24.6.2013 | 13:14
Er Seðlabankinn að afvegaleiða umræðuna um skuldalækkunina
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum út á loforð sitt um miklar skuldalækkanir til handa þeim sem skulduðu verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007-2010. Afar skiptar skoðanir hafa verið uppi um það, hvort slík skuldalækkun sé raunhæf eða jafnvel réttlætanleg og þá ekki síst vegna afleitrar stöðu ríkissjóðs.
Það fé sem Framsóknarflokkurinn ætlaði í þessar skuldalækkanir á að koma frá vogunarsjóðum og öðrum eigendum gömlu bankanna sem greiðsla fyrir að fá að flytja fjármuni sína úr landi í erlendum gjaldeyri. Með því að nota þetta hugsanlega og væntanlega fjármagn til að létta skuldabyrði ríkissjóðs hefði ávinningurinn ekki aðeins komið íbúðaskuldurum til góða, heldur landsmönnum öllum í formi viðráðanlegri skattbyrði en annars er fyrirséð að verði.
Seðlabankinn hefur nú blandað sér í umræðuna um þessar fyrirhuguðu skuldalækkanir og segir m.a: "Niðurstöður rannsókna sérfræðinga Seðlabanka Íslands sýna að almenn niðurfærsla lána er bæði dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við þau heimili sem eiga bæði við greiðslu- og skuldavanda að stríða." Þetta verður að teljast furðulegt innlegg í umræðuna, þar sem aldrei hefur verið rætt um að þessi aðgerð væri hugsuð til að bjarga heimilum sem eru í greiðsluvanda, heldur einungis til að létta undir með þeim sem skulduðu verðtryggð íbúðalán á ákveðnu árabili.
Ef Seðlabankinn ætlar sér að taka afstöðu til pólitískra deilumála er lágmart að hann fari rétt með og haldi sér við sannleikann og þær staðreyndir sem liggja að baki hvers máls.
![]() |
Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 25.6.2013 kl. 11:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum út á loforð sitt um miklar skuldalækkanir "
Er þetta ekki eftirá skýring fyrrverandi stjórnarflokka - því ekki geta þeir viðurkennt að það var þeirra eigið getuleysi sem fældi fólk frá
Grímur (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 13:50
Þarna eru öllu snúið á hvolf.
Það sem ekki verður borgað, verður ekki borgað.
Það þýðir að enginn borgar fyrir það.
Seðlabankinn er greina þetta útfrá röngum forsendum, sem hljóta að vera á misskilningi byggðar.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 13:50
Sæll.
Ætli þetta séu ekki sömu sérfræðingar SÍ og sögðu að við gætum alveg greitt Icesave með því að ofreikna verulegar eignir okkar. SÍ er hér að verða sér til háðungar eins og venjulega. Seðlabankann á leggja niður eða í það minnsta vængstýfa verulega. Mér finnst verulega Sf lykt af þessu þvaðri SÍ.
Ætli þetta séu svipuð sérfærðikunnátta og FME sýndi af sér rétt áður en bankarnir hrundu? Mér dettur ekki í hug að taka mark á SÍ eða FME, svo oft hafa þessi batterí klúðrað.
Seðlabankinn ætti frekar að segja landsmönnum hvað hann skuldar mikið og hve mikið ríkissjóður skuldar.
Helgi (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 14:46
Slakið á. Það sér fljótlega fyrir endann á hálfvitaganginum, eða eins og Þráinn Bertelsson orðaði það:
"Með þessu glæsilega áframhaldi verður þetta afstaðið fljótlega eftir verslunarmannahelgi, kosningar í haust og ríkisstjórn hvunndagsfólks tekin til við að sópa og skúra unglingaherbergin og tína upp glerbrotin löngu fyrir jól.“
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 14:49
Seðlabankinn er enn og aftur að verða sér til skammar. Er ekki Már þarna ennþá? Eða fór hann kannski heim þegar hann fór í fýlu út af laununum sínum....ég held hann hljóti að vera þarna enn, annars kæmi ekki svona þvæla frá þeim þarna í Seðlabankanum.
assa (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 16:54
Hvaðan koma þessir peningar:
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7722
Almenningur (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 17:44
Sjaldan er nú mikið að marka það sem Haukur Kristinsson sendir frá sér, en með tilvitnun í Þráin Bertelsson slær hann jafnvel sjálfum sér við.
Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2013 kl. 18:53
er ekki búið að vera að segja undanfarin á að hrunið hafi valdið "bæði við greiðslu- og skuldavanda" - þess vegna ca 20% niðurfelling. kannski rugl í mér EN þú getur kannski sagt mér hvað xB lofaði í þessum málum. man ekki eftir þessu: "að létta undir með þeim sem skulduðu verðtryggð íbúðalán á ákveðnu árabili."
Rafn Guðmundsson, 24.6.2013 kl. 22:19
Rafn, aldrei hef ég kosið Framsóknarflokkinn og því síður tek ég að mér að vera talsmaður þess flokks, en það hefur ekki verið talað um 20% niðurfellingu húsnæðisskulda í nokkur ár og kosningaloforðin fjölluðu ekki um ákveðna prósentu, heldur lækkun lána vegna þess verðbólguskots sem varð í kjölfar hrunsins.
Þú ættir að fylgjast betur með umræðunni áður en þú krefur aðra um að vera upplýstir um málefnin sem til umfjöllunar eru hverju sinni.
Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2013 kl. 22:42
ég er nokkuð viss um að hafi heyrt 20%, ca 20% og kannski minna og kannski meira en 20%. öruggur á að því var lofað þanngi ....
Rafn Guðmundsson, 24.6.2013 kl. 23:02
Rafn, þú þyrftir að rifja upp t.d. aragrúa viðtala við Sigmund Davíð í fjölmiðlum undanfarna mánuði og meðtaka hans sýn á málið. Hvort þú verðir svo sammála honum í öllum atriðum, frekar en t.d. ég, er svo allt annað mál.
Axel Jóhann Axelsson, 25.6.2013 kl. 08:43
Rafn er að rugla saman kosningaloforðum frá 2009, við kosningaloforð kosninganna 2013.
20% aðgerðin var miðuð við að yrði framkvæmd strax eftir kosningar 2009, í kjölfar hrunsins, en fyrir síðustu kosningar var því skriljón triljón sinnum líst að sú leið væri ekki raunhæf lengur, t.d. vegna þess að það væri ekki eðlilegt að sá sem tók lán 2012 sé að fara að fá sömu leiðréttingu í prósentum og sá sem tók lánið 2007.
Eðlilega.
Sigurður (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 09:43
rétt Axel - einhver þarf taka saman þessi viðtöl við xB menn og konur og birta á netinu - mikill munur á hvernig menn 'tóku' þessum loforðum
Rafn Guðmundsson, 25.6.2013 kl. 10:11
Þráinn Bertelsson spáir því að vitleysan verði afstaðin fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Ósammála, mun fyrr.
Kögunarstrákurinn er þegar með allt niðrum sig, vælandi og skælandi. Ég vil ekki trúa því að þjóðin geti sætt sig við svona dilettanta. Líkleg er Bjarni Ben búinn að fá meira en nóg.
Til greina kæmi að skipa þegar utanríkisstjórn og senda Sigmund Davíð heim. Þar getur hann dundað við að telja aura sína og leika sér með Lego.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 15:32
Þetta er bara pólítík hjá Seðlabankanum.
Ég er ansi hrædd um að við séum með pólitískari Seðlabankastjóra en nokkru sinni fyrr.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 20:23
Sem betur fer þá er Seðlabankinn ekki Ríkisstjórnin, og hvorugt fer með löggjafarvald. Punktur.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2013 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.