. Þetta réttlæta þeir með versum úr Kóraninum. Þá segir heilaþvegni heigullinn "Já, en það er röng túlkun á Islam". Jú, jú, vonum það alla vega, en ef þú hjálpar ekki þessari konu, þá ertu engu betri en þeir sem leyfðu nazistunum að myrða gyðinga og síguna. Eitthvað hjáróma væl um "Þetta "Sieg Heil!" þeirra er rangtúlkun á norrænni menningu og norrænum gildum"...Svoleiðis væl kostar ekkert og er væl heigla. Það hjálpar ekki deyjandi manni. Aðeins verkin tala. Ætlar þú að hjálpa þessari konu? Ef þú gerir það ekki, þá er konan þín næst. Karmalögmálið kemur þá yfir þjóðir heims.
http://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY
Wach auf! (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 00:31
http://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY
http://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 00:31
Alveg er það merkilegt að nánast alltaf þegar fjallað er um þennan morðóða glæpalýð skuli dúkka upp einhverjir furðufuglar og verja viðbjóðinn, oftast með því að tína til einhver önnur glæpaverk sem eiga þá væntanlega að réttlæta þessi. Það er svo sem skiljanlegt að þeir þora venjulega ekki að koma fram undir nafni, heldur fela sig bak við grímur, eins og glæpagengin sem þeir eru að verja, samanber Hábein hér að ofan.
Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2014 kl. 18:31
Mér sýnist gagnrýnin hér að ofan einvörðungu hafa snúið að aðgerðarleysi þjóða Vesturlanda og vantrausti á að ríkisstjórnir þeirra vilji í raun hjálpa fórnarlömbum ISIS og því sé kannski réttlætanlegt að hugrakkari menn geti fylgst með þeim og ráðið niðurlögum þeirra með að taka lögin í eigin hendur. Það er ekki hægt að horfa endalaust upp á þjóðarmorð ISIS á Jesídum og öðrum Kúrdum og trúa á gæsku Vesturlanda. Við almenningur verðum að láta heyra í okkur og mótmæla og heimta að Vesturlönd geri út af við ISIS, með öllum tiltækum ráðum STRAX! Annars deyja hundruðir þúsunda í viðbót og heilu menningarheimarnir þurrkast út.
Jónas (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 21:16
Ef einhver hugrökk og göfug samtök tækju sig til og fylgdust með þessum mönnum og gerðu út af við þá, einhverjir betri menn en Obama og Merkel, þá eiga þeir bara heiður skilið. Að Obama og Merkel sem ekkert aðhafast sitji ein með þessar upplýsingar, kannski ekki gott. Anonymous tölvuþrjótasamtökin svokölluðu hafa nú hafið stríð gegn ISIS. Vonandi þeir séu hugrakkari en rakkinn í Vestri og feita þýska kellingin vinur hans.
Jónas (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 21:18
Þetta fórnarlamb ISIS grátbað Vesturlönd um aðstoð. Hjálparákallið byrjaði að berast strax 2009 þegar ofbeldið byrjaði að stigmagnast gegn Jesídum, framið af skyldum hópum og ISIS. http://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY Vesturlönd sögðu bara "FUCK YOU", alveg eins og þau sögðu við gyðingana í helförinni þangað til Japan gerði okkur öllum greiða og vakti okkur upp af svefninum. Annars væri ekkert eftir af okkur, heldur hefði fasisminn gert út af við menninga Evrópu. Ef við murrkum ekki lífið úr ISIL samtökunum, þá styttist í að vestræn menning hverfi. Dánarvottorðið mun hljóða svona: Dó úr heigulshátti og skort á heiðri og drengskap sem olli því hann vildi ekki verja aðra gegn viðbjóði. Það kom svo að því að heigulshátturinn bitnaði á honum sjálfum. Ef þið viljið ekki leyfa vigilante samtökum að fylgjast með ISIS heldur leyfa ríkisstjórnum það einum, gerið heiminum þá greiða svo menning ykkar eigi minnstu lífsvon og sparkið í rassinn á þeim, hótið þeim og skipið þeim að gera út af við ISIS, strax. Það á að vera forgangsmál mannkyns númer 1 núna.
Jónas (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 21:21
Ég hafði ekki lesið innlegg Hábeins og hélt að það væri eitthvað háðyrði "Hábeinn". Ég er sammála þér að annað hvort er maðurinn afburða illa innrættur eða eitthvað veikur á geði að verja á nokkurn hátt samtökin ISIS, sem hafa á stefnuskrá sinn heimsyfirráð öfgatrúarstefnu, þrælasölu og kynlífsþrælkun á öllu kvenfólki sem ekki samþykkir þeirra skoðanir, og þjóðarmorð á friðsömum, ævafornum "villtrúarhópum" eins og Jesídum. Meira að segja nazistar voru hálfgerðir ketlingar í samanburði við þessa menn, og eru þó einn örfárra hópa sem hefur gengið hér á jörðinni sem nær því að vera sambærilegur. En hópnauðganir og kynlífsþrælasala var þó ekki á dagskránni hjá þeim eða beinlínis fyrirskipað af yfirvöldum. Ef þú villt þinni eigin móður, systur eða konu vel, gjörðu svo vel að vera ekki einskisvert skítseyði og sparkaðu í ríkisstjórnir heims að beita sér af fullri hörku gegn ISIL, þar til minning þess viðbjóðs er afmáð.
Jónas (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 23:03
Alveg er það merkilegt að nánast alltaf þegar sumu fólki er bent á að það hafi klúðrað málflutningi sínum með tvískinnungi, ofstopa og rökleysum þá telur það sig geta bjargað málunum með því að fara í manninn en ekki boltann.
Hábeinn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 23:49
Hábeinn, það hlýtur nú að teljast vægt til orða tekið og varla hægt að segja að verið sé að fara í manninn þó sagt sé að sá sé hálfgerður furðufugl sem ver glæpalýð og morðvarga. Ekki síst þegar viðkomandi gerir það úr launsátri og þorir ekki að leggja nafn sitt við viðbjóðinn.
Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2014 kl. 00:51
Þannig að það að hvetja þig til að víkka sjóndeildarhringinn, hugsa sjálfstætt og í rökréttu samhengi gerir mig að hálfgerðum furðufugli sem ver glæpalýð og morðvarga. Ég get tekið undir þetta með furðufuglinn, þekkjandi þig, en ég hef hvergi varið glæpalýð og morðvarga og það er óþarfi að gera mér upp andstyggilegar skoðanir þó þú sért rökþrota.
Hábeinn (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 01:17
Nú þarf bara að hugsa hvaða Íslendingar hafa sagst styðja viðbjóð og ógeð eins og ISIL, Al QUAEDA eða HAMAS. Eða hver ver viðbjóðina í Sýrlandi og myrkraverk þeirra gegn saklausum konum og börnum og telur það þjóna einhverjum hærri málstað. Hábeinn hlýtur að vera einn af þessum lýðræðisfjandsamlegu mönnum. Í réttlátum heimi hefðu svona menn allir fæðst sem þrælar í einhverju langtíburstan-líkistan landinu. Hvatirnar á bak við þetta eru giska ég að þeir óska sér þess undirniðri og sama gildir um leiðtoga þeirra sem þorðu ekki heldur út úr skápnum, en bælingin fer stundum illa með menn og þá geta þeir hvorki virt né umgengist konur eðlilega né bara sleppt því að drepa fólk þegar veikin verður verst. Nýnazistar, islamistar, öfgatrúarmenn, þetta eru meira og minna skápahommar með alvarlegar geðveilur.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 04:09
Ef íslenskukunnáttan væri verri myndi maður helst halda þessi væri ekki innfæddur, heldur einhver sem hafa ekki dugað nokkrir áratugir til að geta komið setningu slysalaust út úr sér og er líklega eins heimskur og hann er illa innrættur.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 04:10
Lítum okkur aðeins nær og hugsum okkur um. Hvað eigum við sameiginlegt með Jesídum? Jú, við erum lítil og fá, varnarlaus og vopnlaus, herlaus og lifum undir vernd afla sem sína sífellt meiri lindkind gagnvart morðingjum og viðbjóðum og hafa ekki enn gripið til þess mikla réttlætisverks að útrýma og afmá hryðjuverkasamtök herskárra múslima. Samtökin á bak við þetta myndskeið viðurkenna að styðja ýmis hryðjuverkasamtök: http://www.visir.is/island-fyrirheitna-land-muslima/article/2014141019315 Það er villandi og afvegaleiðandi að segja að öfgamúslimar séu á móti tónlist. Það eru þeir alls ekki, heldur eingöngu ákveðnum hljóðfærum, þar með talið röddum kvenna og ákveðnum gerðum tónlistar. Þetta er hreinræktuð ofsatrúarmúsík, af því tagi sem hinn venjulegi stuðningsmaður hryðjuverkasamtaka getur hlustað á. Það eru til meiri harðlínu múslimar, jú, en þeir eru minnihlutinn og oft friðsamari en aðrir harðlínumenn. Þetta er þess konar tónlist, laus við öll "haram" hljóðfæri og tegund tónlistar, sem venjulegur ofsatrúarmaður hlustar á, en flestir sem hlusta á svona eru bara venjulegt fólk samt. En búa bara góða hvatir á bak við þetta myndband, ef þeir sem gerðu það styðja samtök sem Vesturveldin hafa lýst yfir séu hryðjuverkasamtök?
Defense (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 16:44
Hvað segja læknarnir um fólkið sem gleypir hættulegt magn af "náttúrulyfjum" og uppsker nýrnaskaða og svoleiðis? Jú, "aldrei að treysta söluaðilanum", afþví að hann er allra manna ólíklegastur til að gefa þér réttar upplýsingar um vöruna.
Jón (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 18:28
"Það er ósköp þægilegt og friðar heimskan lýðinn þegar stjórnvöld setja stimpil á þá sem þeim eru ekki þóknanlegir og þagga niður í þeim."
"Við ættum að fara varlega í að taka undir stimpilgleði stjórnvalda og ákafa í að þagga niður í hópum fólks."
Hábeinn, hvernig á að skilja þessar setningar úr athugasemd nr. 3, ef ekki sem stuðning við að leyfa morðvörgunum að halda íslenska léninu sínu og sýna þar myndbönd af morðæði sínu?
Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2014 kl. 18:32
Hvað með þessa Jesída konu? Á að þagga niður í henni? Er heimurinn að hlusta á orð hennar? Hlusta stjórnvöld á hana? Hvað segir Hábeinn? Eina leiðin til að þagga EKKI niður í henni og hennar er að ekki bara þagga niður í ISIL, heldur AFMÁ og GJÖREYÐA ISIL samtökunum og fordæma þá eindregið sem glæpamenn gegn mannkyninu ásamt Al Quaeda, Hamas og öllum öðrum sem telja sína skoðun gefa sér rétt til að ráðast að minnihlutahópum eins og hennar og heimta "verndartoll" að mafíunnar sið af kristnu fólki. Við getum ekki liðið slíkt fólk hérna á jörðinni fremur en nazista og þeir eiga heima æfilangt bak við lás og slá, ef þeir nást lifandi það er að segja. Annars munu þeir eyða siðmenningunni og gera jörðina að helvíti. Hvernig væri heimurinn undir stjórn fasismans? Fallegri en undir stjórn ISIL. Berjumst! Hið illa má ekki sigra. https://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY
Kiddi (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 17:59
Hvað með þessa? Ef Hábeinn vill ekki þaggað verði niður í þessum fulltrúa eins friðsamasta hóps jarðarbúa, sem öldum saman hefur lifað herlaus án þess að beita nágranna sína nokkru sinni ofbeldi, þá verður hann að styðja þá sem berjast gegn ISIL. Sá sem ver ekki lítið saklaust barn gegn barnanýðingi er meðsekur. Sá sem ver ekki hina friðsömu Jesída gegn ISIL viðbjóðnum, og ver líka kristna fólkið sem þeir eru að myðra, er meðsekur þjóðarmorðingi. https://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY
Kiddi (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.