Enginn sótti um útvarpsstjórastarfið

Fjörutíu manns sóttu um starf útvarpsstjóra og virðist Enginn  hafa verið þar á meðal og fengið númerið þrettán á umsækjendalistanum.

Allt eru þetta hinar vænstu manneskjur og er Enginn þar undanskilinn.  Úr vöndu verður að ráða að velja úr þessum hópi og öruggt er að einhver verður valinn og þó þrjátíuogátta umsækjendur verði ekki ráðnir, mun Enginn telja sig hlunnfarinn við ráðninguna og krefjast rökstuðnings fyrir því að hafa ekki verið valinn.

Ef að líkum lætur verður engin sátt í þjóðfélaginu með ráðninguna og myndi líklega engu breyta þó Enginn yrði ráðinn, því þá yrði einfaldlega hægt að rífast um hvers vegna það hafi verið.

Eitt er alveg öruggt og það er að mikið verður þráttað og þrasað um þetta mál næstu vikur, mánuði og ár og Enginn verður ánægður, hvernig sem fer. 

 


mbl.is Enginn var númer 13
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftirfarandi brot úr Excel skjali lak út...

12. Gauti Sigþórsson
13. Guðjón Bak við Tjöldin
14. Guðjón Petersen

NN (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 20:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

NN, ert þú ekki sjálfur Guðjón inn við beinið?

Axel Jóhann Axelsson, 13.1.2014 kl. 21:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haha góður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2014 kl. 08:05

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þeir neyðast kannski til að ráða "Engan". 50% líkur á að þetta sé kona. Ég held líka að það sé besta niðurstaðan.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.1.2014 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband