Æði frá upphafi vega

Samkvæmt viðhangandi frétt er píkan "nýjasta æðið", en a.m.k. vita þeir sem komnir eru til vits og ára, jafnt karlar og konur, að píkan hefur þótt algert æði frá upphafi vega og afar eftirsótt.

Til skamms tíma mátti hins vegar ekki nefna hana á nafn án þess að fá á sig stimpil dóna, í vægasta tilfelli, og jafnvel klámhunds og perra.   Síðan breyttist þetta viðhorf skyndilega og farið var að semja sögur, ljóð og leikrit um píkuna, en í flestum tilfellum var þar um kvenhöfunda að ræða, en karlar sem leyfa sér að semja eða skrifa eitthvað um píkur eru ennþá teknir með miklum fyrirvörum um tilgang og eðli skrifanna.

Nú eru konur farnar að gagna með píkuskartgripi, sitja í píkusófum og hengja píkuskraut upp um alla veggi heima hjá sér og annarsstaðar og þykir rosalega flott.

Hvernig heldur fólk að viðtökurnar verði þegar einhver karlinn fer að semja ljóð og leikrit um tittlinginn á sér, smíða tittlingssófa og hengja tittlingaskraut upp um alla veggi.

Líklega mun þessi síðasta setning, eins saklaus og hún er, vekja mikla hneykslun og þykja allt of klúr til birtingar á þessum vettvangi. 


mbl.is Píkan nýjasta æðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sá karlangi verður þá titlaður sem “dónlistamaður"

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2013 kl. 14:14

2 identicon

Hvað er píkusófi?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 17:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rafn, þú hefur greinilega ekki skoðað myndina sem fylgir fréttinni.

Axel Jóhann Axelsson, 26.9.2013 kl. 17:46

4 identicon

Jú, ég er búinn að sjá fréttina núna.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 18:20

5 identicon

Þetta er ekkert nýtt. Svona píkutízka hefur verið í gangi áratugum saman í mörgum löndum, bæði í USA, meginlandi Evrópu og þó sérstaklega í Austur-Asíu. Bæði húsgögn, föt, sælgæti, kökur og kjötmeti. En hingað til Íslands hefur þetta ekki náð, því að ákveðnir líkamshlutar eru enn ofsalegt tabú hér á landi vegna tepruskapar. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 01:52

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Maður fer að velta því fyrir sér, hvort þetta sé brjóstamynd efst á síðunni hjá þér, Axel

Það minnir mig á það, að fyrsta veturinn minn í Cambridge kom amma mín Valdís í a.m.k. viku heimsókn til mín og fjölskyldunnar þar um jólin. Mikið furðaði hún sig á því, að grasið var ennþá grænt, og jafnvel þegar komið var fram í janúar, var það ennþá grænt! Nú, svo kemur náttúrlega að því, að hún verður að halda heim á leið eftir góða samveru, enda kona hress og skemmtileg. Stuttu seinna átti ég leið í bókabúð og kíkti á póstkort til að senda henni. Jú, stóð heima, þar var eitt sem passaði svo glimrandi vel: af grasi grónu túni með fallegum hólum í, og þetta valdi ég og skrifaði, að grasið væri þá engu síður grænt en þegar hún sá það. En þegar konan mín þáverandi leit betur á kortið, kom í ljós, að þetta var lúmsk felumynd af liggjandi konu með brjóstin ber upp í loft! En kortið fekk amma mín, og var lengi hlegið að þessu.

Jón Valur Jensson, 27.9.2013 kl. 04:42

7 identicon

"Hvernig heldur fólk að viðtökurnar verði þegar einhver karlinn fer að semja ljóð og leikrit um tittlinginn á sér, smíða tittlingssófa og hengja tittlingaskraut upp um alla veggi."

Það yrði þá líklega hommi sem gerði það og því þá bara vel tekið.

karlmenn hafa hengt upp myndir af píkum í aldaraðir.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 05:26

8 identicon

Karlmenn hafa gert einmitt þetta öldum saman og margskonar arkítektúr er, meðal annars, reðurtákn. Tilvísanir í reður sjást víða og eru augljós öllum sem kunna að lesa í myndmál. Það voru líka myndmálsvísanir í kynfæri kvenna í margar aldir áður en þessi meinta "tískubylgja" reið yfir. Það er nákvæmlega ekkert furðulegt við þetta, merkilegt, né fréttnæmt.

U (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 09:19

9 identicon

Ég veit ekki hvernig Pétur fær það út Íslendingar séu teprur miðað við fólk á þeim landshlutum sem hann nefnir, en augljóst er að ólíkt mér hefur hann ekki búið á nokkrum þessara staða, né hefur hann ferðast neitt né lesið að ráði. Í Bandaríkjunum er það undantekning ef brjóstagjöf er leyfð á almannafæri. Bandaríkjamenn forðast að láta sjá sig nakta og myndu fæstir láta sig hafa það að fara í almenningssund. Í Austur Asíu þótti það "dónalegt" þar til fyrir örfáum árum að leiða manneskju á almannafæri, og þykir enn óviðeigandi. Á meginlandi Evrópu eru þeir frjálslyndari, ef þú ert að tala um Þýskaland, en tepruleg viðhorf Bandaríkjamanna koma jafnt frá Bretlandi sem Suður Evrópu.

U (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 09:23

10 identicon

Nákvæmari útlistun væri að þessi viðhorf komu frá Bretlandi, og ílengdust til þessa dags með áhrifum innflytjenda frá Suður Evrópu og annarra.

U (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 09:27

11 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Kannski svarið við þessu sé að fá sér svoan stóla.

http://3.bp.blogspot.com/_ryS3i4XGsxo/TCANcFCMK4I/AAAAAAAACaY/EFmoCp7Hj9Q/s1600/penis-chair-199x300.jpg

Sigurður Ingi Kjartansson, 27.9.2013 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband