18.7.2014 | 00:47
Pútin er ábyrgur fyrir fjöldamorðunum á flugfarþegunum
Pútin, Rússlandsforseti, reynir á aumlegan hátt að kenna stjórnvöldum í Úkraínu um þann ómennska glæp að farþegaþota hafi verið skotin niður yfir yfirráðasvæði uppreisnarmanna þar í landi, sem sameinast vilja Rússlandi og hafa yfir ótrúlega miklum og fullkomnum vopnabirgðum að ráða.
Annað eins vopnabúr er ekki frá neinum komið öðrum en rússneskum yfirvöldum og staðfest hefur verið að eldflaugar sem ætlaðar eru til að granda flugvélum í mikilli flughæð voru einmitt nýlega flutt frá Rússlandi yfir til uppreisnarmannanna í Úkraínu.
Þó tilgangur Rússa með þessum vopnasendingum hafi verið að láta pótintáta sína í Úkraínu skjóta niður úkraínskar flugvélar eru glæpaverkin sem unnin eru með þessum vopnum algerlega á ábyrgð Rússa og undan þeirri ábyrgð getur Pútin ekki skotið sér.
Því miður er hætta á því að þessi glæpaverk falli í skuggann af þeim voðaatburðum sem eiga sér stað í Ísrael um þessar mundir og munu því ekki verða fordæmd af jafn mikilli hörku og annars hefði verið. Í báðum tilfellum eru það óbreyttir borgarar sem verst verða úti og þola þjáningar og dauða sem enginn virðist geta eða vilja stöðva.
Pútín varpar ábyrgð á Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá Alex þú ert bara búinn hérna að rannsaka og dæma í þessu máli, og hvar er sönnunin fyrir því að Putin sé ábyrgur?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 01:31
Ég trúi ekki að Pútin sé á nokkurn hátt ábyrgur.
Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2014 kl. 03:44
Ég trúi ekki að Pútin sé á nokkurn hátt ábyrgur.
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 04:26
Hver ætti það að vera sem útvegar uppreisnarmönnunum svona ótrúlega fullkomið vopnabúr aðrir en Rússar? Hver er æðsti yfirmaður rússneska heraflans? Hver er nánast einvaldur í Rússlandi? Er ekki eitt og sama svarið við öllum spurningunum?
Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2014 kl. 09:42
Ég get alveg trúað þessu upp á Pútín, hann hefur sýnt sitt rétta eðli undanfarið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2014 kl. 10:33
Önnur frétt á mbl.is endar á eftirfarandi setningum:
"Yfirvöld í Kænugarði hafa ásakað uppreisnarmennina, sem aðhyllast Rússlandi, um að skjóta niður farþegavélina með aðstoð frá fulltrúum rússnesku leynilögreglunnar.
Hinsvegar kennir Pútín forseta Úkraínu, Petro Poroshenko um slysið þar sem hann neitaði að framlengja vopnahlé á milli Úkraínskra hersveita og aðskilnaðarsinnanna."
Aumara yfirklór er varla hægt að hugsa sér en að kenna forseta Úkraínu um glæpinn, vegna þess að hann hafi ekki fallist á framlengingu vopnahlés. Ekkert, nákvæmlega EKKERT, réttlætir það að skjóta niður farþegavél í áætlunarflugi. Þeir sem ekki hafa búnað til að greina á milli farþegavéla og herflugvéla eiga einfaldlega ekki að skjóta niður flugvélar.
Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2014 kl. 10:35
Var einmitt að lesa þett, og datt í hug aumlegt yfirklór. En það er EKKERT sem réttlætir þennan viðbjóðslega verknað. Það sem Pútin og hans lið áttaði sig ekki á að það voru margir vestrænir menn innanborð, og þetta verður rannsakað alveg ofan í kjölin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2014 kl. 11:28
Ég kaupi þetta nafni, staðgreitt!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2014 kl. 20:28
100% sammála þér Axel Johann Axelsson, Pútín var og er KGB maður og ber littla virðingu fyrir mannslífum.
KGB hefði ekki skotið niður MH 17 nema með samþykki Pútíns, ef eg hef rangt fyrir mér skal eg eta hattinn minn.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 21:28
Fyllilega sammála þér Axel, þetta er skelfilegur atburður og yfirklórið á snautlegu plani.
Bergljót Gunnarsdóttir, 18.7.2014 kl. 23:25
Eins og venjulega er netið að fyllast af alls kyns getgátum, fölsuðum fréttum og samsæriskenningum um þennan voðaatburð, eins ósmekklegt og það nú er að fjalla þannig um harmleiki á við þennan.
Tvisvar hefur slíku rugli af einhverri erlendri vefsíðu verið hlaðið inn á þennan þráð og hefur því verið eytt út jafnóðum aftur, þar sem minni en enginn áhugi er á því að hafa slíkt og þvílíkt hér inni.
Þess er vinsamlega óskað að hvorki erlendum eða innlendum skáldskap um þennan atburð verði hlaðið hingað inn aftur. Til þess er þetta allt of hörmulegt að það sé haft í flimtingum.
Axel Jóhann Axelsson, 19.7.2014 kl. 10:41
Axel er það ekki samsæriskenning að fulirða að Putin sje abirgur an þess að hafa nokkra sönnun firrir því. svo eyðir þu bara þvi sem passar ekki við þinar politisku skoðanir
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 11:38
Pútin ber sína ábyrgð á þeim atburðum sem eru að eiga sér stað í Úkraínu og það eru Rússar, undir hans stjórn, sem leggja til vopnabúnaðinn sem uppreisnarmennirnir nota. Þar á meðal eru nógu fullkomnar eldflaugar til að skjóta þotur niður úr háloftunum þó ekki virðist vera fyrir hendi kunnátta til að greina á milli herflugvéla og farþegavéla.
Mjög líklega hefur slík vanþekking valdið þessum hörmulega atburði og þó enginn sé að kenna Pútin um að hafa ýtt sjálfur á takkann sem hleypti sprengjuflauginni af stað, þá er hann auðvitað ábyrgur fyrir vopnabirgðunum sem uppreisnarmennirnir hafa yfir að ráða og hefur stutt þá með ráðum og dáð í öllum þeirra gerðum.
Meira að segja reynir hann að klóra á aumlegan hátt yfir verknað sinna manna og tilraunir þeirra til að fela sannanir fyrir gerðum sínum.
Axel Jóhann Axelsson, 19.7.2014 kl. 12:02
Sæll Axel Jóhann síðuhafi - sem og aðrir gestir þínir !
Axel Jóhann Axelsson !
Ertu - tossi eða hreinlega bjáni: Jóhann minn ?
Rifjaðu upp - fyrir sjálfum þér / sem og gestum þínum og öðrum lesendum atburðarásina - frá öndverðu.
Það voru þau - B. H Obama og skjóða hans / A. Merkel hin Þýzka - sem hófu þann óþverra á loft í Úkraínu sem nú varir þar - í fyrravetur.
Ástæðan ?
Jú - þeim leiddist orðið þófið í Sýrlandi - þar sem hvorki gekk né rak hjá ''vinum'' þeirra þar / að ná yfirhöndinni + og aukinheldur stoppaði SÞ frekari Hernaðaraðgerðir af hálfu NATÓ/ESB og Ísraels manna - sem fyrirhugaðar voru þar - með beinni innrás í landið.
Þess vegna - varð að finna nýja átyllu: Úkraína varð fyrir valinu því ekki þorðu þau í Hvíta- Rússland - þar sem Lúkachencó hefði óðara sent sína flugumenn - til Washington og Berlínar.
Endilega - haltu áfram að úthrópa V.V. Pútín / sem ''vonda'' manninn í þessu máli Axel minn.
En - sem betur fer: munum við - mörg okkar / lygaþvætting og áróður Bandaríkjamanna í Víetnam stríðinu - þegar ''glæstir'' Herir Bandaríkjamanna flúðu eins og flakatrúss undan ills vopnuðum sveitum Víet Cong skæruliðanna m.a. - ágæti síðuhafi.
Obama garmurinn - hefði kannski þá / átt að vera í hlutverkum þeirra Johnson´s og Nixon´s fyrirennara sinna - Axel Jóhann ?
Heimurinn - er ekki bara SVART/HVÍTUR Axel minn !
Með kveðjum samt - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 14:23
Ekkert af þessu þrugli um liðna atburði, Óskar Helgi, réttlætir það hryllingsvert sem handbendi Pútins unnu þarna, það er ekki einu sinni afsökun að vélin hafi verið tekin í misgripum fyrir herþotu því geti menn ekki gert greinarmun þar á milli eiga þeir einfaldlega ekki að ýta á hnappinn sem ræsir sprengjuflaugina.
Axel Jóhann Axelsson, 20.7.2014 kl. 00:22
Komið þið sæl - á ný !
Axel Jóhann síðuhafi!
Haltu bara áfram - að breiða yfir skít Vesturlanda / sem og árásargirni þeirra í gegnum tíðina - nær sem fjær.
Endilega - haltu leppnum fyrir BLINDA auganu áfram: Axel minn.
Með beztu kveðjum sem fyrr - snubbóttum þó: til Axels síðuhafa /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 13:40
Eftir þvi sem hershöfðingjar her i USA halda fram, þá er þessir eldflaugapallar svo tæknilegir og viðkvæmir að það þarf Meira en mánaðar þjálfun til að geta notað þetta aparat og svo þarf mikla og goða tæknilega kunnáttu til að halda þessum skotpöllum við. Þessir skotpallar þurfa stanslaust viðhald til að þetta aparat virki almennilega.
Ekki segja mér að það hafi ekki verið vel þjálfaðir rússar sem skutu þessu voðaskoti, þvi að þessir uppreisnarmenn hafa hvorki kunnáttu né getu til að nota svona skotpalla.
Það er sterk KGB skitalykt af þessu öllu saman, og Pútín stjórnaði þessu.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 20.7.2014 kl. 20:51
Jóhann "Það er sterk KGB skitalykt af þessu öllu saman, og Pútín stjórnaði þessu."+
Hvernig er það stjórnaði Pútín karlinn ekki líka allri flugumferð, flugumsjónarkerfum og allri lofthelgi Úkraínu?
Er ekki hægt að klína þessu betur á Pútin og bara einhvern veginn fyrir ykkur hérna og Bandaríkin, eða hvað?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2014 kl. 00:48
Það er meið hreinum ólikindum að sjá að til sé fólk sem reynir að verja þá sem frömdu þennan skelfilega glæp og ekki síður þá sem ábyrgðina bera.
Ekki einu sinni Egill Helgason eða Illugi Jökulsson reyna að hylma yfir eða bera í bætifláka fyrir Pútín og pótintáta hans vegna þessa glæpaverks.
Axel Jóhann Axelsson, 22.7.2014 kl. 10:58
Já þetta er óskiljanleg afstaða fólks sem ætti að vita betur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2014 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.