Hundurinn er orðinn "þarfasti þjónninn"

Þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi s.l. nótt var það heimilishundurinn sem líklega bjargaði lífi íbúanna í íbúðinni með gelti sínu.  Enginn reykskynjari var uppsettur á staðnum, sem auðvitað ætti að vera sjálfsagður hlutur, en það á  við um ótrúlega mörg heimili landsins.

Þessi saga sannar enn og aftur að hundur ætti að vera á hverju heimili, enda ekki hægt að hafa ljúfari og betri vini í daglegu návígi.  Til viðbótar dregur hundur heimilisfólkið út í göngutúra og eru því heilsubætandi í ofanálag við allt annað.

Reykskynjarar, sjúkrakassar og fleiri öryggisatriði eiga auðvitað að vera í lagi á hverju heimili, en hundur ætti einnig að vera gleðigjafi jafnvíða.

Hundurinn hefur tekið við af hestinum sem "þarfasti þjónninn" og er góður og tryggur vinur að auki. 


mbl.is Hundur bjargaði mannslífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það var fyrir fimmtán árum að ég og hundurinn minn Patrek vorum í heimsókn hjá tengdadóttur minni. Við vorum að spjalla inni í eldhúsi  þegar við heyrum hljóðið.

 Við stökkvum á stað og sjáum að lampaskermur logaði yfir sofandi barninu. Við komum það fljótt að engin skaði hlaust af.

En hljóðið sem Patrek gaf frá sér til að kalla á okkur á neyðarstund er nokkuð sem ég hef aldrei heyrt

fyrr né síðar. Hann jóðlaði á einhvern skerandi  hátt  sem ekki var hægt að misskilja . Það var hætta á ferð !

---------------------------------------------------

 

Það er ekki rétt hjá þér að allir eigi að eiga hund.  Hundar ala sig ekki up sjálfir og það er ekki allra hæfi að hafa uppeldið í lagi.

Margir hafa ekki tíma aðstæður eða nennu til að sinna hundi.

 Fólk með ranghugmyndir fær sér oft hunda af tegundum sem eru sérlega vandmeðfarnar og þurfa mikinn en hlýjan aga. Það endar alltaf með ósköpum og veldur tjóni.

  Og svo er það fólkið sem er það merkilegt að það er yfir það hafið að fara eftir þeim reglum sem samfélagið setur. Það fólk reitir æruna af öllum hinum.

Þeir sem hafa það til að bera eiga endilega að eiga hund sem hentar þeim.

 Að eiga góðan hund er gott fyrir sál og líkama allrar fjölskyldunnar.

Snorri Hansson, 13.9.2013 kl. 14:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Snorri, auðvitað er það rétt að til er fólk sem alls ekki ætti að eiga hund og kann ekkert að umgangast þá.

Samneyti við hunda og önnur dýr er hins vegar mannbætandi, en eins og þú segir er sumum ekki viðbjargandi.

Axel Jóhann Axelsson, 13.9.2013 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband