Besti flokkurinn er bull og "brandarinn" búinn

Jón Gnarr lýsti því yfir í morgun að Besti flokkurinn væri bara bull og hefði í raun aldrei verið til.  Einnig lýsti hann því yfir, sem allir vissu fyrir, að hann sjálfur væri enginn stjórnmálamaður og myndi því ekki gefa kost á sér aftur í borgarstjórnarkosningum.

Jón Gnarr hefur í raun aldrei verið borgarstjóri, heldur fyrst og fremst gínari á borgarstjóralaunum og hefur tekist að draga ótrúlega stóran hóp borgarbúa á asnaeyrunum allt kjörtímabilið eins og skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt.

Borgarstjórnarþátttaka Besta flokksins hefur verið einn stór og misheppnaður brandari sem loksins virðist vera farið að sjá fyrir endann á.  

Vonandi færist stjórn borgarinnar í eðlilegt horf eftir kosningarnar á voi komanda. 


mbl.is Jón í sjónvarpsefni um pólitík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jæja, hann var þó a.m.k viljandi fyndinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2013 kl. 20:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvenær?

Axel Jóhann Axelsson, 30.10.2013 kl. 20:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Gnarr var ALDREI fyndinn en nokkuð oft hlægilegur, á þessu tvennu er mikill munur Ásgrímur..........................

Jóhann Elíasson, 31.10.2013 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband