Þekkir Jón Gnarr ekki sitt eigið nafn?

Jón Gnarr segist vera að íhuga að flytja úr landi til þess að geta fengið að heita Jón Gnarr, en það fái hann ekki  samkvæmt íslenskum lögum.

Samkvæmt Þjóðskrá eru tveir Íslendingar sem heita þessu nafni, en skráningin er þessi: 

Niðurstaða leitar:

Kennitala         Nafn                           Heimili             Póstfang

020167-3439  Jón Gnarr Kristinsson Marargötu 4   101

310505-2850  Jón Gnarr Jónsson     Marargötu 4    101

 

Illa verður því trúað að maðurinn þekki hvorki sitt eigið nafn né sonar síns. 

Kannski átti þetta að vera sniðugt hjá honum, en fyndið er það ekki. 

 

 


mbl.is Jón Gnarr leitar nýs ríkisfangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Gnarr fékk þetta samþykkt sem millinafn, en hann vill heita þessu sem ættarnafni, eins og væri hans réttur í næstum hverju einasta ríki á jörðu, sama hversu frumstætt og langt frá því að viðurkenna almenn mannréttindi. Að hafa tvenns konar nafnalög, ein fyrir erlenda og önnur innlenda, yrði fordæmt sem mismunur á milli kynþáttar og ethnísk uppruna í næstum öllum öðrum vestrænum ríkjum og öllum þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Jón Gnarr er að eyða mismunun milli erlendra og innlendra ríkisborgara með baráttu sinni og berjast fyrir réttindum einstaklingsins gagnvart ofríki ríkisvaldsins, og er það vel gert hjá honum og hafi hann bestu þakkir fyrir. Hér skal búa ein þjóð jafnrétthárra einstaklinga, sama hvers ethnískur uppruni þeirra er, og hún skal búa við ein lög og enga mismunun.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.11.2013 kl. 23:33

2 identicon

Frelsi - jafnrétti - bræðralag.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.11.2013 kl. 23:34

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjálfum finnst mér nafnið Gunnar fallegra en svo að þurfi að breyta því í eitthvað orðskrípi, en kannski er ég ekki dómbær á það.

Varðandi það að taka hér upp ættarnafn, Jóhannes, þá er sú deila ekki ný af nálinni. Ekki hef ég þó heyrt af neinum sem hefur flúð land af þeim sökum, hvorki til frambúðar né til að eignast slíkt ættarnafn.

Við erum svo heppin að nefna okkur við feður okkar. Af þessu erum við öfunduð vítt um heim. Hitt er svo spurning hvort réttara væri að við nefndum okkur við móður. Við getum verið nokkuð viss um hver móðir okkar er, en ekki er alltaf víst að faðir sé faðir.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2013 kl. 00:08

4 identicon

Þú ert ekki Jón Gnarr og þín skoðun á hans nafni kemur málinu ekkert við.

Þetta er engin "heppni" og það hafa verið skrifaðar lærðar ritgerðir um það núna að þessi ættarnafnalög voru sett til að viðhalda forréttindum ákveðinna danskra auðmanna fjölskyldna sem settust hér að.

"Við" eigum ekki að gera neitt. Við erum einstaklingar og eigum hvert og eitt okkar náttúrurétt á frelsi sem helgispjöll eru að svívirða og vanvirðing við mannhelgi og mannréttindi.

Mismunun eftir uppruna er ekki afsakanleg og ekkert fallegra að meina innfæddum það sem erlendir fá en þegar við neyddum útlendinga til að taka upp íslensk nöfn uns við létum undan þrýsting alþjóðasamfélagsins sem réttnefndi það rasisma. Núverandi lög minna meira á lög ýmis konar apartheid ríkja ólíkra tíma sem neyddu þegna sína til að halda "sérstöðu". Þannig voru ströng lög um ýmislegt varðandi hvíta í Suðurríkjum Bandaríkjanna á tímum mesta þrælahaldsins, meðan slakað var á með blökkumennina, ekki af neinni virðingu við þá síðarnefndu, heldur til að viðhalda aðskilnaðinum.

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 00:47

5 identicon

Það er líka ágætt fyrir okkur að hugleiða mál Blær (Blæjar) sem komst í heimsfréttirnar og varð víða forsíðufrétt. Afhverju? Af sömu ástæðu og við rekum upp stór augu og setjum á forsíðuna að konur í Saudi Arabíu megi ekki keyra bíl. Þeir sem horfast ekki í augu við eigin fíflsku og láta af henni eiga skilið að vera álitnir fífl og fasistar í augum heimsins.

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 00:49

6 identicon

Jón Gnarr er að ganga frammi fyrir skjöldu til að afnema mismunun sem opinber persóna, afþví til þess hefur hann kraft, og afþví hans orð hafa meira vægi en margra. Þetta er það sem leiðtogar eiga að gera. Hann er ekki að þessu í barnalegum sárindum yfir nafninu sínu eða af eiginhagsmunum. Hann er að berjast fyrir afnámi sérlaga fyrir "ethníska Íslendinga", afþví þetta er rasismi sem mun koma okkur í koll og gera okkur að athlægi ef við hættum þessu ekki, og afþví þessi lög voru búin til í fyrsta lagi til að viðhalda sérhagsmunum auðmanna sem enn í dag ganga um montnir með sín dönsku nöfn. Þeir sem vilja halda séríslenskum nöfnum eiga að gera það sjálfviljugir og með stollti. Ég er einn þeirra. En enginn á skilið að láta neyða sig né þvinga til slíks og að fá að ráða eigin nafni eru mannréttindi.

Jóhannes (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 00:52

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki vissi ég að Jón væri þér svona kær, Jóhannes. Sennilega hefði ég sleppt minni athugasemd ef mig hefði grunað hversu illa þetta færi í þig.

En að halda því fram að Jón sé að berjast fyrir lítilmagnann í þessu máli er nokkuð langt gengið hjá þér. Ef svo væri myndi hann einfaldlega berjsat um þetta mál á pólitíska sviðinu, sem hann hefur enn aðgang að. Þess í stað ætlar hann að "berjsat" í fjölmiðlum! Þetta er athyglissýki hjá manninum og ekkert annað, enda hefur hann sjálfur sagt að sá sjúkdómur plagi sig nokkuð.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2013 kl. 02:02

8 identicon

Þú virðir frelsi manna til að ráðstafa eigin lífi sjálfir einskis, Gunnar. Sorglegt að sjá. Frelsi og lýðræði er sóað á menn eins og þig. Þeim líður betur þar sem það fær að falla í fjöldann og hlýða eins og í Norður Kóreu.

Kári Jónsson (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 02:09

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi Jóhannes veit ótrúlega mikið um hugarheim Jóns Gnarrs og hvað það er sem rekur hann áfram í þessu ættarnafnarugli sínu. Fyrir aðra en hann sjálfan og hans önnur sjálf þá lítur þetta ekki út fyrir að vera neitt annað en snobb. Ættarnafnasnobb er ekki nýtt af nálinni og mun sjálfsagt fylgja smásálum lengi enn.

Röksemdir eins og sú sem Kári setur þarna fram í athugasemd nr. 8 um að frelsi og lýðræði sé sóað á fólk sem hefur aðrar skoðanir en hann sjálfur eru hreint og beint aumkunarverðar og auðvitað ekki til að taka alvarlega, frekar en Norður-Kóreu"brandarinn".

Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2013 kl. 03:28

10 identicon

Axel Jóhann er löngu þekktur af andúð sinni gagnvart Jóni Gnarr og er maður síður en svo hissa á þessum pistli hans.Axel Jóhann virðist ekki gera sér grein fyrir því að Jón Gnarr er ekki fyrsta manneskjan sem sem berst við mannanafnanefnd og örugglega ekki sá síðasti. Hins vegar í krafti síns embætti, og að eiga góðan aðgang að fjölmiðlum, þá er frábært að hann skuli leggja þetta á sig.Annað frábært mál sem hann hefur barist fyrir og vakið athygli á er barátta hans með samkynhneigðum í Færeyjum. Þar þótti eðlilegt að samkynhneigt fólk var barið til óbóta og ekkert  gert. M.a. vegna framgöngu Jóns Gnarr þá hefur þetta opnað augu ungs fólks í Færeyjum fyrir þessum málum. Eftir nokkur ár mun fólk líta tilbaka og sjá hversu fáranlegt þessu mál voru, en það þarf einhvern til að ryðja brautina og er Jón mjög vel til þress fallinn. Skiljanlegt að aldraður íhaldsseggur eins og Axel Jóhann hafi þetta á hornum sér eins og allt annað sem hinn frábæri borgarstjóri Jón Gnarr hefur komið að í sinni borgarstjóratíð

thin (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 08:09

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslendingar eru þekktir fyrir að setja í gang góðgerðasafnanir fyrir alskonar góðgerðarstarfsemi.

Er ekki tilvalið að setja söfnun í gang; "one way ticket fyrir Gnarrinn" hvert sem hann vill flytja, sennilega mundu færeyjingar taka vel á móti honum, eða hvað?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 09:20

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki veit ég hvers vegna dulnefningurinn "thin" segir að "aldraði íhaldsseggurinn" sé löngu þekktur af andúð sinni á Jóni Gnarr, því ekki man ég annað en að á þessu bloggi hafi því verið marg lýst að vafalaust sé Gnarrinn hinn vænsti maður og ágætur leikari, þó grínið sé af ýmsum toga og misfyndið.

Því hefur hins vegar oft verið slegið fram að hann sé arfaslappur borgarstjóri, reyndar alls enginn borgarstjóri en hirði einfaldlega launin fyrir starfið. Þar til viðbótar hefur hér verið lýst yfir mikilli undrun á skammsýni kjósenda að greiða slíku trúðaframboði atkvæði sitt, en sjálfur hefur Jón Gnarr marglýst því yfir að hann sé enginn pólitíkus og hafi ekki haft hugmynd um hvað borgarmálin snerust, eða hvað ætlast væri til að borgarstjóri gerði í vinnunni.

Vonandi endurtaka Reykvíkingar ekki slík mistök í kosningum.

Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2013 kl. 11:40

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það á að leggja þessa mannanafnanefnd niður.  Hún er fornaldarskrímsli sem er algjörlega til óþurftar og eiginlega til skammar í nútíma þjóðfélagi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 12:07

14 identicon

Hér á landi hefur mannanafnanefnd margoft grætt og sært fyrir lífstíð erlenda ríkisborgara sem voru neyddir til að skipta um nafn og þannig kannski þurft að slíta síðustu tenginguna við látna ættingja(, þið sem hafið áhuga á sögu tékkið á að gyðingar voru neyddir til að auðkenna sig með ákveðnum nýjum nöfnum á skilríkjum í Nazista Þýskalandi). Ófáar sálir hefur hún sært sem alla æfi ætluðu að skíra barn í höfuðið á mömmu eða pabba, afa eða ömmu, en neitað um, afþví barnið hét "nafnskrýpi" svo sem Dorothy eða Keisha, meðan Zacharía er í góðu lagi því það er jú í Biblíunni, og Ljótur Ormur sjálfsagt mál sömuleiðis, því það er fornnorrænt. Þessi heimskuleg lög hafa gengið fram af fólki áratug eftir áratug. Þegar mannanafnanefnd neyddist út af erlendum þrýstingi til að breyta rasískum siðum sínum sem svívirða arfleið og menningu útlendinga, og leyfði erlendum að hafa sín nöfn, fór hún að beita sér enn harðar gegn innlendum. Vegna þess að lög á innlendum voru ekki líka rýmkuð kom hún á Apartheid stefnu í nöfnum, tvö lög fyrir "tvenns konar" landsmenn, en slíkt er fordæmt sem aðskilnaðarstefna í öllum ríkjum sem trúa á "Rule of Law", ein lög fyrir allan landslýð og að hvert land skuli lagalega séð byggja ein einasta þjóð jafnrétthárra einstaklinga sem hlýði sömu lögum. Rót og uppruni mannanafnanefndar er annars ekki sá sem flestir halda, en nú hafa verið skrifaðar ritgerðir um þetta af framhaldsnemum í HÍ og fleirum og fræðimenn farnir að rannsaka málið. Málið er það í raun að hér var elíta ýmis konar sem oft hafði nöfn sem byrja á "Th" sem vildi gulltryggja sauðsvartur almúgaskrýllinn færi ekki að geta sér nafns með sama móti og þannig ógnað völdum hennar, og setti því þessa pressu á almúgann að "heiðra uppruna sinn" og hann var nógu heimskur til að falla fyrir því. Ég er bara Jónsson og ætla mér að vera það áfram og er stolltur af því. En ég hata og fyrirlít þá sem neyða mig með lögum til að vera Jónsson og banna mér að skíra barnið mitt Zach ef nágranni minn má það. Hvað veit nafnanefnd nema besti vinur minn og velgjörðarmaður í lífinu heiti Zach? Afhverju má ég ekki heiðra hann? Er ósæmilegt Íslendingur heiðri erlendan mann með að skíra barn eftir þessu. Niður með apartheidstefnu, rasisma, afdalahátt og þrælslund þá sem tilvist nafnanefndar stendur fyrir. Og niður með þann aumingja- og vesældóm sem það er að veitast að frelsi annars manns til tjáningar, einstaklingsfrelsis og nafns bara afþví þú hafir aðra kynhneigð, kynþátt, trúarskoðun, stétt eða stjórnmálaskoðun en hann. Rífum okkur upp úr aumingjadómi og vesæld Íslendingar, annars verðum við aðhlátursefni allrar heimsbyggðarinnar innan skamms.

N.T. (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 12:17

15 identicon

Afhverju vill Jón vera Gnarr? Móðir hann kallaði það iðulega og ekkert annað. Þannig að nafnið festist við hann. Til að heiðra minningu hennar vill hann kalla sig Jón Gnarr. Hún er látin og hann saknar hennar og er farin að berjast fyrir þessu málefni. Leyfið manninum að heiðra og syrga með þeim hætti sem hann sjálfur vill, nema þið viljið leyfa lögreglunni að koma heim til ykkar og vasast í hvernig þið syrgið ykkar ástvini. Þetta er hans persónulega ástæða. Hin er sú að þó hann hafi ekkert pólítískt vald sem nær til mannanafnanefndar, þá hefur hann "fjórða valdið", vald fjölmiðlanna. Hann hefur frægð, vinsældir, áhrif og persónutöfra sem hann getur notað til að berjast gegn mismunun og viðbjóði. Og það hefur hann gert. Og skammist ykkar sem reynið að stöðva hann vegna skorts á pólítísku umburðarlyndi og fanatisma og ofstæki. Þið eruð minni menn fyrir vikið.

N.T. (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 12:22

16 identicon

Að veitast að frelsi annars manns, ógna því eða reyna að takmarka vegna þess hann hefur aðrar skoðanir á stjórnmálum, eins og Stalín gegn kapítalistum, nazistarnir og fasistarnir gegn frjálslyndum, McCarthy gegn kommúnistum og Al Quaeda gegn veraldarhyggjumönnum og öllum sem ekki eru Islamistar af þeirra gerð, kallast óumburðarlyndi, fanatismi og ofstæki. Það ber síst vitni fáguðum hugsandi manni fremur en trúarlegt eða þjóðernislegt ofstæki. Það er smán þeim sem sýnir það og honum til minnkunnar. Góður maður dæmir málefni eftir málefnunum. Vondur maður dæmir þau á grundvelli þess hver lagði málefnið fram og hver er hans kynþáttur, stétt, trú eða stjórnmálaskoðun. Vondir menn eru ógn við samfélagið.

N.T. (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 12:26

17 identicon

Gleymum ekki einu, okkur sem er umhugað um að spítalar séu ekki fjársvelltir, að skólabörn fái ekki lélega menntun og mikilvægar starfstéttir ekki undirborgaðar og gamla fólkið ekki sett út á gaddinn.

Mannanafnanefnd er á háum launum hjá ríkinum við það eitt að mismuna íslenskum ríkisborgurum eftir uppruna og setja þeim ólögmætar skorður, að mati allra annarra þjóða á jörðinni, við takmörkun einstaklingsfrelsis þeirra.

Ástæða þess Ameríkaninn gapir og það var talað um þetta á sjónvarpsstöðvum er að engin önnur þjóð býr við svona ófrelsi á þessum sviðum. Þetta er því fréttnæmt sem sérstök og óvenjuleg aðför að einstaklingsfrelsi alveg eins og þegar Saudískar konur fá ekki að keyra bíl. Sama þó margar þeirra, barnar niður öldum saman og vanar valdnýðslunni brosi bara og segji "Við erum bara að vernda okkar menningu", blasir þó við í augum heimsins að þetta er engin "menning" heldur bara ómannúðleg og undarleg frelsisskerðing sem umheimurinn skilur ekkert í. Enginn gerir það nema þeir sem eru vondu vanir og búið að berja niður. Alveg eins og með okkur og mannanafnanefnd sem lifir góðu lífi á öllum peningunum sem var ekki í að kaupa nauðsynleg sjúkratæki á spítalana á meðan. Eflaust er einhver "nefnd um menningu kvenna" sem sér um svipað í Saudi Arabíu, eins og klerkurinn ríkisstyrkti sem þar birtist í fjölmiðlum reglulega og heldur því fram það ógni heilsu kvenna að keyra bíl.

Jón (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 16:32

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Málflutningur Jóns Gnarranna, undir ýmsum dulnefnum, er kominn út í slíkan tittlingaskít og hártogun á upphaflegu færslunni, að engu tali tekur.

Maðurinn hefur fengið nafni sínu breytt í Þjóðskrá og er þar skráður eins og bent var á strax í byrjun. Ættarnafnasnobb kemur þessu máli nákvæmlega ekkert við.

Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2013 kl. 18:06

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert með Jón Gnarr á heilanum Axel. Hvað veldur þessum sjúklega ahuga þínum? Það eru ofáir tugir blogga sem þú hefur skrifað um hann. Aðallega,til að lýsa vanþóknun þinni á honum svo það er óhætt að fara að tala um einelti í þessu sambandi.

Hvað skoðanir þínar á mönnum og málefnum áhrærir þá er engin slík risaeðla og steingervingur sem þú. Ranghugmyndir þínar um að Jón Gnarr sé að lesa og svara þessum önugheitum þínum segja meira en þarf.

Hvað hefur þú gert í þessu lífi til að hafa umboð til svona hroka og yfirlætis gagnvart öðrum? Úr hverju er þessi illa þefjandi fílabeinsturn?

Mér finnst þú eiginlega hálf brjóstumkennanleg manneskja. Manneskja sem leggur fólk í einelti til að svala gremju þinny yfir eigin óverðleikum.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2013 kl. 19:17

20 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er orðið nokkuð undarleg umræða hér í athugasemdum þínum Axel, en ljóst er að þú snertir þarna einhvern hálfslitinn streng.

Ekki ætla ég að taka frekari þátt í þessu, en verð þó að biðja Kára að útskýra nánar hvað hann á við um að ég virði frelsi manna til að ráðstafa eigin lífi lítils. Ekkert er fjarri mér en að telja að menn eigi ekki að ráða eigin lífi, reyndar hefur alla tíð verið mitt mottó að hver skuli skapa sér sitt líf, með sem minnstum afskiptum stjórnvalda. Af þeirri ástæðu fyrirlít ég hugsjón vinstrimanna. Það segir þó ekki að mér þyki tilefni til að breyta þeirra hugsanahætti með lögboði eða afskiptum stjórnvalda, enda væri ég þá kominn á þeirra bekk!

Að tala um að nafngift sé einhver mælikvarði á frelsi manna, þá er nokkuð langt gengið. Flestir fá sitt nafn gefið af foreldrum sínum og auðvitað geta menn verið missáttir með það. En það kemur frelsi manna til að stjórna sínu lífi ekkert við, þar sem flestum er gefið nafn meðan þeir eru ómálga og því í valdi foreldra að ákveða það. 

Mannanafnanefnd er barn síns tíma og má örugglega endurskoða störf hennar. Þó má segja henni til málsbóta að menn geta skipt um nafn hér á landi, ef þeir telja foreldra sína hafa lagt of mikla byrgði á sig. Þetta hefur Jón Gnarr gert. 

Menn geta haft sína skoðun á upptöku ættarnafna. Þar er þó ekki við mannanafnanefnd að sakast, heldur þau lög sem hún vinnur eftir. Vilji menn breyta þeim lögum eiga þeir auðvitað að vinna að því máli á pólitíska sviðinu. Þar þarf lagabreytingu frá Alþingi. 

Að telja það einhvern tilgang í þeirri baráttu að flýja land, er eins barnalegt og frekast getur hugsast. 

Hins vegar tek ég undir með Jóhanni af Huston, hér fyrir ofan.

Um athugasemdir þeirra nafnlausu við þetta blogg er aðeins eitt að segja; þeir sem ekki hafa kjark til að koma fram undir eigin nafni skammast sín fyrir eigin skrif. Þeir ættu því að sleppa þeim. 

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2013 kl. 19:30

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jón Steinar, erum við ekki öll með nafna þinn Gnarr á heilanum? Hann hefur jú verið duglegur að koma sér á framfæri í fjölmiðlum. Um pólitíska hæfni þessa manns geta menn deilt, þó varla þurfi að deila um hanns hæfileika á leikarasviðinu. Að blanda þessu tvennu saman hefur aldrei gefist vel, þó mýmörg dæmi séu um að fólk af skammtanasviðinu hafi gengið vel í pólitík. Það fólk hefur þó alltaf haft vit á að greina þarna á milli.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2013 kl. 19:36

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvílíkur hrokagikkur sem þessi Jón Steinar hlýtur að vera. Maður sem ekki sér fáránleikann í eigin persónuárásum þegar hann skrifar t.d: "Hvað hefur þú gert í þessu lífi til að hafa umboð til svona hroka og yfirlætis gagnvart öðrum? Úr hverju er þessi illa þefjandi fílabeinsturn?

Mér finnst þú eiginlega hálf brjóstumkennanleg manneskja. Manneskja sem leggur fólk í einelti til að svala gremju þinny yfir eigin óverðleikum."

Jón Steinar, þú ættir að svara sjálfum þér og útskýra hvaðan þér kemur vit og þekking á mér og mínum málum?

Hvað viðvíkur því að ég sé með Jón Gnarr á heilanum, þá er hann mér ekki "kærari" en svo að á hann hefur varla verið minnst einu orði á þessu bloggi mánuðum saman. Þvílíkur sjúklegur áhugi, eða hitt þó heldur.

Lesskilningur þinn, Jón Steinar, er ekki merkilegur ef þú getur einhversstaðar lesið það út úr mínum skrifum að Jón Gnarr sé sjálfur að svara pistlinum hér að framan undir ýmsum nöfnum.

"Mér finnst þú eiginlega hálf brjóstumkennanleg manneskja."

Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2013 kl. 19:39

23 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gott mottó sem þú hefur Gunnar Heiðarsson, ég hef haft þetta mottó síðan ég byrjaði að vinna þegar ég var 8 ára gamall.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 20:14

24 identicon

Ef þú átt við mig, þá þakka ég innilega heiðurinn af því að einhverjum manni detti það í hug hann sé hér að rífast við stórstjörnuna Jón Gnarr, hvers aðdáandi ég sannarlega er. Þetta er eitt mesta hrós sem ég hef fengið um æfina. Að vera líkt við fyndinn og frábæran rithöfund. Skyndilega virðist framtíðin bjartari. Gnarr er ég ekki (og reyndar heldur ekki Jón, frekar en John Smith eða Jón Jónsson). En það er ekki leiðum að líkjast. Þakka þér kærlega fyrir að auka sjálfstraust mitt. Það er eins gott að ég er ekki hjá sálfræðingi, því þá hefðir þú hér með aukið á atvinnuleysi í landinu.

Jón (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 01:04

25 identicon

Gangi þér enn og aftur, kæri vinur, fyrir hrósið. Ætli ég flytji ekki bara til Hollywood? :) Og liti hárið rautt! :)

Jón (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 01:07

26 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hvort nafnið Gnarr er flott eða ljótt, skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að það er ekki heimilt samkvæmt íslenskum lögum að taka sér ættarnafn, og á þá ekki að skipta máli hvort viðkomandi telur sig vera "grínista" eða er járnsmiður.  Það á ekki að fara fram hjá neinum að þegar bæði sonur og dóttir Jóns heita Gnarr, er eitthvað verulega mikið að kerfinu.  Ætli mannanafnanefnd viti hvort Gnarr Gnarrsdóttir er eldri eða yngri en Gnarr Gnarrson?

Kjartan Sigurgeirsson, 27.11.2013 kl. 12:30

27 Smámynd: Steinarr Kr.

Gnarr tekur beygingu í Íslensku og beygist svona:

Gnarr
Gnar
Gnari
Gnars

Eins og öll önnur íslensk orð og nöfn sem enda á arr.

Steinarr Kr. , 27.11.2013 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband