16.6.2014 | 19:50
Borgarlistamaður lætur af störfum
Jón Gnarr, sem í raun hefur gegnt stöðu borgarlistamanns undanfarin fjögur ár, lætur nú af störfum sem slíkur og snýr sér væntanlega að því að vinna úr þeim mikla efnivið sem hann hefur viðað að sér á þessum árum.
Gnarrinn hefur til viðbótar við "uppistand" við ýmis tækifæri komið út einni eða tveim bókum á starfstímanum og vafalaust verður ekki langt að bíða þess að fjöldi skemmtiþátta í útvarpi og sjónvarpi líti dagsins ljós og verði byggðir á því sem hann hefur séð til hinna ýmsu stjórnmálamanna sem við völd hafa verið í borginni undanfarin ár.
Dagur B. Eggertsson hefur sinnt borgarstjórastörfum í heilt kjörtímabil, án þess að fá að bera titilinn formlega enda "gleymdist" að kjósa hann í embættið á borgarstjórnarfundi í dag þar sem forseti borgarstjórnar áleit auðvitað, eins og allir aðrir, að Dagur B. hefði verið borgarstjóri allt síðasta kjörtímabil og því væru öll formsatriði varðandi starfið óþörf.
Jón Gnarr hefur alltaf verið góður leikari og ágætur handritshöfundur, þó ekki kunni allir að meta húmor hans og verður fróðlegt að fylgast með úrvinnlu þeirrar reynslu sem hann hefur aflað sér sem borgarlistamaður á síðasta kjörtímabili.
Dagur B. verður sjálfsagt svipaður borgarstjóri áfram og hann hefur verið og ekki að vænta neinna afreka af hans hálfu næsta kjörtímabil, frekar en á þeim fyrri.
Dagur tekinn við taumunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vegna þess meðal annars, hve Gnarr er upptekinn af sjálfum sér þá er hann leiðindaskjóða og þannig maður þarf enga leiklistahæfileika til að fara þokkalega með hlutverk leiðindaskjóðu.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.6.2014 kl. 20:48
Nei, sama hvað segja má um J.Gnarr verður seint hægt að saka hann um að vera leiðindaskjóða:)
Skúli (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 22:33
Að sjálfsögðu þarf að reyna hnýta eitthvað í hann, ekki hefur verið hægt að troða neinu á hann s.l. 4 ár. Yfirburðarstjórnmálamaður sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar.
thin (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 02:12
Skúli, það hafa sem betur fer ekki allir sama smekk og í huga margra ER Jón Gnarr LEIÐINDASKJÓÐA. Bullið í "thin" er ekki svaravert og eins og vanalega kemur ekkert af viti frá honum...........
Jóhann Elíasson, 17.6.2014 kl. 10:17
Kverúlantar - Komið með lista yfir það sem hann gerði rangt á sínum ferli sem borgarstjóri
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 12:54
Þrymur, það sem er rangt í augum eins er rétt í augum annars, svo það er afskaplega erfitt að verða við þessari ósk þinni en var Jón Gnarr nokkuð langt frá því að geta sinnt starfi sínu sem borgarstjóri í Reykjavík almennilega...............
Jóhann Elíasson, 17.6.2014 kl. 13:17
Þrymur, sá sem gerir nánast ekki neitt gerir fátt rangt.
Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2014 kl. 13:58
Þrymur. Væntanlega er síðuhöfundur að bera saman Jón Gnarr annars vegar og Ólaf Magnússon, Hönnu Birnu, Dag og Vilhjálm Vilhjálmsson hins vegar. Þar sem menn eins og Vilhjálmur eru með útataða hendi upp að öxlum eftir misgáfulegar aðgerðir (t.d. EIR-málið) þá finnst hinum sömu það sárt að finna ekki neinn höggstað Jóni. Sjálfstæðismönnum svíður rosalega undan útreiðinni sem þeir fengu í borginni, og eru þá margir farnir að hjóla í Halldór Halldórsson fyrir að semja við meirihlutann um samstarf í ráðum og nefndum, kalla hann landráðamann o.fl. Þeir eiga erfitt með að viðurkenna það að erfitt hefur verið að finna heiðarlegan mann í þeirra röðum, og loksins þegar það gerist, þákenna þeir honum um hvernig fór.
Aumingja Jóhann. Bullar út í eitt eins og vanalega, hafðu nú vit á því vinur að lesa hvað þú ert að skrifa, þú skrifar eins og venjulega í hringi. Og eigðu nú gleðilegan dag.
thin (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 14:56
Eins og við var að búast þá bullar vesalings "thin" bara og ekki gerir hann neina breytingu þar á þótt í dag sé þjóðhátíðardagurinn og allir ættu í það minnsta að reyna að koma vel fyrir og fagna. Það er öruggt með mig að ég kem til með að eiga góðan dag og vona ég að svo verði með alla og að meira að segja "vesalings thin" geti glaðst.........
Jóhann Elíasson, 17.6.2014 kl. 15:26
Ah.. hinir voru semsagt húmorlausir borgarstjórar.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 15:30
Og sjálfstæðismenn gráta á hverjum degi út af valdleysi í borgarmálum, og eina sem þeir geta gert er að ata skít á þá sem við stjórn eru.
Óli Már Guðmundsson, 17.6.2014 kl. 16:51
Það er mikil huggun harmi gegn að geta ekki aðeins brosað í gegnum tárin, heldur skellihlegið, að athugasemdum eins og þessum frá þeim þunna (thin) og Óla Má.
Skemmtanagildið er lítið síðra en brandarar átrúnaðargoðsins.
Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2014 kl. 19:47
Já Þrymur það hefur löngum vantað húmor í Sjálfstæðismenn og þess vegna Óli gráta þeir núna vegna valdleysis.
En aumingja Jóhann. Eins og venjulega á hann erfitt með sig blessaður kallinn, segir að ég sé ekki svaraverður en að sjálfsögðu þarf hann að kasta skít í þá sem hann er ósammála. Talar eins og alltaf í hringi og veit það ekki einu sinni sjálfur. Vonandi að þú hafir farið í bæinn og fengið þér blöðru og sleikjó til að hressa upp á andann þinn. Ekki veitir þér af elsku kúturinn minn eins ruglaður og þú ert orðinn.
thin (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 19:50
Það er einfaldlega ekki hægt fyrir Jón Gnarr að fá betra hrós en þetta aumkunnarverða væl frá gömlum og ljótum afturhaldspungum.
bugur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 18:59
Vesalings "thin" hvað hann á bágt, ekki reynir hann að svara mönnum heldur er með skít og skæting það dugir ekki fyrir hann að fara í bæinn og fá sér blöðru og sleikjó heldur verður hann að vera samviskusamari við að taka lyfin sín í framtíðinni..................
Jóhann Elíasson, 18.6.2014 kl. 21:40
Aumingja Jóhann.
Eins og venjulega gerir hann sér ekki grein fyrir raunveruleikanum. Segðu mér Jóhann minn hver byrjaði með dónaskapinn? Var það sviðinn undan sannleikanum sem fékk þig til að byrja með dónaskapinn? Ég skrifaði athugasemd (nr.3) og að sjálfsögðu gat aumingja Jóhann ekki setið á sér og hnýtt í mig (aths. nr.4). Svo toppar hann sjálfan sig með því að segja að ég sé ekki svaraverður (aths. nr.4), en að sjálfsögðu þá er aumingja maðurinn annaðhvort svona vitlaus eða veikur að hann getur ekki setið á sér og svarar.
Því segi ég þér enn og aftur Jóhann lestu áður en þú skrifar því að þú bullar eintóma vitleysu.
thin (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.