Njósna um allt og alla, bara til að njósna

Njósnastarfsemi bandarískra leyniþjósustustofnana og líklega miklu fleiri landa njósna um allt sem hreyfist og gefur frá sér hljóð og er til þess er beitt allri þeirri hátækni sem fyrirfinnst í heiminum um þessar mundir.

Þjóðir hafa njósnað hver um aðra öldum saman en fram til þessa hefur njósnastarfsemin aðallega snúist um hernaðarmáttinn og til hliðar hafa fyrirtæki stundað iðnaðarnjósnir, en allt bliknar þetta í samanburðinum við þær hátækninjósnir sem nú eru stundaðar með Bandaríkin í broddi fylkingar.

Getan til að njósna um allt og alla er greinilega fyrir hendi og er nýtt út í ystu æsar í nafni baráttunnar við hryðjuverkastarfsemina í heiminum og sagt að mörgu hryðjuverkinu hafi verið afstýrt með njósnastarfseminni.  Allt gott er um það að segja, væri látið nægja að berjast gegn hryðjuverkum, en erfitt er að sjá að símhleranir stjórnmálamanna og annarra ráðamanna vítt um lönd, þar á meðal vinaþjóða, geti á nokkurn hátt tengst hryðjuverkaógninni.  

Ef til vill verða uppljóstranirnar um njósnir Bandaríkjamanna til þess að nýtt "heiðursmannasamkomulag" verði gert um njósnastarfsemina og eingöngu verði í framtíðinni njósnað um óvinina en ekki vinina, enda sagði Merkel, Þýskalandskanslari, að það væri algjör óhæfa að njósna um vini sína og láta ætti duga að njósna um hina.

Kappið hefur greinilega hlaupið með njósnarana í gönur þegar njósnað er um allt og alla, eingöngu vegna þess að það er mögulegt en ekki vegna þess að sérstök þörf sé á því í varnarskyni. 


mbl.is Stundum of langt gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þessar njósnir kananna um útlendinga koma mér ekki á óvart.

Það sem er hins vegar verra er þegar þeir njósna af svona kappi um eigin þegna. Slíkar njósnir eru ekki í samræmi við stjórnarskrá þeirra, sá grein fyrir nokkrum mánuðum þar sem þetta var mjög vel rökstutt. Þessi svokallaði FISA dómstóll virðist ekki standa undir nafni, sem er vont. Ef ég man rétt samþykkti hann um 99% af öllum beiðnum sem til hans komu sem aftur segir okkur ákveðna hluti.

Svo væri nú gaman að vita hvort íslenskir dómarar leyfa löggunni og saksóknara allt sem farið er fram á?

Trendið í heiminum virðist vera að leyfa yfirvöldum sífellt meira - það er svo auðvitað á kostnað einhvers :-(

Helgi (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 15:23

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sá sem veit alltaf hver óvinurinn er, þarf þar með ekki að njósna.  Þeir sem eiga svo góða vini eins og leynast í frú Merkel, hljóta að vera hólpnir. 

Þeir sem eiga leyndarmál, verða að gæta þeirra sjálfir, þannig hefur það alltaf verið.    Nema hjá þeim sem haldnir eru Chamberlain heilkenni.  

Hrólfur Þ Hraundal, 1.11.2013 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband