1.10.2013 | 12:19
Verja Alþingi fyrir öfgaskríl
Engum datt í hug fyrir fáeinum árum að viðhafa nokkurn sérstakan varnarviðbúnað við setningu Alþingis, enda fór þar allt fram á friðsaman og hátíðlegan hátt eins og viðburðinum sæmir. Lögreglan stóð heiðursvörð í sínu fínasta pússi og setti virðulegan svip á þingsetninguna.
Fyrir nokkrum árum tók öfgasinnaður skríll að grýta þingmenn við þetta tækifæri með eggjum, grjóti og alls kyns óþverra sem þessi lýður hafði haft fyrir því að setja í plastpoka og bera með sér á Austurvöll. Nú er svo komið að nánast verður að vígbúa Alþingishúsið og girða svæðið svo vandlega af, að skríllinn komist ekki í kastfæri við þingmenn, enda hefur stundum legið við stórslysum í atgangi ofstopaskrílsins.
Þessi varnarviðbúnaður setur leiðinlegan svip á annars hátíðlega athöfn en því miður nauðsynlegur til varnar þessum öfgalýð sem farinn er herja á þingmenn og þinghús við þetta tækifæri og reyndar fleiri.
![]() |
Undirbúa setningu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1146799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel Jóhann; sem oftar !
Og; hverjar skyldu ástæðurnar vera, fyrir þessum viðbúnaði, síðuhafi góður ?
Segðu frá orsökunum Axel minn; áður en þú tekur til við, að fordæma ''öfgasinnaðan skrílinn'', ágæti drengur.
Eigir þú þess; nokkurrs kosts, í ljósi kringumstæðnanna.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 12:32
Eins og Óskar, væri ég tilbúinn til að heyra hvað síðuhafi hefur að segja um ástæður þess að "öfgaskríll" hefur séð ástæðu til að skemma þessa annars virðulegu athöfn.
Villi Asgeirsson, 1.10.2013 kl. 12:59
Það er erfitt að ráða í hugarheim öfgaskríls og enn erfiðara að segja til um hvað það er sem fær hann til að reyna jafnvel að stórslasa þá sem öfgar þeirra beinast að hverju sinni.
Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2013 kl. 13:08
Er eitthvað sem bendir til að það standi til að stórslasa fólk í dag, frekar en aðra daga?
Villi Asgeirsson, 1.10.2013 kl. 13:17
Komið þið sælir; á ný !
Axel Jóhann !
Ég hugði þig; nokkru stærri í sniðum, en þetta kléna andsvar þitt, til okkar Villa, gefur til kynna, ágæti síðuhafi.
Það kenndi mér; gamla fólkið heima á Stokkseyri forðum - að í upphafi hvers máls, mætti; og raunar ætti, að skoða endinn jafnframt, Axel Jóhann.
En; jú, jú. Hví; ætti fólkið ekki ''að borða kökur'', þegar brauðið er uppurið, Axel minn ?
Með sömu kveðjum; sem þeim seinustu, öngvu að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 13:22
Villi, miðað við reynslu síðustu ára þykir greinilega vera full ástæða til að búast við hverju sem er á Austurvelli við þingsetningu. Varla væri lögreglan að reisa þessar víggirðingar annars.
Varla reiknar þú með því, Óskar, að þjóðfélagsborðið svigni undan kökum og tertum þó einhver verði slasaður á Austurvelli.
Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2013 kl. 13:46
Komið þið sælir; enn !
Axel Jóhann !
Öðru tveggja; skilur þú ekki merkingar og tilvísanir orða minna - eða þá; að þú kjósir að svara með útúrsnúningum, sem flími einu.
Ekki í neinu; taldi ég sérstaka ástæðu til, að ''einhver'' slasaðist á Austurvelli þar syðra, aukinheldur.
Alvarleiki mála hér innanlands; er með þeim hætti, að ekki hugðist ég halda uppi orðræðu, í einhverri innihaldslausri gamansemi - eða kerskni, síðuhafi vísi.
Áþekkar kveðjur; öðrum fyrri - en hinar beztu, til Villa Ásgeirs sonar, að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 13:58
Reynsla síðustu ára er ekki eitthvað "úps" slys eða anarkíutýska. Sé ástæða til að óttast uppþot og vesen á Austurvelli í dag, er það vegna klúðurs þingmanna undanfarinna ára.
Hefðu núverandi þingmenn áhuga á að laga það sem illa fór og sættast við kjósendur sína, myndu þeir sleppa þessum berlínarmúr og sýna að þeir eru ekki hræddir við þjóðina.
Ég er ekki þingmaður, en væri ég það, myndi ég sleppa messunni og tala við fólkið "bak við" múrinn. Skunda svo á eftir hinum þingmönnunum þegar þingsetning er á dagskrá.
Villi Asgeirsson, 1.10.2013 kl. 14:26
Að beita eiturgasi gegn friðsömum mótmælum, eins og gert var við vörubílstjóra í byrjun kreppu, gaf ekki tóninn fyrir friðsöm mótmæli gegn glæpum í garð almúgans. Er ekki eignarrétturinn friðhelgur? Búið er að rjúfa friðhelgi heimlanna á Íslandi. Jafnvel Bandaríkjamenn forðast, af hagfræðilegri skynsemi, að hrekja fólk út á guð og gaddinn. Ekki er gaddurinn minni á Íslandi.
http://www.visir.is/fraleit-hugmynd-ad-selja-landsvirkjun/article/2013130939897
Almenningur (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 15:01
Sæll, Axel,
ég var meðan þeirra sem þú kallar öfgaskríll og sá ekki betur að þetta var mjög friðsælt fólk. Það voru einungis allir þessir vígbúnir lögreglumenn og þessi óþarfa girðingu sem settu ljótan svip á . Hvergi nema á Íslandi fara fram jafn friðsæl mótmæli. Annarstaðar í heiminum hefðu mótmælendur stokkið yfir þetta grindverk og ollið miklu meira usla. Ef sumir þingmenn og ráðherrar sérstaklega þurfa lífverðir og sérsveit lögreglunnar þá hafa þeir kannski ástæðu fyrir þessu (vond samviska?). En ég tek mér rétt til þess að mótmæla á friðsamlegan hátt eins og tíðgast í lýðræðisríkjum - án þess að þurfa að láta mig kalla öfgaskríll.
Úrsúla Jünemann, 1.10.2013 kl. 15:37
Úrsúla, ég minntist ekki einu orði á friðsama mótmælendur, enda er varla verið að reisa þessar varnargirðingar þeirra vegna. Þær hljóta að vera reistar til að verjast hinum sem reiknað er með að myndu beita ofbeldi og þar með teljast öfgaskríll.
Friðsamir mótmælendur eru ekki öfgaskríll og því hefur heldur aldrei verið haldið fram á þessu bloggi a.m.k.
Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2013 kl. 15:51
Öfgakennd lausn á litlu vandamáli.
Villi Asgeirsson, 1.10.2013 kl. 15:58
Þetta var bara eðlileg þróun. Ekki hef ég heyt að neinn hafi grýtt neinu akkúrat núna. Sem mér finnst benda til að ástandið hafi eitthvað smávegis lagast.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.10.2013 kl. 16:36
Sýndarveruleiki....hundruð heimila spóla á bjargbrúninni. Þetta mun koma í ljós þegar Hagstofan fer loks að safna upplýsingum!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 16:55
Um leið og stjórnvöld hætta að óttast viðbrögð borgaranna þurfa borgararnir að fara að óttast aðgerðir stjórnvalda gegn sér.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2013 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.