Góðir lekar og slæmir

Vítt og breitt um heiminn hefur alls kyns lekum frá opinberum aðilum verið fagnað óskaplega og uppljóstrarar, sem stolið hafa gríðarlegum gagnabönkum úr opinberum tölvukerfum, verið dýrkaðir og dáðir.

Því hefur verið haldið mjög á lofti að almenningur eigi rétt á upplýsingum um allt sem opinberir aðirlar, hermálayfirvöld og leyniþjónustur eru að aðhafast dags daglega og að þeir sem miðla slíkum upplýsingum skuli vera friðhelgir og eigi alls ekki  að þurfa að þola ákærur eða önnur afskipti lögreglu eða dómstóla vegna lekastarfsemi sinnar.

Á einhvern hátt bárust upplýsingar til fjölmiðla á Íslandi um athugun opinberra aðila á ákveðnum hælisleitanda og þá bregður svo við að sá upplýsingaleki er af ýmsum álitinn stórkostlegt hneyksli og miklu  verri en þó um viðkvæmustu ríkisleyndarmál væri að ræða.

Svo alvarlegur er þessi leki álitinn að Innanríkisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins hefur verið kært til ríkissaksóknara og þá líklega með þeim tilgangi að koma þessu fólki öllu í fangelsi fyrir að leka "viðkvæmum" upplýsingum sem ekki hefðu átt að komast úr húsi nema til útvalinna.

Það er vandlifað í veröldinni og ýmsar upplýsingar kærari mörgum en aðrar.


mbl.is Ríkissaksóknari athugar leka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hanna Birna er sorglegur afglapi, sem skal segja af sér og það strax.

Engan veginn starfinu vaxin, hroki og ósannsögli, þau sömu einkenni sem gerðu hana total vanhæfan borgarstjóra.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 20:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, þú ert sorglegt dæmi um þá sem fylla athugasemdakerfin, hafa ekkert að segja og eru sjálfum sér til skammar með óþverranum sem þeir ausa yfir lesendur.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2014 kl. 21:16

3 identicon

Jónas, 10.01.2014. 

Öfgar hatursofsans.

"Hanna Birna Kristjánsdóttir og innanríkisráðuneyti hennar láku rakalausum lygum um hælisleitanda til að fegra framgöngu löggu og Útlendingastofnunar. Er nú kærð fyrir að hafa Tony Omos fyrir rangri sök í skjali, sem lekið var úr ráðuneytinu. Þar er fullyrt, að Omos sé grunaður um aðild að mansali og sé ekki barnsfaðir Evelyn Glory Joseph. Hvorugt á við nein rök að styðjast og er greinilega tilbúningur ráðuneytisins. Hanna Birna hefur verið kærð fyrir ærumeiðandi leka. Ofsafengið hatur löggunnar og Útlendingastofnunar á hælisleitendum hefur leitt ráðherrann og ráðuneytið út á hála glæpabraut."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 21:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eiga þessi soraskrif Jónasar að réttlæta þann viðbjóð sem þú lætur frá þér Haukur? Það eru fáir á netmiðlunum eins sóðalegir og óábyrgir í skrifum og einmitt Jónas þessi. Líklega við hæfi að þú takir þér mestu lágkúruna til fyrirmyndar.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2014 kl. 22:51

5 identicon

Menn eru "sorgleg dæmi" og "sjálfum sér til skammar með óþverranum sem þeir ausa yfir lesendur" og þú talar um "soraskrif og óábyrg og viðbjóðsleg skrif" ef menn eru ekki sammála þér Axel...hvað segir það um þig Axel..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 08:15

6 Smámynd: Hvumpinn

Aulagangur kerfisins við að snúa hælisleitendum við á punktinum er ömurlegur og þetta mál snýr að því.  Afgreiða hlutina pronto.

Hvumpinn, 13.1.2014 kl. 08:19

7 identicon

Ofsafengið hatur á þeim sem fara að lögum og reglum varðandi hælisleitendur (enginn virðist bara sækja um landvistarleyfi en þeir sem fá HÆLI verða algjörlega á framfæri ríkisins þannig að eftir nokkru er að slægjast)

einkennir marga í bloggheimum

Grímur (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 10:01

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skammdegisþunglyndið fer illa með marga. Jónas fyrrv. ritstjóri er talandi dæmi um það sem og fjölmargir athugasemdasérfræðingar sem vaða uppi þessi dægrin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2014 kl. 11:22

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki veit ég hvort Helgi Jónsson og Haukur Kristinsson eru skyldir, en bræður eru þeir í andanum greinilega.

Axel Jóhann Axelsson, 13.1.2014 kl. 18:21

10 identicon

"Góðir lekar eða slæmir". Þitt val, Axel Jóhann.

http://www.dv.is/blogg/helga-tryggvadottir/2014/1/13/fleiri-lekar-honnu-birnu/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 20:30

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lekar geta vissulega verið góðir og slæmir.

En lekandi er nánast alltaf slæmur.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.1.2014 kl. 20:50

12 identicon

Já þú þekkir það Guðmundur...???

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband