2.8.2014 | 19:46
Er stéttarfélögum stjórnað af eintómum liðleskjum?
Fulltrúar stéttarfélagsins Einingar játa að þeim berist fjöldi erinda í hverjum mánuði vegna þess að eigendur veitingahúsa stela í stórum stíl af launum starfsmanna sinna. Áður hafa fulltrúar VR játað opinberlega að vita um og fá stöðugar kvartanir vegna slíkra þjófnaða. Hvorugt félagið, né nokkur önnur, gera nokkurn skapaðan hlut til að berjast gegn þessum ræningjabælum og útrýma þessum ósóma.
Að greiða launþegum skipulega lægri laun en kjarasamningar segja til um, er skýrt samningsbrot og því skylda lanþegafélaganna að skerast í leikinn og berjast af krafti fyrir hönd skjólstæðinga sinna, enda er þeim það gjörsamlega ómögulegt hverjum fyrir sig enda reknir umsvifalaust óski þeir leiðréttingar sinna mála.
Stéttarfélögin eiga að sjálfsögðu að boða verkföll á hverjum þeim vinnustað sem upplýsist að rekinn sé af slíkum vesalingum að þeir hafi samvisku til að stela af launum þeirra starfsmanna sinna sem á lægstu laununum vinna, væntanlega til þess að geta veitt sjálfum sér meira í þeirri von og vissu að stéttarfélögunum sé stjórnað af slíkum liðleskjum að aldrei verði gripið til raunhæfra aðgerða til þess að fletta ofan af þjófunum.
Krafðist réttra launa og var rekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm félagi Axel ! Er alveg sammála þér. Er núna með í höndunum fyrir son minn (20) í sumarvinnu frá skóla, mál þar sem þvílíkt er svínað á honum, þrátt fyrir að ég hafi undir höndum viðurkenningu atv.rekanda staðfestingu á því hver kjörin eiga að vera. Alveg með ólíkindum. Búinn að lofa þeim að verkalýðsfélagið taki næstu skref, sem, að mér skilst, sé að fela lögfræðingi svona borðleggjandi mál.
Ef menn sjá ekki að sér, mun ég gera þetta, og sjá svo hve öflugt verkal.félagið er !
Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 20:10
Ég var einu sinni í sambandi við Einingu vegna ungrar dömu í vinnu hjá skyndibitakeðju. Viðbrögðin voru þau að þetta viðgengist hjá öllum keðjunum og reyndar miklu víðar og ekkert sem félagið gæti gert í málunum.
Mér þóttu þetta vera eins aum og léleg viðbrögð og möguleg væru, en kvörtunin til félagsins skilaði nákvæmlega engu.
Í skjóli aumingjaskapar félaganna starfa þessir kauðar. Ég sé ekki mikinn mun á því að laununum sé stolið af krökkunum innandyra á vinnustaðnum eða að einhver hrifsi þau af þeim þegar þau eru komin út á gangstéttina á útborgunardegi.
Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2014 kl. 20:21
Ekki aðeins stéttarfélögunum, landinu er stjórnað af liðleskjum, samviskulausum aulum, ef það skyldi hafa farið framhjá þér.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 20:21
Við hverju er að búast þegar forysta verkalýðsfélagana er handbendi Atvinnurekanda með Gylfa Arnbjörnsson fremstann í flokki.
Filippus Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 20:40
Stéttarfélögunum ber að taka á þessum málum, til þess eru þau. En það er of erfitt fyrir ofurlaunaliðið í verkalýðsforystunni að fara að vesenast í því að vinna fyrir laununum sínum. Þeir sem stjórna þessum Lebowski bar eru greinilega þjófar upp til hópa og þeir "ætla ekki að fara að breyta því fyrir eina manneskju".
corvus corax, 2.8.2014 kl. 21:51
Stéttarfélögin hafa ekki lengur vald til að "boða verkföll á hverjum þeim vinnustað sem upplýsist að rekinn sé af slíkum vesalingum að þeir hafi samvisku til að stela af launum þeirra starfsmanna sinna". Það eru sterk samtök sem standa gegn því að verkalýðsfélög hafi einhver völd. Og sterk samtök sem standa fyrir ófrægingarherferðum gegn verkalýðsfélögum. Aðstoð frá almenningi hefur verið mikil og vel þegin. Þér, Filippusi og fleirum er þakkað kærlega. Með ykkar hjálp verður haldið áfram að draga tennurnar úr verkalýðsfélögunum.
Espolin (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 22:07
aumingja Haukur Kristins allir vondir við hann?
sæmundur (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 22:46
Varðandi svar, við fyrirsögn þessa pistils, er svarið einfalt.: JÁ
Forseti allra verkalýðsfélaga á landinu ( ASÍ) er besta dæmið, um þetta svar. "Beggjavegnaborðsliðleskjur" hafa grandað allri verkalýðsbaráttu á Íslandi, sökum þeirra "þæginda" sem því fylgir að vera í "forystu" fyrir sauðsvartan almúgann. Snautlegt á að horfa, en einnig þörf vísbending til aðildarfélaga verkalýðsfélaga að taka þátt í sinni kjarabaráttu, en ekki treysta druslum, til að sjá um sín mál.
Mæta á fundi, greiða atkvæði og láta skoðun sína í ljós.
Er þetta eittthvað voðalega flókið?
Að gera ekkert og grenja síðan eins og rolur, virkar ekki, ef fólk vill að þeir sem eiga að sjá um hagsmuni sína standi sig ekki í stykkinu.
Halldór Egill Guðnason, 3.8.2014 kl. 00:34
án þess að þekkja málið þá 'held' ég að Espolin hafi rétt fyrir sér.
Rafn Guðmundsson, 3.8.2014 kl. 03:02
Til hvers að hafa stéttarfélög, ef þau gera lítið annað en að semja um lágmarkslaun en gera svo ekkert í því að sjá til þess að umbjóðendur sínir fái þau greidd?
Allir kjarasamningar eru lágmarkssamningar og algerlega er ólöglegt að greiða lægri laun en þar er kveðið á um. Ef félögin hafa enga burði til að vernda þennan rétt umbjóðenda sinna er illa komið fyrir launþegum landsins. Guðmundur Jaki og hans menn hefðu ekki látið þessi lögbrot líðast á sinni tíð.
Axel Jóhann Axelsson, 3.8.2014 kl. 08:47
Reykjavíkurborg greiðir ekki samkvæmt kjarasamningum fyrir nætur og helgarvaktir
svo afhverju ættu smáfyrirtæki að gera það
Grímur (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 09:07
Eins og starfsmaður verkalýðsfélagsins segir þá vantar viðurlögin við síendurteknum brotum. En það er algjört atriði að starfssamningur sé milli starfsmannsins og fyrirtækisins og reyndar held ég að það sé skylda samkvæmt EES samningi. Í þessum samningi eiga að koma fram tímalaun, yfirvinnu og helgarálag og vinnutími. Tilvitnanir í landslög og reglugerðir varðandi lágmarkslaun og kjarasamninga eru yfirleitt í þessum samningum( stöðluð eyðublöð). Starfsmaðurinn ætti að láta verkalýðsfélagið líta á þennan samning áður en hann hefur störf.Ef starfsmaðurinn er ekki félagsbundinn í verkalýðsfélagi á hann að geta leitað aðstoðar hjá ríkisstofnun( Hér úti í Noregi er það NAV). Hann á að geta fengið fría lögfræðiaðstoð ef brotið er á honum. Það þýðir lítið að agnúast út í verkalýðsfélögin. Það verður að skerpa á lögum og reglum því félögin verða að vinna eftir þeim.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.8.2014 kl. 09:33
axel
það er ekki hægt að bera saman tíma Guðmund Jaka og það sem situr eftir af verkalýðshreyfingunni í dag, þetta er einhver smáklíka sem stútfyllir vasa sína úr verkamannasjóðunum og situr þarna svo árum skiptir. Margir hefðu þurft að taka pokann sinn annars staðar í Evrópu ef lífeyrissjóðir hefðu tapað hundruðir milljarða, ekki milljónir, heldur milljarða en hér breytist ekki neitt, segir það ekki allt sem segja þarf.
jón (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 09:43
Vinnuveitendur, innan sinna samtaka, samþykkja kjarasamning sem gerður er á milli aðila. Ekki er hægt að segja honum upp og boða verkfall gagnvart einum vinnustað, því miður. Lagaumhvefi vantar algerlega til að stéttarfélögin geti tekið á þessu. Umræða um málaflokkinn ýtir kannski við þeim sem um lagasetninguna sjá.
Þrír þingmenn vildu setja lög sem kveða á um lágmarkslaun en forysta ASÍ vildi meina að þess þyrfti ekki, því starfsmenn væru tryggðir með kjarasamningi. Nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Endurskoða þarf málið að mínu mati. Gefa þarf stéttarfélögunum verkfæri til að vinna með í svona málum.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 10:32
Sjómannafélögin hafa ítrekað stöðvað skip í höfnum landsins þegar grunur, eða vissa, hefur legið fyrir um að sjómennirnir hafi ekki fengið greitt samkvæmt kjarasamningum.
Í þeim tilvikum fá skipin ekki að láta úr höfn aftur fyrr en rétt laun hafa verið greidd og í þessar aðgerðir er yfirleitt farið að frumkvæði stéttarfélaganna, en ekki viðkomandi sjómanna enda yrðu þeir reknir umsvifalaust færu þeir að mögla sjálfir vegna svikanna.
Til nákvæmlega sömu aðgerða ætti að grípa gegn launaþjófum í veitingageirunum og raunar hvar sem rökstuddur grunur leikur á að verið sé að stela af launþegunum. Að greiða lægri laun en lágmarksamningar stéttarfélaganna og samtaka atvinnulífsins segja fyrir um er þjófnaður og ekkert annað og ætti að meðhöndlast eins og aðrir glæpir.
Axel Jóhann Axelsson, 3.8.2014 kl. 10:48
Jón minnist hér á Jakann en hann var sko ekkert betri en þeir aðilar sem sitja núna á góðum launum bak við skrifborð stéttarfélaganna.
Ég lenti í veseni með launaútreikning í eitt skipti þegar ég vann hjá Eimskip fyrir fjölda árum síðan þannig að ég fór og talaði við jakann, eftir nokkrar vikur án þess að nokkuð væri áunnið í málinu þá kem ég einu sinni enn til fundar við karlræfilinn.
Hann fór stórum og þóttist vilja bara klára dæmið þá þegar og hringdi í yfirgjaldkera Eimskips til að "klára dæmið" eftir 10 mínútna samtal um hver ætti að kíkja til hvors í kaffi þá var komið að því að minnast á mig, þeirri umræðu var lokið á innan við mínútu með þvi áð karlinn samþykkti allt sem að frúin sagði á hinum endanum.
Snéri hann sér síðan að mér og sagði að hann mundi vinna áfram í málinu.
Ég sagði honum að miðað við þetta samtal þá væri augljóst fyrir hvern hann væri að vinna og sagði honum að gleyma þessu og hugsa frekar um að kaupa með kaffinu handa atvinnurekendum.
Reyndi karlræfillinn eitthvað að malda í móinn með sinni djúpu rödd en ég stóð upp og labbaði út.
Þannig að þetta hefur ekkert breyst og var jakaræfilinn ekkert minna í vösunum á atvinnurekendum en þeir sem þykjast starfa fyrir verkalýðinn núna!
Tóti Sigfriðs, 3.8.2014 kl. 10:53
Ég sá að mannvitsbrekkan Haukur Kristinsson sagði í þriðju athugasemd: ".... landinu er stjórnað af liðleskjum, samviskulausum aulum...."
Ég vil bara minna Hauk á, að núverandi stjórnarmeirihluti lærði aumingjaskapinn af meisturunum sem skipuðu síðustu ríkisstjórn en núverandi stjórn getur því miður ekki talist góður nemi þar sem umræddur stjórnarmeirihluti er ekki einu sinni hálfdrættingur í andlegum aumingjaskap og öðrum ónytjungshætti sem prýddu svo vel síðustu ríkisstjórn :D
Sumarliði (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 11:38
Ef verkalýðsfélagið hefur ekki áhuga á málibnu er bara byðja lögræðing að innheimta skuldina með kostnaði. Er nokuð viss um að viðkomandi atvinnurekandi myndi borga við fyrstu rukkun.
Sigmundur Grétarsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 11:54
Já Sigmundur, en svo verður viðkomandi rekinn. Það mundi virka ef hann vildi hætta í vinnunni. Verkalýðsfélagið á að taka á málinu strax, ráða lögmann, eins og Hilmar í no. 1 að ofan talar um.
Það er verið að níðast mest á unglingum á vinnustöðum og foreldrar ættu allir sem einn að taka alþingismenn og vinnustaðina í gegn úr því lögin eru ónothæf og eintómar liðleskjur vinna í verkalýðsfélögunum.
Elle_, 3.8.2014 kl. 12:13
Ef verkalýðsfélagið gerir ekkert færðu þér lögmann, og hættir svo í því félagi. Enn mest er þettað nú í ferðamenskuni sem allir dásama nú um stundir og hana má alls ekki skatta leggja einsog aðra þjónustu. Gisting í t.d danmörku ber 25,0% virðisaukaskatt enn hér bara 7,0 % . Enn verð á gistingu er hærra hér enn í Danmörku. Þó eru laun lægri, rafmagn og hiti mu lægra.
Sigmundur Grétarsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 15:41
Veitingasala ber 25,5% virðisaukaskatt, svo og önnur þjónustustarfsemi. Gisting 7%.
Jafnvel í gististarfseminni fara menn neðanjarðar svo ekki er við öðru að búast en veitingasalan geri það líka.
Gullgrafarar í þeirri grein geta auðvitað ekki gefið upp eðlileg og kjarabundin laun - skiljanlega.
Kolbrún Hilmars, 3.8.2014 kl. 16:25
Vegna frétta af veitingamönnum við að gjalda ekki rétt fyrir unna vinnu, þá má spyrja hvers vegna er ekki búið að loka öllum veitingastöðum í póstnúmerinu 101 ?
Þarna fara kennitöluflakkarar sem svífast einkis við að hafa rang við í einu og öllu !
Það eru launakjör ekkert undanskilið !
Þetta var ekkert ð gerast í gær eða fyrradag , þetta hefur verið viðvarandi í áratugi !!!
Hvers vegna eru öllum þessum snillingum sagt að snúa sér að gera eitthvað þarfara ?
Hvaða viðurlög eru við endalausum kennitölu skiptum ?
JR (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 16:59
Man nú ekki betur enn sala á veitingum á matsölustöðum sé 7 % sama og á gistiingu.
Sigmundur Grétarsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 18:44
Ekki er fólk búið að gleyma að þegar mataskattur var lækkaður úr 145 niður í 7% þá lækkaði ekkert á veitingarhúsum. Eigendur hirtu allt og enginn sagði neitt .
Sigmundur Grétarsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.