Sykraður Landspítali?

Fólk er misjafnlega áhugasamt um háa skattlagningu og oftast snýst áhuginn um að sleppa sjálfur sem best frá allri skattlagningu en þykja jafn sjálfsagt að "hinir" borgi sem allra mest, bæði í beina og óbeina skatta.

Fyrirhuguð niðurfelling hins fáránlega sykurskatts gefur einum þingmanni Framsóknarflokksins tilefni til að viðra þær hugmyndir að vænlegra væri að láta nammigrísi þjóðarinnar halda áfram að borga slíkan skatt, enda sé sykur óhollur og á tuttugu árum gæti skatturinn greitt byggingarkostnað nýs landspítala.  Með sömu rökum má segja að með því að tvöfalda skattinn væri hægt að borga nýjan spítala upp í topp á tíu árum.

Til að fjármagna tækjakaup fyrir nýja sjúkrahúsið ætti með sömu rökum að skattleggja saltnotkun landans sérstaklega með háu vörugjaldi og þá ekki síður feitt kjöt, hveiti og alla aðra óhollustu sem hægt er að tengja þeim lífsstílssjúkdómum sem nú til dags eru raktir til mataræðis fólks og þar með aukningu innlagna á sjúkrahúsin og aukins álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni.

Áhugafólk um skattpíningu mun  alltaf geta fundið réttlætingu á skattahækkunum, sérstaklega á alla "hina". 


mbl.is Gæti borgað nýjan Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thessi framsetning thingmannsins er algerlega fráleit. Ad medtöldum rökum síduhafa, hér ad ofan, maetti med svipudum rökum spyrja thingmanninn ad eftirfarandi.:

Hvad er haegt ad borga nýjan Landspítala hratt upp í topp med thví fjármagni sem nú er varid til nidurgreidslna í landbúnadarkerfinu?

Hvad vaeri haegt ad borga nýjan Landspítala hratt upp í topp, med álagningu virdisaukaskatts á ferdathjónustu? (Hvers vegna á ferdathjónustan ekki ad greida vsk eins og adrar atvinnugreinar?)

Og hvad maetti ..... med allskonar sköttum á allskonar og ekki neitt, gera thetta eda hitt.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.9.2014 kl. 18:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó viðurkennt sé að sykurskatturinn hafi ekki haft nein merkjanleg áhrif á sykurneyslu, þrátt fyrir að rökstuðningurinn fyrir honum hafi verið "manneldissjónarmið", tókst að finna mann til að koma fram í sjónvarpsfréttunum til að mótmæla afnámi hans.

Ef sykurskattur ætti að þjóna "manneldismarkmiðum" þyrfti hann að vera margfalt hærri en hann er núna.. Með því að tífalda hann yrði líklega hægt að fjármagna sjúkrahúsbygginguna á tveimur árum, nema auðvitað að það markmið næðist að allir hættu að borða sykur, hvernig sem þeir færu að því enda sykur í nánast öllu sem borðað er núorðið.

Axel Jóhann Axelsson, 14.9.2014 kl. 19:39

3 identicon

Hægri öfgamenn munu alltaf finna hjá sér þörf fyrir ,,rökum" ( sem er í reynd rökleysa ) gegn sköttum, nema að þeir renni í þeirra vasa !

Axel, hvaða sjúdómur hrjáir þig í daglegu lífi ?

JR (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 21:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

JR, hvaða skattar renna í vasa hægri öfgamanna?

Axel Jóhann Axelsson, 14.9.2014 kl. 21:27

5 identicon

Þessi aumingja maður sem dreginn var fram í sjónvarpsfréttirnar í kvöld til þess að sannfæra áhorfendur um að skattur á sykur drægi úr neislu slíkra var, var mjög umkomulaus. Benti á engin dæmi og sjálfur hef ég tekið eftir því að þessir sykursjúku borga hvað sem er fyrir sælgætið.  Fræðsla er það eina sem dugar, ekki skattar.

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 22:24

6 Smámynd: Elle_

Alveg sammála pistlinum og öllum að ofan nema ruglinu í no. 3.  Þú ert þolinmóður, Axel, að leyfa persónuníði hans að standa.

Elle_, 14.9.2014 kl. 23:04

7 Smámynd: Elle_

Nema Örn, sykursýki þýðir ekki sýki í sykur, það þýðir að fólk þoli ekki eða illa sykur.  Þeir færu ekkert að gera það sem þú segir þarna.

Elle_, 14.9.2014 kl. 23:07

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gott innlegg í málið á myndrænan hátt:  http://www.gys.is/gys/mynd.aspx?id=507

Axel Jóhann Axelsson, 16.9.2014 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband