Ja, hver röndóttur

Afar dularfullir atburðir hafa verið að eiga sér stað í Laugardalnum að undanförnu, en þar fara fram um helgina stórkostlegar samkomur sitt af hvoru taginu.

Í tjaldi fer fram hátíð vona hinna samkynhneygðu, tileinkuð hátíð vona þeirra sem elska samkynhneygða og þeirra sem ekki eru alveg eins hrifnir af þeim.

Á milli þessarra vonarhátíða lögðu Gnarr og Dagur litríka gangbraut, sem minna átti samkomugesti báðum megin við hana á litbrigði lífsins og fegurð regnbogans.  Ekki vildi betur til en svo að lögreglan gerði litina í gangbrautinni upptæka örstuttu eftir að félagarnir höfðu látið skreyta brautina svo fallega.

Gnarr og Dagur gáfust ekki upp við svo búið, heldur límdu nú skrautlitina niður aftur með sérstöku malbikslími og áttu auðvitað ekki von á öðru en að samkomugestir beggja vegna litadýrðarinnar nytu skreytinganna alla hátíðarhelgina í sátt og samlyndi.

Þau undur og stórmerki hafa svo gerst að hinir skrautlegu límrenningar hafa orðið uppnumdir og sjást engin merki um að hinir listelsku Dagur og Gnarr hafi nokkurn tíma átt leið um Laugardalinn með malbiksskreytingar sínar.

Hvort hér sé um að ræða skemmdarverk eða kraftaverk er ekkert vitað á þessari stundu. 


mbl.is Hafa þurft að leggja mikið á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður upplifir í dag árásir á þá

sem ekki dásama sjónræna samkynhneigð

og það er undarlegt því meirihluti samkynhneigðra er bara venjulegt fólk

sem hefur enga sýningarþörf.

Grímur (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 20:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Flestir eru "bara venjulegt fólk" hvort sem þeir eru samkynhneygðir eða ekki og hvorki vilja né nenna að standa í illdeilum um þarfir, langanir, þrár og eðli hvers annars.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2013 kl. 20:19

3 identicon

Vegir Guðs eru órannsakanlegir!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 22:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vegir borgarinnar eru að verða mikill leyndardómur, eins og órannsakanlegu vegirnir.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2013 kl. 22:44

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Rústaðar götur eru orðnar torfæruakstur og mátti nú ekki bæta á með umferðarvandræði ! það nennir enginn lengur niður í bæ- aldrei að vita hvar gatan endar á drasli og dóti !

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.9.2013 kl. 16:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er eiginlega ekki ætlast til að nokkur maður fari niður í bæ, nema á reiðhjóli.

Axel Jóhann Axelsson, 29.9.2013 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband