Morð sem hafði áhrif á alla heimsbyggðina

John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, er öllum ógleymanlegur sem með honum fylgdist á sínum tíma, enda fylgdu honum nýjir og ferskir vindar í heimspólitíkinni og auðvitað ekki síður í stjórnmálum Bandaríkjanna.

Nánast hver einasti maður, sem kominn var til vits og ára þegar Kennedy var myrtur man nákvæmlega hvar hann var staddur þegar hann heyrði fréttirnar af atburðunum og eru ekki margar fréttirnar sem í þann flokk hafa komist, hvorki fyrr eða síðar.  

Vegna þess hvernig morðið var framið og síðan eftirmálar þess, þ.e. örlög meints morðingja, þeirra gríðarlegu þjóðfélagsbreytinga innanlands sem Kennedy stóð fyrir, Kúbudeilunni og fleiri stórræðna sem þessi ungi forseti stóð fyrir, hafa verið á lofti endalausar samsæriskenningar um aðdragandann og atburðinn sjálfan.

Líklega mun málið aldrei upplýsast á svo afgerandi hátt að samsæriskenningarnar þagni.  Minningin um John F. Kennedy munu hins vegar lifa lengi og hans minnst sem mikils og merks forseta, þrátt fyrir ýmsa breyskleika sem í ljós voru leiddir eftir dauða hans.

John F. Kennedy var stórmenni og einn merkasti forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir skamma forsetatíð. 


mbl.is Margir trúa enn samsæriskenningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal-spurningin ætti að vera hvaða öfl voru á bak við Lee Harvey Osvald?

Ein kenningin er þannig að Kennedy ætlaði að segja heimsbyggðinni frá því að USA-stjórnin byggi yfir leyndarmálum tengt utanjarðargestum;

en æðstu topparnir í hernum vildu halda því leyndu:

(Dæmið sjálf).

http://exonews.org/review-essay-kennedys-last-stand-eisenhower-ufos-mj-12-jfks-assassination/

Jón Þórhallsson, 22.11.2013 kl. 18:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er ein af ótalmörgum samsæriskenningum. Þær eru svo margar að í fljótheitum man maður ekki nema nokkra tugi þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2013 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband