ESB lýsir yfir stríði gegn fimmtíuþúsund manna þjóð

Fyrsta formlega styrjöldin sem ESB lýsir og leggur í gegn einstakri þjóð er hafið, þar sem ESB hefur lýst yfir efnahagslegri styrjöld gegn fimmtíuþúsund manna þjóðinni sem Færeyjar byggja og eiga allt sitt undir sjósókn og fiskveiðum.

Færeyjar eru í ríkjasambandi við ESBríkið Danmörku sem nú tekur þátt í því að kúga Færeyinga til hlýðni  við ESB og yfirgang stórríkisins væntanlega gagnvart örríkjum i norðurhöfum.  Ótrúlegt en satt er að Norðmenn styðja þennan níðingsskap og hafa lýst yfir mikilli ánægju með stríðsyfirlýsingu ESB en hafa þó ekki ennþá staðfest að Noregur taki beinan þátt í  stríðinu.

ESB hefur jafnframt lýst yfir, með stuðningi Norðmanna auðvitað, að samsvarandi efnahagsstyrjöld verði hafin á hendur Íslendingum fljótlega, sem telja verður mikla hetjudáð úr þeirri átt enda Íslendingar sexfalt fjölmennari en Færeyingar.

Ótrúlegast af því sem sést hefur á islenskum samsfélagsmiðlum er að einstaka ESBsinnar, íslenskir, taka afstöðu með ESBníðingunum og finnst þessi efnahagsstyrjöld gegn smáþjóðum algerlega sjálfsögð. Smámenni sem ekki styðja eigin þjóð á stríðstímum finnast víst hvarvetna, en geðsleg eru þau ekki.


mbl.is Fordæmir framgöngu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að niðast á Negvanum. Enginn. Þeim bera að virða gerða samninga og taka tillit til afkomu sjómanna annarra landa.

Þýðir ekkert að setja upp hundshaus eins og Sigurður Ingi og láta eins og óþægur krakki. „Allir svo voðalega vondir við okkur“.

 

Þetta hefur sko ekkert með stærð landsins eða íbúafjölda að gera. Margir sjómenn í nágrannalöndum okkar og fjölskyldur þeirra búa við verri hag en Færeyinger.

Óþolandi þetta tilgerðarlega minnimáttar væl í ykkur.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 21:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta, sem Haukur sýnir hér að ofan, er einmitt hugarfar þeirra sem sviku þjóð sína í Icesave málinu og studdu kúgarana þá með ráðum og dáð.

Axel Jóhann Axelsson, 20.8.2013 kl. 21:41

3 identicon

 Þeir geta verið kostuglegir þessir ESB sinnar.   Það má ekki taka til varna ef ráðist er á þjóðina, hvort sem er í fjármálageiranum eða á efnahagssviðinu, það er "minnimáttarkend" og þjóðremba. Á hinn bóginn er heimtað og krafist hlutdeildar í fiskveiðiauðlindinni  jafnvel til þess  að nota sem skiftimynt til að komast í nógu þægilegt sæti inn við kjötkatlana hjá ESB.

Annars vegar míga þeir semsagt á þjóðarhugtakið en hins vegar sleikja þeir sig upp við það, skyldu þeir ekki vera með óbragð í munni sumir hverjir? ;-)

 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 10:47

4 identicon

Þetta með hlandóbragð í munni, sjá t.d. hér:

http://blog.pressan.is/illugi/2013/08/19/finnst-sjalfstaedismonnum-allt-i-lagi-ad-bera-abyrgd-a-thessum-oskopum/

Undarlegt hvað rithöfundar eins og Illugi og Hallgrímur Helga geta mist gjörsamlega jarðtenginguna þegar pólitíska hatrið byrgir þeim sýn!

Sínu undarlegra með Illuga þar sem hann er nú grúskari mikill og ætti að vita betur.

En kanski eru þeir bara alltaf að skálda!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 11:08

5 identicon

Þetta minnir á stælana í Íslendingum þegar útrásarþjófarnir, með forseta ræfilinn í broddi fylkingar og sjallaráðherra í eftirdragi, stálu sparifé almennings í nágrannalöndum okkar og fluttu þýfið til Reykjavíkur. Þaðan svo inn á leynireikninga klíkunnar erlendis. Oft í gegnum útibú bankanna í Luxemburg.

Á hverju haldið þið að bófarnir lifi í dag? Á munnvatninu?

Þegar fólkið vildi svo sparnað sinn til baka, allaveganna að hluta til, fóru innbyggjarar að háskæla og kvörtuðu og kveinuðu yfir skelfilegri framkomu við okkar fámennu, en sætu og prúðu þjóð norður í Ballarhafi.

Narcissism er því miður eitt af einkennum Íslendinga. Því miður!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 12:10

6 identicon

Rétt er það Haukur, hér gengu erlendir og innlendir fjármálabófar um garð og stálu af þjóðinni og vissulega var stolið af útlendu fólki líka.

En það er alröng söguskoðun hjá þér að íslenskur almenningur sem stolið var af, sé sekur um stuld af útlendum sparifjáreigendum.

Þetta er einmitt þessu sjálfspyndingarhugarfari að kenna að síðasta stjórn klúðraði öllu sem klúðrandi var í því að taka til varna fyrir Íslendinga gagnvart fjárglæframönnum. Ekki bætti svo úr áráttan að vilja komast í klúbbinn (ESB) sem stóð hvað harðastan vörð um fjármagnið gegn Íslendingum.

Þessi tilvitnun þín í Björn Val um forsetann  dregur þig einungis niður í þann drullupytt sem Björn Valur sullar stöðugt í. Ólafur Ragnar var eftir hrun,  sá eini  innan stjórnkerfisins sem tók til varna fyrir Íslendinga á erlendri grundu.

Björn Valur sem aum málpípa versta stjórnmálamanns síðarri tíma þoldi ekki forsetanum það að með aðgerðum Ólafs Ragnars til varnar þjóðinni þá varð staða Steingríms og Jóhönnu  enn ámátlegri.

Staða sem einkendist af því að Jóhanna og kratarnir stefndu opinberlega eftir inngöngu í ESB og urðu síðan að þjóðníðingum vegan kreddu sinnar að halda sig við umsóknina og gefa í því skyni eftir gagnvart fjármálaöflunum, en Steingrímur J. þurfti á hinn bóginn að þríljúga* að kjósendum sínum og þjóðinni,  til að komast í sömu aðstöðu.

*1. Algerlega á móti aðildarumsókn

  2. "Aðildarumsóknin" þ.e. "að skoða í pakkann" reyndist vera aðlögunarferli.

  3.  Aldrei að láta AGS komast hér til áhrifa.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 12:49

7 identicon

Bjarni. Það sem ég geri núna heitir "að bera í bakkafullan lækinn". Engu að síður.

Fyrir neðan finnur þú slóðir í ræður forsetans 2003 og 2005. Þessa ræður voru ævintýralega vitlausar og "kitschig". Aulahrolls ræður.

En það sem er lang verst fyrir forseta ræfilinn er kaflinn; "Hlutur forseta Íslands" í 8. bindinu, bls. 170-178 í Sannleiksskýrslunni svo kallaðri. Í öllum okkar nágrannalöndum hefði slíkur forseta þurft að víkja. En það gerðist ekki hér, þökk sé algjöru dómgreindleysi þjóðarinnar.

Síðan hefur forsetinn verið duglegur við að flikka upp á sína ímynd með allskonar bulli erlendis, en það virðist falla vel í kramið hjá þjóðrembdum innbyggjurum.

Minnir á bauk Dabba við að endirskrifa eigin afglapasögu upp í Hádegismóum á kostnað skattgreiðanda.

p://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf

http://www.forseti.is/media/files/00.05.05.Los.Angeles(1).pdf

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband