Hræsni vegna upplýsingaleka

Trúnaðarupplýsingar um menn og málefni eiga skiljanlega ekki að liggja á glámbekk og vera á almannavitorði, hvorki upplýsingar um hælisleitendur, fórnarlömb mansals né annað sem trúnaður á að ríkja um.

Vegna þeirra upplýsinga sem "lekið" hafa um hælisleitanda sem segist eiga von á barni með konu, sem "lekinn" gefur í skyn að sé fórnarlamb mansals sem hælisleitandinn hafi verið viðriðinn, hafa margir ruðst fram á ritvöllinn og hneykslast á því að slíkar upplýsingar skuli yfirleitt komast fyrir almenningssjónir. 

Stundum er gerð krafa um opið þjóðfélag, þar sem allar upplýingar skuli vera uppi á borðum og öllum aðgengilegar til þess að almenningur geti myndað sér upplýsta skoðun á öllum málum til þess að geta tekið afstöðu til þeirra á málefnalegan og öfgalausan hátt.   Þegar upplýsingar "leka" til almennings verður hins vegar oftar en ekki uppi fótur og fit á samfélagsmiðlunum og skammast ógurlega vegna slíks upplýsingaleka.

Hallærislegast af öllu er að sjá og heyra Birgittu Jónsdóttur, þingmann Sjóræningja og fyrrverandi starfsmann Wikileaks, hneykslast upp úr skónum vegna upplýsingaleka frá opinberum aðilum, en eins og allir vita snýst starfsemi Wikileaks einmitt um að brjótast inn í opinber upplýsingakerfi og leka öllum þeim upplýsingum sem þar er unnt að komast yfir. 

Allar gerðir Birgittu á vegum Wikileaks snerust um að réttlæta upplýsingaleka til almennings og engar upplýsingar væru svo viðkvæmar að réttlætanlegt væri að leyna þeim. 


mbl.is Ekki frá embættismönnum ráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta fólk" er bara öskureitt og með réttu

því ef þetta hefði ekki lekið þá hefði verið hægt að plata fleiri til að mæta og mótmæla 
á grundvelli þeirr upplýsinga sem "þetta fólk"  var búið að láta fjölmiðlum í té

Grímur (IP-tala skráð) 22.11.2013 kl. 20:44

2 identicon

Wikileaks ráðast eingöngu á trúnaðarskjöl frá Bandaríkjunum annað er bannað!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.11.2013 kl. 21:11

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð ábending Axel um hræsni wikileaksfólks og þá sérstaklega Birgittu Jónsdóttur.

Þessi kona sem á að vera ganga með barn mannsins var/er fórnarlamb mannsölu, þá býst ég við að hún hafi verið seld í vændi.

Ættli maðurinn hafi þurft að borga fyrir samfarirnar, ef svo er, hefur hann þá ekki brotið löginn rétt einu sinni enn?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 22.11.2013 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband