Stórkostleg hagfræðiuppgötvun RÚV

Tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun húsnæðisskulda, sem hækkuðu mikið vegna verðbólgu áranna eftir bankahrunið, þ.e. á árunum 2007-2010, voru birtar í gær og hafa valdið mikilli ánægju allra sem húsnæðislán skulduðu á þessum tilteknu árum.

Viðbrögð stjórnarandstæðinga hafa verið nokkuð vandræðaleg, enda tillögurnar trúverðugar og í sjálfu sér ótrúlega einfaldar í framkvæmd og því hreint undrunarefni að eina hreina og tæra vinstri stjórnin sem komist hefur til valda á Íslandi skuli ekki hafa gripið til neinna slíkra aðgerða, þrátt fyrir loforðið um að slá skjaldborg um heimilin í landinu.

Ríkisútvarpið telur sig eiga harma að hefna vegna niðurskurðar fjárframlaga til stofnunarinnar og því dró fréttastofa útvarpsins fram hagfræðiprófessor í Háskóla Reykjavíkur og fékk hann til að vitna um það í fréttatímanum að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir skuldara íbúðalána kæmu þeim alls ekki til góða sem aldrei hefðu keypt sér íbúð og skulduðu því ekkert húsnæðislán. 

Vonandi hefur fréttastofa RÚV náð botninum í leðjupyttinum og leiðin geti því ekki legið annað en upp á bakkann aftur héðan af.  Háskóli Reykjavíkur þyrfti ekki síður að endurskoða þá hagfræði sem þar er kennd. 


mbl.is Greiðslubyrði lána lækkar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kostnaðurinn lendir á öllum skattgreiðendum hvort sem þeir skulda eða ekki. Og stjórnarandstaðan er ekki ein um að vera orðlaus yfir þessari blönduðu leið -sparnaður landsmanna og skattfé ríkissjóðs- sem átti upprunalega að vera stór hluti af innlyksa krónueignum útlendinga. Það er lítið mál að lofa greiðslum úr ríkissjóði, en þegar menn sem taldir voru heilvita gera það setur marga hljóða. Og það er ekki sú gapandi þögn yfir snilld málsins sem vonast var eftir.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 23:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kannski ekki að undra að skrifarinn í athugasemd nr. 1 feli sig á bak við nafn teiknimyndafígúru. Snilldarhagfræði RÚV og prófesorsins fjallaði um að skuldlausir fengju ekki skuldaniðurfellingu og yrðu því úti í kuldanum í þessum "aðgerðarpakka".

Teiknimyndafígúran hefur ekki kynnt sér forsendur aðgerðanna fyrst hann veit ekki af því að krónueignir útlendinganna eiga einmitt að standa undir þessu á endanum. Þetta hefur t.d. Sigmundur Davíð útskýrt a.m.k. þrisvar sinnum í útvarpsþáttum sem ég hef hlustað á síðan í gær.

Axel Jóhann Axelsson, 2.12.2013 kl. 01:08

3 identicon

Forsendurnar standast ekki skoðun en Sigmundur Davíð hefur liðugan talanda og gæti selt ormi hjólaskauta, það sjá jafnvel teiknimyndafígúrur. Það verður gaman að sjá Alþingi taka þetta fyrir og þá sérstaklega hverjir Framsóknar og Sjálfstæðismanna kokgleypa ekki draumórunum, þeir eru víst ekki allir eins auðblekktir og leiðitamir og forustan vildi helst hafa þá þessa dagana.

Hagfræði einhvers, eða allra, viðmælenda RUV skrifa ég ekki á RUV. Enda tilvitnanir og viðtöl við misgáfaða menn uppistaðan í efni allra fjölmiðla núna.

Góða nótt.

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 01:36

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Eru viðbrögðin vandræðaleg?  Fyrst bólgnaði formaðu Samfylkingar út og sagði að 300 milljarðar væru svo há upphæð að þjóðarbúið réði ekkert við það, talan var held ég heilaspuni hans sjálfs, minnist ekki að hafa SDG eða BB nefna hana.  Nú þegar upphæðin er sýnu minni er allt annað hljóð í strokknum, nú er upphæðin sem sérfræðingarnir hafa reiknað út mun lægri og þá bólgnar sami maður út jafnvel enn meira yfirfullur af hneikslun á að þetta sé aðeins lítið brot af því sem var lofað????????????  Ætli menn skammist sín ekki fyrir að láta svona HRINGA vitleysu frá sér?

Kjartan Sigurgeirsson, 2.12.2013 kl. 08:23

5 identicon

Þegar menn lofa leiðréttingu og tala í prósentum og hlutföllum er voða auðvelt að segjast ekki hafa nefnt upphæð og kalla þá ósannindamenn sem reikna dæmið. Þjóðin hefur líka sýnt það að tölfræðilegir útúrsnúningar virka því sokkarnir þvælast fyrir henni þegar talan fer yfir 10.

Davíð12 (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 09:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú einmitt einfaldast fyrir hvern og einn að reikna, a.m.k. nokkuð rétt, sína eigin skuldalækkun út frá þeim prósentum og hlutföllum sem rætt hefur verið um í þessu samhengi.

Snilldin við þessar tillögur ríkisstjórnarinnar er einmitt hvað þær virðast í raun einfaldar og auðskiljanlegar.

Axel Jóhann Axelsson, 2.12.2013 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband