ESB kastar grímunni

Á sínum tíma, þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar var að réttlæta og troða IPAstyrkjum inná þjóðina, hélt Össur Skarphéðinsson því statt og stöðugt fram að styrkirnir kæmu innlimunarferlinu í raun ekkert við og væru einungis skýrt dæmi um frábært samstarf og einlægan vilja ESB til að styrkja alls kyns verkefni og rannsóknir á Íslandi.

Jón Bjarnason, þáverandi  landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, neitaði að taka við slíku fé til sinna málaflokka og hélt því fram að nánast væri um mútufé ESB að ræða til að "liðka til" við innlimunina og kaupa hinu væntanlega stórríki velvild Íslendinga í sinn garð.  Össur mótmælti þeim málflutningi Jóns harkalega og að lokum var Jóni sparkað úr ráðherrastóli vegna andstöðunnar við ESB og IPAmúturnar.

Nú hefur ESB loksins kastað grímunni og hætt feluleiknum um mútféð, eða eins og segir í fréttinni:  "Í erindi sínu til íslenskra stjórnvalda vísar framkvæmdastjórnin til þess að IPA aðstoð við Ísland hafi verið ætlað að styðja við verkefni sem ráðast þyrfti í vegna áforma um aðild að ESB. Í ljósi breyttrar stefnu stjórnvalda, telji hún ekki vera forsendur fyrir frekari styrkveitingum."

Þar sem íslensk stjórnvöld hafa gefið skýrt til kynna að ekki verði unnið frekar að innlimun landsins í stórríkið væntanlega, þá er í sjálfu sér ekkert við því að segja að mútugreiðslum verði hætt af hálfu ESB, enda óhæfuverk frá upphafi að þiggja slíkar greiðslur.

Eftir stendur ESB grímulaust og Össur og félagar raunar berrassaðir, eins og kóngurinn í ævintýrinu sem lét skraddarana plata sig til að ganga um í "nýju fötunum". 


mbl.is Hættir við einhliða og án fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

axel - það voru engir sem töluðu um 'innlimun' nema nei sinnar. þetta voru sammingar sem voru 'einhliða' stoppaðir og ekkert nema eðlilegt að esb hætti við þessa styrki.

Rafn Guðmundsson, 3.12.2013 kl. 21:58

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Rafn.

Auðvitað töluðu engir um hið raunverulega ferli aðrir en þeir sem búnir voru að sjá í gegnum froðuna. Meira að segja ESB sjálft sagði að við værum í hefðbundnu aðlögunarferli að inngöngu í sambandið.

Ég skil nú ekki alveg þessa hrossaleppa sem sumt fólk kýs að ganga með. Þeir eru mjög álíkir þeim sem embættismenn og kosnir fulltrúar gengu með á árunum fyrir hrun og töldu eðlilegt að vaxtamunur hér og erlendis upp á 10% eða svo væri fullkomnlega eðlilegur.... Sumir embættismenn og kjörnir fulltrúar trúa þeirri vitleysu enn í dag.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.12.2013 kl. 22:17

3 identicon

Ætli það sé nú ekki frekar ráðherrann sem stendur eftir á brókinni. Við hverju bjóst hann? Miðað við póstgögnin hans sem láku á netið var nú heldur ekki við öðru að búast af þessum manni.

Nonni (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 22:36

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er það bezta sem komið hefur fyrir Ísland síðan í október 2008.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 4.12.2013 kl. 03:55

5 identicon

Evrópskir skattgreiðendur hljóta að fagna.......

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 09:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enda heyrist afskaplega lítið í Össuri þessa dagana.  Ekki hef ég heyrt neitt frá honum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í hagsmunamálum heimilanna, hann gerir sér ef til vill grein fyrir að þessar tillögur eru góðar að mörgu leyti og hefur vit á að þegja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 13:03

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil engan vegin þessi viðbrögð hjá stjórnvöldum og almenningi sem hafa árum saman hamast gegn öllu sem að ESB snýr. Þegar Gunnar Bragi skrúfar fyrir kranann þá hættir vatnið að sjálfsögðu að renna, ráðherrann og andstæðingar aðildar standa opinmynntir af undrun og gremju. Andstæðingar ESB fá þarna sína blautustu drauma uppfyllta að ætla mætti en þá skeður undrið.

Nánast enginn segir, frábært, flott, fínt. Nei þess í stað hengja menn haus eins og fúlir krakkar sem fá ekki nammið sitt og ætla nánast af hjörunum að ganga af vandlætingu og reiði nánast og fast að því grenja þegar þeir rausa út úr sér vonbrigðunum. Uuuhuh þeir uhu hætta að uhu styrkj okkur uhuuuuhu, þetta eru vondir uhu karlar uhu, það uh ætti uh að rasskella uhu þá. UUUUHUHUUUU! MAMMA UHU!!

Þvílík sýndarmennska og aulaháttur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2013 kl. 19:53

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er reyndar svolítið undrandi á yfirlýsingu utanríkissáðherra, en svo kemur þetta frá áróðursskrifstofu ESB; http://www.evropustofa.is/fyrir-fjoelmidla/floekkusoegur-um-esb/id711.html

Sem sagt Vissir þú að IPa styrkirnir eru ekki háðir aðild að ESB, eða sagt eins og maðurinn sagði: hvað er sannleikurinn?  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 20:39

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, ekki hefur þú lesið upphaflega pistilinn vel ef þú telur að engum þyki þetta frábært, flott, fínt.

Í færslunni er þessi setning: "Þar sem íslensk stjórnvöld hafa gefið skýrt til kynna að ekki verði unnið frekar að innlimun landsins í stórríkið væntanlega, þá er í sjálfu sér ekkert við því að segja að mútugreiðslum verði hætt af hálfu ESB, enda óhæfuverk frá upphafi að þiggja slíkar greiðslur."

Þú segir að vísu "nánast enginn segir", þannig að ég á væntanlega ekki að taka sneiðina til mín.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2013 kl. 20:56

10 identicon

Það getur verið stutt bil á milli styrja og mútna/ölmusu. Og ef þú gefur einhverjum mútur/ölmusu ertu ekki endilega að lýsa yfir vináttu. Þú gætir líka bara viljað nota hann/sýna honum fyrirlitningu og hvað þú ert hátt yfir hann hafinn og hann háður þér og undir þínum hæl.

& (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband