Flest jákvætt í fjárlagafrumvarpi, þó ekki allt

Við fyrstu sýn á fjárlagafrumvarpið, þ.e. það sem heyrst hefur og sést í fjölmiðlum síðasta klukkutímann eða svo, virðist flest vera þar jákvætt í þeirri erfiðu stöðu sem við er að glíma í efnahagsmálunum en a.m.k. eitt atriði virkar afar neikvætt.

Útvíkkun og hækkun bankaskatts er ágæt aðgerð en innlagnargjald á sjúkrahúsum er afar neikvæð "nýjung" og á þar að auki ekki að skila svo miklum tekjuauka til spítalanna að hægt sé að réttlæta þennan "sjúklingaskatt".

Innlagnargjaldið virðist aðeins eiga að skila fjögurhundruðmilljónum króna í viðbótartekjum og er það engan vegninn réttlætanlegt að bæta slíkum skatti á veikustu sjúklingana, því enginn leggst inn á sjúkrahús að gamni sínu eða að eigin frumkvæði.

Nær væri að fresta lækkun miðþreps tekjuskattsins, en það myndi auka tekjur ríkissjóðs á næsta ári um tæpa sex milljarða króna.  Þá upphæð óskerta mætti láta renna í heilbrigðiskerfið og afar líklegt verður að telja að skattgreiðendur myndu sætta sig við frestun skattalækkunarinnar því allir vilja halda heilbrigðiskerfinu sem öflugustu.

Í þessu tilfelli mundu skattgreiðendur sætta sig við eigin skatta en ekki eingöngu krefjast skattahækkana á alla aðra en sjálfa sig. 


mbl.is Hækka bankaskatt um 11,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nauðungaráskriftin að RUV 3.5-4.0 miljarðar eiga skilyrðislaust að fara beint í Heilbrigiðskerfið, en í staðin á að rukka fársjúkt fólk um dagdjald fyrir að verða svo óheppið að veikjast alvarlega,þetta er fullkomlega galið, sömuleiðis má draga úr fjáframlögum til stjórmálaflokkanna, og margt margt fleira,nú er ég orðin gjörsamlega orðlaus,síðan má leigja allan makrílkvótann út eins og hann leggursig, fyrir ca. 5 miljarða.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 18:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er ekki slík upphæð að verjandi sé að afla hennar með gjaldi á inniliggjandi sjúklinga spítalanna. Þessa upphæð hlýtur að vera auðvelt að afla annarsstaðar.

Þó enginn sé ánægður með skattana sína, þá hlýtur að mega reikna með að allir muni biðja um óbreytta skatta gegn auknum framlögum til heilbrigðismálanna.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2013 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband