Af hverju að skipa Árna Þór í sendiherrastöðu?

Geir H. Haarde verður glæsilegur fulltrúi Íslands í stöðu sendiherra á erlendri grund, enda varla hægt að finna vandaðri mann með víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu en hann.  Fyrir utan langan þingmannsferil hefur hann bæði gegnt starfi forsætis- og utanríkisráðherra og því gjörkunnugur þeim störfum sem sendiherrar landsins þurfa að inna af hendi.

Hins vegar veldur meiri undrun að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, skuli einnig vera skipaður i sendiherrastöðu, enda með tiltölulega litla reynslu af utanríkismálum þó hann hafi setið á Alþingi í sjö ár og reyndar haft þar nasasjón af störfum utanríkismálanefndar.  

Ekki leikur nokkur vafi á að Geir H. Haarde mun verða landi og þjóð til sóma á sínum nýja starfsvettvangi og verði hann sendiherra í Wasington, eins og mbl.is getur sér til, mun hann örugglega vinna ötullega að því að efla á ný vináttu og samvinnu Íslands og Bandaríkjanna, sem Össur Skarphéðinsson virtist gera allt sem hann mögulega gat til að spilla í sinni utanríkisráðherratíð.

Vonandi stendur Árni Þór sig einnig vel í sendiherrastarfinu, þó mun meiri vonir hljóti að verða gerðar til Geirs H. Haarde í þeim efnum.  Báðum er þeim óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. 


mbl.is Geir Haarde sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Fínt að Árni fái stöðu sendiherra í Færeyjum!

Vel við hæfi að Geir H Haarde verði sendiherra í Bandaríkjum Ameríku.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 03:32

2 identicon

Flott er að fá Árna Þór sem sendiherra, hann er vandaður maður og vel hæfur og kemur með mikla reynslu úr utanríkismálanefnd.

En undrun sætir að dæmdur maður skuli gerður að sendiherra, ég vissi ekki betur en að maður þyrfti að hafa hreinan skjöld til að fá að gerast sendiherra en Geir H. Haarde var dæmdur fyrir nánast landráð eins og við öll vitum í landsdómi.

En auðvitað eigum við öll skilið að fá annað tækifæri, verðum bara að vona að hann komi ekki nálægt fjármálum sendiráðsins.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 07:39

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Helgi.

Lestu þig betur til. Þú ferð með staðlausa stafi sleggjdómara göturæsisins um Geir Haarde sem landráðamann.

Dómurinn liggur fyrir á netinu og getur lesið hann.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 07:45

4 identicon

Er nú ekki vanur að svara nafnlausum aumingjum sem ekki þora að skrifa hér undir nafni, en finnst rétt að það komi fram að Geir var fundin sekur um alla vega eitt ákæruatriði í Landsdómi. Finnst það alveg furðulegt að menn með slíkan dóm fá svo sendiherra nafnbót eins og engin sé morgundagurinn.

En auðvitað að um að gera að verlauna menn fyrir að hafa gert Ísland nánast gjaldþrota, og hvað er betra en besta sendiherra staða Íslands, í Bandaríkjunum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 08:37

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Helgi. Það eru aumingjar sem skrifa ósanninmdi og það geri ég ekki en þú ert nú búinn að sníða þín niður í ein.

Flettu upp hvað þetta atriði var og þú verður hissa. Flestir forsætisráðherrar Íslands frá upphafi gerðu ávallt þann hlut á nákvæmlega sama veg.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 10:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, hefur þú virkilega enga hugmynd um hver niðurstaða Landsdóms var? Geir var sýknaður af öllum ásökunum sem á hann voru bornar nema hvað hann fékk ávítur fyrir að hafa ekki haldið formlegan fund í ríkisstjórn vegna ákveðinna mála. Viðurlög voru engin og allur málskostnaður dæmdur á ákærandann, þ.e. ríkissjóð.

Axel Jóhann Axelsson, 31.7.2014 kl. 10:37

7 Smámynd: Hvumpinn

Árni Þór er gerður að sendiherra til að þagga niður í VG fyrirfram. Þar með verður ekkert röfl úr þeirri áttinni.

Nú verður semsagt Haarderað í Washington. Eymdarlegt.

Hvumpinn, 31.7.2014 kl. 10:43

8 identicon

Geir Haarde sendiherra!

Maður með "stigma" á ekki að vera fulltrúi landsins hjá erlendu ríki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 10:46

9 identicon

Að mínu mati er verið að sýna starfsfólki Utnaríkisráðuneytisins fingurinn með þessum gjörningi. Fólk sem er búið að vinna í ráðuneytinu í fleiri fleiri ár og unnið sig upp hægt og bítandi upp stigann í átt að sendherrastöðu er síðan látið víkja fyrir afdönkuðum stjórnmálamönnum sem hafa bara það til ágætis að hafa verið alþingismenn.

Menn geta rifist um ágæti þessara manna, sem eru örugglega ágætismenn, en það skýn bara svo í gegn hversu spillt og ljót pólitíkin er hér á landi og þetta sýnir betur en allt að allir flokkar eru djúpt sokknir í þetta spllingafen.

Eiga alþingismenn að ganga fyrir í störfum hjá ríkinu?

 Ég legg til að fólk taki sig til og mótmæli þessum gjörningi niður við alþingishús við setningu Alþingis og hætti ekki fyrr en búið er að draga þennan gjörning tilbaka.

thin (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 10:49

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég tek undir með síðasta ræðumanni thin( hann mætti alveg skrifa sitt rétta nafn undir -þarf ekkert að skamma sín fyrir athugasemdina). Þetta virðist vera leiðin: koma sér á þing og fá svo góða stöðu hjá ríkinu þegar kemur að því að hverfa af þingi. Allar mannaráðningar hjá ríkinu eiga að vera þannig að auglýsa á störfin og sínan valið úr umsóknum eftir hæfni.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2014 kl. 11:28

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel Jóhann, þú tókst af mér glæpinnn. Ég vildi að Helgi fletti þessu sjálfur upp svo hann temji sér vandaðri vinnubrögð við skrif sín.

Of mikið er um sleggjudómara göturæsisins á þessum bloggsíðum.  Það sést ágætlega á „thin“ hér næst fyrir ofan mig og þar fyrir ofan er einn slíkur „snillingurinn“ enn Haukur K..

Geir H Haarde er eitt besta efni í sendiherra sem um getur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 11:32

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef Geir H. Haarde er besta efni í sendiherra myndi fagleg valnefnd væntanlega komast að þeirri niðurstöu. En hvaða efni hefur þú rugludallurinn að dæma "thin" sem "sleggjudómara göturæsins". Mér sýnist hann ekki með neina sleggjudóma."Menn geta rifist um ágæti þessara manna, sem eru örugglega ágætismenn, en það skýn bara svo í gegn hversu spillt og ljót pólitíkin er hér á landi og þetta sýnir betur en allt að allir flokkar eru djúpt sokknir í þetta spllingafen".Eru þetta sleggjudómar að þínu mati? Viltu ekki bara bæta mér í safnið, þér finst örugglega "rugludallur" vera sleggjudómur . Ég held þú ættir að halda þig við nafnleyndina. Betra fyrir mannorðið.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2014 kl. 12:02

13 identicon

Ykkur ferst að ásaka aðra um „sleggjudóma göturæsins“. Þið sem eigið þátt í því að enn í dag er kerfið á klakanum gegnumsýrt af spillingu. Þrátt fyrir Davíðshrunið. Alltaf skulu klíkubræðurnir hafa forskot, þessir fánaberar „einstaklingsframtaksins.“ Forðast samt einkageirann, hræddir við alla samkeppni, enda meðvitaðir um eigin „disqualification“.

Geir Haarde er búinn að fá ótal tækifæri til að sýna getu sína og hæfileika, en útkoman var alltaf þessi; sæmileg, ófullnægjandi. Námsferill hans var einnig slakur.

 

Við erum fámenn þjóð og höfum ekki efni á því að hleypa skussunum endalaust til valda. Öll vitum við hver útkoman var.  

Og með þessu háttalagi missum við mikið af góðu og hæfu fólki til til annarra landa.

 

Hallo folks, wake up!

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 12:39

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári.

Hverju heldur þú að hæfisnefnd, ef upp yrði sett, leitaði eftir í sendiherra ?  Ég legg hönd mína að veði fyrir því að Geir H Haarde yrði settur í efsta sæti í hvert eitt sinn. Fremstur meðal jafningja í því tilliti.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 12:51

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haukur.

Þið haldið þetta margir þeir sem trúið lygamöntrunni sem flugfreyjan og jarðfræðineminn kenndu þeim trúgjörnu að söngla um „Davíðshrunið“ og annað í þeim dúr.

Stormskerið sagði á bloggsíðunni sinni og í moggagrein algera snilld :

„Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem  raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.“

Svo er ein snilldin enn eftir Stormskerið sem ég má til með að rifja upp, en hann sagði þetta við að minnast andláts Hemma Gunn :

„Þar sem Hemmi var með ofurhressustu sprelligosum í bænum þá hélt maður að hann yrði alveg svakalega langlífur, en hláturinn lengir greinilega ekki lífið. Lengir kannski munninn meðan á hlátrinum stendur en ekki mikið meir. Kannski er bara best að vera alltaf í fýlu til að tryggja að maður verði eins langlífur og Jóhanna Sig. Mér skilst að hún sé frá bronsöld. Allavega ekki brosöld. Til eru manneskjur sem hafa orðið á annað hundrað ára gamlar og jafnvel eldri án þess að þeim hafi nokkurntíma stokkið bros á allri sinni gríðarlega löngu ævi. En nóg um Jóhönnu.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 12:53

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef Geir er hæfastur þá myndi valnefndin væntanlega komast að sömu niðurstöðu. En það væru að sjálfsögðu sleggjudómar að gefa sér það fyrirfram.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2014 kl. 13:26

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jósef Smári, veistu til þess að sendiherrastörf séu einhversstaðar auglýst laus til umsóknar. Endilega upplýstu okkur um þá vitneskju, ef hún er fyrir hendi, en á þessum bæ brestur minnið algerlega varðandi slíkar auglýsingar og valnefndir.

Axel Jóhann Axelsson, 31.7.2014 kl. 13:47

18 identicon

Predikarinn - Cacoethes scribendi  þar sem þú horfir á þetta með pólitískum  gleraugum þá ert þú búinn að gera þig ómerkan í þessu máli.

Pólitískar ráðningar  þar sem fyrrverandi ráðherrar og/eða alþingismenn hafa fegnið störf á ekki að líðast og tala flokkar um það á hátíðarstundum, en hvað?  Gera nákvæmlega það sama.

Nokkur dæmi um ráðningar sem ég tek að handahófi sem ég man eftir og ættu að vera mönnum, og stjórnmálaflokkum, víti til varnaðar:  

Steingrímur Hermannsson Seðlabankastjóri, Birgir Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri, Finnur Ingólfsson Seðlabankstjóri, Dvíð Oddsson Seðlabankastjóri,  Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra, Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra, Svavar Gestsson sendiherra,  Eiður Guðnason sendiherra, Kjatan Jóhannsson sendiherra.

Ég bendi svo fólki á að kynna sér hvað stóð um póltískar ráðningar í Rannsóknarskýrslu alþingis ef einhverjir eru farnir að gleyma því :  http://www.rna.is/eldri-nefndir/addragandi-og-orsakir-falls-islensku-bankanna-2008/skyrsla-nefndarinnar/bindi-8/vidauki-1/

thin (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 14:18

19 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Góð spurning Axel. En nei ég held að það sé alveg öruggt að það hefur ekki tíðkast hvorki hér né í öðrum löndum. En það segir hins vegar ekkert um það að það eigi ekki að vera svoleiðis. Ég tel það nauðsynlegt að í störf hjá ríkinu eigi ávallt að velja besta einstaklinginn og það verður aðeins gert með því að auglýsa eftir umsóknum og velja úr þeim. Þú getur aldrei verið viss um að Geir H Haarde eða Árni Þór Sigurðsson séu bestu mennirnir til að skipa þessar sendiherrastöður, eða ertu kannski alveg fullviss um það? Ég tel að við eigum að fara ráðningarleiðina í stað þess að láta einhvern stjórnmálamann skipa í stöðuna og held reyndar að við séum að sigla inn í nýja tíma hvað þetta varðar því það hafa aldrei verið eins mikið um ráðningar í Bæjar- og sveitastjórastöður eins og nú.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2014 kl. 15:45

20 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mér finnst ekkert af því að skipa Árna Þór sem sendiherra EN að skipa 'skipstjóran' sem keyrði landið í drulluna skil ég ekki.

Rafn Guðmundsson, 31.7.2014 kl. 16:17

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rafn.

Hvaðan ertu ?

Veist þú af hverju erlendar skuldir óreiðumannanna í bankakerfinu voru ekki settar um háls þinn og annarra skattgreiðenda um næstu þrjár kynslóðir ?

Það er Geir H HGaarde að þaka og lögum þeim sem hann beitti sér fyrir við bankahrunið.  Skuldirnar lentu ekki á íslendingum, heldur erlendu kröfuhöfunum, enda ekki skuldir íslendinga. Þó reyndu flugfreyjan og jarðfræðinemionn í nokkur skipti að þvinga þessar skuldir um háls okkar. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 16:27

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er alveg sátt við þessa sendiherraskipan - sem er svosem ekkert óvenjuleg miðað við fyrri tíð.  Ekki síst eftir að það fréttist að Geir verði sendur vestur og Árni Þór austur...  

Kolbrún Hilmars, 31.7.2014 kl. 17:13

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel mesta skynsemi í því sem Jósef Smári setur fram hér að ofan um skipan sendiherra. Ef Árni Þór Sigurðsson væri Sjálfstæðismaður, eins og síðuhafi og Geir, er það trú mín að síðuhafa hefði hreinlega skort orð til að lýsa hæfileikum Árna Þórs og glæsileik til starfans, og það jafnvel vestur í Votatúni. 

Predikarinn hefði auðvitað gert í sig (aftur) af hrifningu, jafn blindur hann er í pólitískum rétttrúnaði sínum. Hann teldi hund hæfan, væri hann í flokknum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.7.2014 kl. 18:28

24 identicon

Jónas Kristjánsson: Pólitíski vanþroskinn

"Meiriháttar pólitískan vanþroska þurfti til að fela hrunverjum að taka við landsstjórn bara fimm árum eftir hrunið. Þar stóð hálf þjóðin að verki. Síðan hefur komið í ljós, að meginstefna hrunverja er að efla hag auðugra á kostnað fátækra. Samt er enn þriðjungur þjóðarinnar á því, að heppilegt sé að hafa bófana við völd. Þannig eru Íslendingar í dag. Sumir geta sitthvað í listum eða bókmenntum og ýmsu öðru. En almennt er fólk ófært um að taka skynsamlegar ákvarðanir í pólitík. Tíundi hver Íslendingur styður Framsókn og fjórði hver styður Sjálfstæðisflokkinn. Slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra."

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 18:32

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel, ekki ertu alveg svona einfaldur ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 18:34

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni minn ætlast örugglega ekki til að vera tekinn alvarlega núna, frekar en svo oft áður.

Varla er nokkuð auðvirðilegra en að vitna í skrif Jónasar Kristjánssonar, eins og Haukur gerir hér að ofan, nema ef vera skyldi að benda á skrif í DV. Þeir eru ekki margir nú orðið sem taka þessa aðila alvarlega.

Axel Jóhann Axelsson, 31.7.2014 kl. 18:41

27 identicon

Ísland verður að gera mjög strangar kröfur til þeirra sem koma fram fyrir hönd lands og þjóðar. Þeir skulu vera vel, mjög vel menntaðir, með góða framkomu og reputation. Því gengur ekki að skipa sem fulltrúa persónu, sem var fundin sek fyrir stórvægileg afglöp í opinberu starfi og sem slapp naumlega við fangelsisvist. Persóna, sem hefur hvergi skarað fram úr né sýnt mikla hæfileika,þrátt fyrir mörg tækifæri.

Við erum ekki ein í heiminum og verðum að temja okkur góða framkomu og siði. Annars verðum við litnir hornauga og mætum virðingarleysi. Þjóðin á það ekki skilið.

Ég hef sjálfur upplifað íslenska diplómata dauðadrukkna á erlendum vettvangi. Það var ekki fögur sjón.

 

Geir Haarde á ekkert erindi í starf diplómats.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 19:51

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, maður sem lætur aðra eins andsk..... þvælu frá sér fara (Því gengur ekki að skipa sem fulltrúa persónu, sem var fundin sek fyrir stórvægileg afglöp í opinberu starfi og sem slapp naumlega við fangelsisvist.) verður ALDREI tekinn alvarlega. Svona lygi um menn og málefni eru bara ekki boðleg og ættu auðvitað að eyðast út, en verða látin standa þarna sjálfum þér til háðungar og skammar.

Axel Jóhann Axelsson, 31.7.2014 kl. 19:55

29 identicon

Var það ekki Árni Þór sem eyddi heilu ári í "námsleyfi" í Brussel  á kostnað Reykjavíkurborgar að skoða SPORVAGNA

Grímur (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 20:40

30 identicon

Þór Saari:

Pólitíska yfirstéttin heldur áfram að hygla sér og sínum. Það má þó Össur Skarphéðinsson eiga að þótt hann fengi fjórtán beiðnir um sendiherrastöður frá þingmönnum á kjörtímabilinu veitti hann þingmönnum ekki eina einustu.

Verslunarmannahelgin nálgast og þá kemur tími fyrir aulastjórnsýsluna og sennilega verður tilkynnt um skipan seðlabankastjóra síðdegis á föstudag.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 21:59

31 identicon

Jónas Kristjánsson: Afturhvarf til ósiðanna

"Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu var enginn sendiherra skipaður pólitískt, aðeins fagfólk í utanríkisþjónustunni. Núverandi eymdarstjórn hefur hins vegar tekið upp gamla ósiði. Greinilegt er samt, að Gunnar Bragi Sveinsson skammast sín pínulítið. Skipaði einn sendiherra úr stjórnarandstöðunni til að vega upp á móti skipan Geirs H. Haarde, hins andvana hrunverja. Þetta gerðu menn stundum í gamla daga, þegar þeir vildu róa stjórnarandstöðuna. Afturhvarf til ósiða fjórflokksins gamla er dæmigert fyrir spillinguna. Hún vex villt og galið á ferð Flokksins og Framsóknar í áttina að nýju hruni. Ég þakka þér, kjósandi." 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 09:29

32 identicon

Af hverju finnst þér Axel það koma svona á óvart að Árni Þór sé gerður að sendiherra? Hann var formaður utanríkismálanefndar á síðasta kjörtímabili (er hægt að kalla það að hafa "nasasjón af störfum utanríkismálanefndar"?) og hefur verið lengi að í pólitík, og það hefur lengi verið til siðs að senda gamla pólitíkusa út sem sendiherra, svo af hverju ekki hann eins og GHH? Og hvað meinarðu með að Össur hafi gert allt sem hann gat til að reyna að rústa samvinnu BNA og Íslands?

Það er ansi mikil pólitík í þessum pistli...

Skúli (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 16:03

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haukur - Hvenær hefur nokkuð verið að marka Jónas Kristjánsson ? Nú er komið á daginn að dr. Össur á að fá embætti sendiherra einnig. Öll rökin ykkar tvíburanna farin.

Já ég tek undir með Axeli að best er að innleggið þitt með lyginni og fjölmælunum á Geir standi áfram óúteydd þér til háðungar og skammar !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.8.2014 kl. 16:18

34 identicon

Snilldar pistill eftir Jónas: Sæluríki hanastélanna:

 

"Kosturinn við skipun Árna Þórs Sigurðssonar í embætti sendiherra er að losna við hann af þingi. Löngu fyrir daga þessarar ríkisstjórnar var ljóst, að Árni Þór var þreyttur á hugsjónastússi. Hafði fundið lykt af peningum fyrir ekkert í sparisjóðasvindlinu, þegar hann seldi stofnfjárbréfin í Spron. Beið eftir þægilegri innivinnu hjá ríkinu með risnu og ferðum. Dæmigerður fjórflokks-þingmaður, sem er á þingi bara fyrir sjálfan sig. Loksins kom tækifærið. Ríkisstjórnin þurfti slæðu til að breiða yfir skipan Geirs og forðast reiði VG. Katrín mjálmar mildilega og Árni Þór smýgur inn í sæluríki hanastélanna."

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 17:43

35 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ertu búinn að gleyma því nafni, eða vilt ekki muna, að það var forsetalufsan sem frysti samskiptin við USA, ekki Össur. Forsetinn hafði boðað Carol Van Voorst sendiherra USA á sinn fund til að sæma hana Fálkaorðunni (fyrir hvað veit auðvitað enginn). En við komuna til Bessastaða var hún rekin til baka með þeirri yfirlýsingu forsetanefnunnar að hún væri ekki orðunnar verð. (Oft má saltkjöt liggja). Síðan hefur ekki gróið um heilt í samskiptum Íslands við Bandaríkin. Auðvitað er best að kenna Össuri um óknytti forsetalufsunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.8.2014 kl. 23:28

36 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni,eins og þú veist ákveður forsetalufsan aldrei sjálf hver fær Fálkaorðu og hver ekki. Forsetalufsan hengir orðuna bara á fólk eftir því sem honum er sagt. Hvorki Össur, eða nokkur annar, hefur skýrt þetta dularfulla mál og ekki er DV að "pönkast" á honum vegna þess.

Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2014 kl. 09:09

37 identicon

Geri enga úttekt á mannkostum þessara tveggja manna. Finnst ámælisvert að haldið skuli áfram á þeirri braut að skipa afdankaða stjórmálamenn í þægilegar stöður á kostnað skattgreiðenda. Næg áníðsla á þeim samt við að greiða bómullarlífeyri pólitíkusanna í ellinni. Svo man ég ekki betur en hinn skorinorði formaður hagræðingarhóps stjórnvalda hafi einmitt talið utanríkisþjónustuna liggja vel við gagngerum niðurskurði? Er þetta dæmi um niðurskurð???

Ágúst Marinósson (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 20:05

38 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Á meðan forseti Íslands, kjörinn af almenningi, fær svona óþveginn dónaskap frá ykkur nöfnunum, er lítil von til að þið getið rætt um aðra, svo sem tilvonandi sendiherra, af þeirri réttsýni og virðingu sem svona umræða krefst.

Mér sýnist að þið ættuð að "lufsast" til að tala um forsetann eins og mann í þeirri virðingarstöðu sem hann var réttkjörinn til, og hefur gengt í árafjöld, þó ekki hafi hann sömu stjórnmálaskoðanir og þið.

Aðdáun Axels J Axelssonar á Geir Haarde er ekkert sérlega athyglisverð, en hún sýnir svo sorglega vel aðdáun hans á "FLOKKNUM" og öllu sem hann stendur fyrir, sama á hverju gengur á þeim bænum, og því áliti verður líklega aldrei breytt. Slíku mætti líkja við kraftaverk, en þau eru víst nokkuð fátíð nú til dags.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.8.2014 kl. 20:13

39 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hárrétt og þörf ádrepa Bergljót, tek hana til mín og bið hlutaðeigandi afsökunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2014 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband