Hver verður fyrstur til að játa?

Allir sakbornigar í málum sem Sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn útrásar-, banka- og öðrum falsfjárfestum á árunum fyrir hrun harðneita öllum sökum og reyna allt sem í þeirra valdi og lögfræðinga þeirra stendur til þess að hvítþvo æru sína í augum almennings.

Enn sem komið er hefur sá kattarþvottur ekki hlotið mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar, en hins vegar eru þessi sakamál svo flókin að erfiðlega virðist ganga hjá saksóknaranum að leggja fram svo pottþéttar sannanir að færustu og dýrustu lögfræðingar landsins geti ekki véfengt þær, afbakað og tafið málin svo að ár og dagar munu líða áður en nokkur niðurstaða mun fást.

Fróðlegt yrði hins vegar að sjá þann sakborning í þessum fjársvikamálum öllum sem játa myndi brot skýlaust og leggja öll spil á borð til að upplýsa þátt sinn í þessum reyfarakenndu málum. 


mbl.is Allir sakborningar neituðu sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju skyldu þeir játa, Axel Jóhann? "Hvað höfðingjarnir hafast að......"

Játaði Geir Haarde, játuðu eða báðust afsökunar Dabbi og Dóri, forsetinn eða Ingibjörg Sólrún?

Það mun ekkert fróðlegt koma fram, aðeins staðfesting á því að Ísland er kolruglað bananalýðveldi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 18:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eina sem kemur fram með þessari athugasemd þinni, Haukur, er að höfundur hennar gæti verið æðsti koppur í búri í kolrugluðu bananalýðveldi.

Geir Haarde var saklaus, enda sýknaður nema fyrir smáatriði varðandi fundarboðanir. Hinir sem þú nefnir hafa aldrei verið ákærðir fyrir eitt eða neitt og því aldrei staðið frammi fyrir dómara í réttarhaldi.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2013 kl. 19:03

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

her játar enginn neitt- það vita allir  að svikamillan var svo þrælskipulögð.

 það sem verra er- er að LÍFEYRISJÓÐIR OKKAR- SEM NOKKRIR FORSTJÓRAR HAFA TEKIÐ AÐ SER- ERU AÐ FARA SÖMU KEÐJU !!! SKÚFFUR- SEM ENGINN- NEMA ÞEIR- VITA HVER Á- OG SVO HVERFA AURARNIR- ERUM VIÐ NOKKUÐ AÐ LOKA AUGUNUM ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.9.2013 kl. 20:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lífeyrissjóðirnir eru nánast þeir einu í landinu núna sem eiga einhverja peninga, a.m.k. svo einhverju nemur, en það er hins vegar stór spurning hvort stjórnendur þeirra hafi lært sína lexíu af gjörðunum fyrir hrun.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2013 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður með Bananalýðveldið Haukur.

Bonsai svindl lífeyrissjóðir landsmanna og ekkert annað! Verst er að vera skildugur með lögum að greiða í þetta hýt :(

Sigurður Haraldsson, 3.9.2013 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband