Ekki má svívirða fólk á Facebook frekar en annarsstaðar

Héraðsdómur Austurlands hefur kveðið upp dóm í máli Egils "Gilzeneggers" Einarssonar gegna konu vegna svívirðinga sem hún birti um hann á Facebook, en þar sagði hún fullum fetum að Egill væri nauðgari.

Til viðbótar því að þurfa að kyngja því að ummælin séu dæmd dauð og ómerk munu ummælin kosta konuna tæplega eina milljón króna vegna greiðslu málskosnaðar, bóta og sektar í ríkissjóð.

Orðbragð sem fólk lætur falla á netinu um persónur og atburði eru á stundum ótrúlega ruddaleg og jafnvel hrein lygi um menn og málefni að undrun sætir hvernig nokkur maður skuli geta lagt nafn sitt við óhroðann.

Það er því fagnaðarefni að dómstólar landsins skuli taka málstað þeirra sem verða fyrir þessum svívirðingum og lygum.  Það gæti orðið til að bæta munnsöfnuðinn í netheimum. 


mbl.is Ummæli um Egil ómerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að hér væri almennileg löggjöf, á borð við þá sem gildir í mörgum okkar nágrannalöndum, um að einkaþjálfarar megi ekki eiga í kynferðislegu samneyti við viðskiptavini, ekki frekar en kennarar eða sálfræðingar, þá hefði maðurinn kannski hugsað sig tvisvar um, hvort sem um glæp var að ræða eða eingöngu siðleysi. Það er skömm að því að á Íslandi séu ekki komnar almennilegar siðareglur fyrir einkaþjálfa og komið í veg fyrir misnotkun vegna valdamisræmis af þessu tagi. Við erum að tala um stúlku sem gæti verið dóttir hans. Hvort sem þetta var glæpur eða ekki var þetta rangt í augum þorra manna og fáir myndu vilja að leiðbeinendur dætra þeirra hegðuðu sér svona gagnvart þeim.

Jónatan (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband