Vinstra liðið í vanda vegna Landspítalaforstjóra

Vinstra liðið í landinu hefur lent í mikilli klemmu vegna tímabundinnar ráðningar Páls Matthíssonar í forstjórastöðu Landspítalans, en margir úr því liðinu hafa í dag verið að reyna að gera ráðninguna tortryggilega, sumir með ættartengslum Páls og Bjarna Ben. og aðrir með því að básúna að ekki hafi verið auglýst eftir forstjóra þó ráðherra hafi margtekið fram að um tímabundna ráðningu væri að ráða og staðan yrði auglýst innan skamms tíma.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eykur á ringulreiðina hjá vinstra liðinu með því að dásama ráðningu Páls og halda því fram að ráðherra hefði varla getað fundið heppilegri kandidat í starfið.  

Það er sannarlega erfitt að lifa fyrir fólk á vinstri kanti stjórnmálanna á þessum síðustu tímum, enda það ekki búið að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum í vor.   


mbl.is „Erfitt að finna betri mann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það hlýtur að vera einhverskonar tímabundin lausn, að ráða mann sem ekki er ókunnugur málum á spítalanum, hefur reynslu af fleiri sviðum en einu, er góður í samskiptum, og er einungis ráðinn til bráðabirgða.

Eftir nokkra mánuði getur staðan í heimsmálunum verið mjög breytt, og ekki er gott að sjá fyrir um hvernig staðan verður í nánustu framtíð.

Fólk virðist ekki almennt gera sér grein fyrir, að fjármálakerfi heimsins er í raun fallið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2013 kl. 23:48

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Axel, mér sýnist að þú sért hálf ringlaður, þetta er mjög eðlileg ráðning þar sem maðurinn er einn af staðgenglum fráfarandi forstjóra og ráðinn tímabundið vegna skyndilegs brotthvarfs...  sé ekki neitt ringlað við það hvorki hjá vinstri eða hægri mönnum enda er ekki verið að kjósa forstjóra í pólítik.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2013 kl. 23:52

3 identicon

Efast um að Árni Páll viti lengur alveg  hvar i flokki hann er ! ....vinstri menn eru allir á ringulreið ..og  mikill skjálfti  fyrir þingsetningu !

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 00:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, hefur þú ekkert séð hvað hefur verið sagt á netinu í dag. Það hefur verið aumkunarvert að fylgjast með sumum vinstrisinnunum, sem hafa verið að gera þessa ráðningu tortryggilega.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2013 kl. 00:43

5 identicon

Ég veit nú ekkert með hvort það sé erfiðara að vera í vinstri- eða hægriflokki við aðstæðurnar í dag... En gott hjá Árna Páli (þá fara örugglega einhverjir að halda að Páll sé í Samfylkingunni) og ég tek undir að þessi umræða um fjölskyldutengsl þeirra Bjarna er ansi tilgangslaus, ekki eins og þeir séu nátengdir...

Skúli (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 02:13

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það má nú ekki á milli sjá hvort vinstri eða hægri menn eru verri í því að sjá skrattann í hverju horni.  Það er beinlínis hlægilegt að sjá hvernig menn geta fundið pólitískan óþef

úr herbúðum andstæðingsins út af hvaða smá máli sem er

Þórir Kjartansson, 1.10.2013 kl. 07:40

7 identicon

Fyrir utan það að fólk er nú ekki með betri skilgreiningu á vinstri og hægri í pólitík en svo að sama manneskjan getur lent í því, jafnvel í sömu vikunni, að vera kölluð vinstrisinnaður svartagallsrausari og hægrisinnaður bullari vegna skoðana sinna.

Dagný (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 10:19

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dagný, einmitt þetta sem þú lýsir hefur nokkuð oft komið fyrir þann sem hér bloggar.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2013 kl. 12:04

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er hvorki vinstri eða hægri að nýr forstjóri virðist í áfalli eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins, sennilega hefur sá fráfarandi ekki sagt honum hvað stóð til.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2013 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband