Var aldrei ætlunin að borga erlendu skuldirnar?

Samkvæmt fréttum mun íslenska þjóðarbúið ekki eiga gjaldeyri fyrir erlendum skuldum á næstu árum og tæplega nokkur nema seðlabankinn og ríkissjóður sem hafa lánstraust til að geta framlengt erlendar skuldir sínar til lengri tíma.

Þetta leiðir hugann að því að erlendir lánadrottnar þurftu að afskrifa óheyrilegar upphæðir af erlendum skuldum einkaaðila eftir bankahrunið og þrátt fyrir allar þær afskriftir verður ekki hægt, eða a.m.k. erfitt, að standa skil á þeim erlendu skuldum sem eftir afskriftirnar stóðu.

Ætli bankamenn og þeir sem tóku öll þessi erlendu lán á árunum fyrir hrun hafi aldrei hugsað út í þá staðreynd að gjaldeyristekjur þjóðarinnar hefðu aldrei dugað til að endurgreiða öll þau lán sem fjármálastofnanir jusu út til almennings og fyrirtækja á "lánæristímanum"?

Ekki bætti Steingrímur J. úr skák með hinu óskiljanlega skuldabréfi sem hann lét nýja Landsbankann gefa út til þess gamla, þ.e. hátt í þrjúhundruðmilljarða króna í erlendum gjaldeyri.  Þetta skuldabréf er nú að skapa mestu erfiðleikana sem efnahagur þjóðarbúsins stendur frammi fyrir næstu árin.

Það væri fróðlegt að fá einhverjar skýringar frá þeim sem tóku öll þessi erlendu lán á því hvernig þeir hafi séð fyrir sér að þau yrðu endurgreidd. 


mbl.is Eigum ekki fyrir afborgunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði nú verið gaman að því að borga jafnframt af Icesave samningi Steingríms og co.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 10:58

2 identicon

Þetta er mjög einfalt með erlendar lántökur bankanna frá „lánæristímanum“ en þær lántökur voru að langmestu leiti til þess að fjármagna erlend umsvif hinna ýmsu fjárfestingafyrirtækja.

Toni (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 18:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað voru mestu erlendu lántökurnar vegna útrásardólganna og "umsvifa" þeirra hérlendis og erlendis. Almenningur tók einnig erlend lán svo tugum eða hundruðum milljarða nam til bíla-, húsnæðis- og annarra kaupa.

Það vildi almenningi til happs að frágangur lánapappíra var með þeim hætti að erlendu lánin til hans voru dæmd ólögleg. Hefði dómur ekki fallið á þann veg hefðu allir lent í gríðarlegum erfiðleikum við að útvega þann gjaldeyri sem lofað hafði verið til endurgreiðslu lánanna.

Væntanlega hefðu skuldararnir verið krafðir um að þeir stæðu við að greiða lánin með þeim skilmálum sem þeir skrifuðu undir, þ.e. hverja afborgun í erlendum gjaldeyri ásamt vöxtum í sömu mynt.

Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2014 kl. 19:54

4 identicon

Þú eyðir miklu púðri í að tala um lántökur almennings til húsnæðis og bifreiðakaupa sem þó var aðeins smá hluti af heildarútlánum bankanna.

Toni (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 20:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var að varpa fram þeirri spurningu hvort enginn hefði velt fyrir sér hvernig ætti að fara að því að borga öll þessi erlendu lán, sem tekin voru í "lánærinu". Velti enginn sem tók slík lán, hvorki bankamógúlar, útrásarvíkingar, eða almennir lántakendur, fyrir sér hvernig ætti að borga þetta til baka?

Það flokkaðist ekki undir neina stjarneðlisfræði eða geimvísindi að sjá að gjaldeyristekjur þjóðarinnar gátu aldrei dugað til að borga alla þessa gífurlegu lántöku til baka.

Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2014 kl. 20:56

6 identicon

Sæll.

Ég fæ ekki betur séð en þetta sé ávísun á verðbólgu, gengi krónunnar mun veikjast.

Í ljósi þessa er sorglegt að hugsa til klúðurs forstjóra LV og stjórnar að halda að hægt sé að rukka verð fyrir rafmagn sem er fjarri heimsmarkaðsverði. Hingað kom Alcoa ekki með álver á Bakka og gagnaversmenn fóru annað. Þessar tvær fjárfestingar hefðu getað hjálpað upp á. Núverandi forstjóri hefur líka látið sig dreyma mikið um sæstreng til Evrópu en var svo nýlega að skerða orkuafhendingu til ýmissa fyrirtækja hérlendis vegna stöðunnar í miðlunarlónum. Af hverju er ekki búið að sparka forstjóranum og stjórninni fyrir vanhæfi?

Semja þarf um lengri afborganir af erlendum lánum og lækkun höfuðstóls enda eðilegt að þeir sem lána beri ábyrgð á sínum útlánum þó það sé álitið fáránlegt í dag. Það verður hins vegar ekki gert (sjá t.d. OR) og því munu lífskjör hérlendis versna á komandi árum og slíkt mun virka sem vatn á myllu draumórafólksins sem vill með okkur inn í reglugerðar - og atvinnuleysisbandalagið (ESB).

Það er dýrt að hafa vanhæft fólk í forystu :-(

Helgi (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband