"Netlöggur" Steingríms J. og CIA eiga margt sameiginlegt

Árið 2007 boðaði Steingrímur J. þá draumsýn sína að komið yrði á fót "netlöggu" á Íslandi, sem fylgjast skyldi með því hvort og hvenær landsmenn færu inn á klámsíður á netinu, eða stunduðu þar önnur ósiðleg samskipti.  Til þess að uppgötva klámhundana hefði þurft að fylgjast með allri netnotkun allra landsmanna, allan sólarhringinn, allt árið um kring og sía frá "eðlilegu" notkunina frá þeirri "óeðlilegu".  Varla þarf að taka fram að hugmyndinni var vægast sagt illa tekið af almenningi, enda komst "netlögga" Steingríms J. aldrei á legg, svo vitað sé.

Njósnastofnanir, leyniþjónustur og lögregluyfirvöld flestra landa halda úti víðtæku eftirliti með þegnum sínum (og annarra þegnum), ekki síst í nafni baráttunnar við hryðjuverkahópa og aðra stórglæpamenn.  Til þess að finna þrjótana þarf væntanlega að fylgjast meira og minna með öllum almenningi til þess að geta vinsað "góðu gæjana" frá þeim vondu.  Slíkt eftirlit fer meira og minn fram í gegn um tölvur og myndavélar, sem fylgjast með ferðum fólks og farartækja um líklegar sem ólíklegar slóðir.  Allar ferðir fólks er orðið auðvelt að rekja eftir farsímum, greiðslukortum og alls kyns rafrænum leiðum og óvíða orðið hægt að fara án þess að auðvelt sé að rekja slóðina eftirá, ef ekki jafnóðum.

Upphlaupið um njósnir CIA um tölvusamskipti almennings í leit að hryðjuverkamönnum er að mörgu leyti undarlegt í því ljósi að öllum hefur verið kunnugt um þessar njósnir árum saman og þær eru stundaðar af flestum löndum veraldarinnar, a.m.k. þeim sem eitthvað þykjast eiga undir sér.  Meira að segja er sagt að allar Norðurlandaþjóðirnar standi í njósnum af þessu tagi og teljast þær þó varla með þeim "stóru" í heiminum.

 


mbl.is Á ekki að fá að ferðast áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeim tókst nú reyndar einu sinni að koma upp um það að starfsmenn bandaríska verðbréfaeftirlitsins eyddu víst talsverðum hluta tíma síns í að skoða klám á internetinu. Það útskýrði líka að nokkru leyti hvers vegna fjármálahrunið fór alveg framhjá þeim. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2013 kl. 23:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðmundur þeir eru heiftugri sem reyna að koma höggi á USA. með svona staðhæfingum,sem eru vísast upplognar eins og þeim er tamt sem þola ekki styrk þessa öfluga bjargvættar Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2013 kl. 02:51

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Helga er bara reglulega fyndin.

Jónatan Karlsson, 24.6.2013 kl. 05:24

4 identicon

Nema það að í BNA þá er það ólöglegt fyrir þessar stofnanir FBI, CIA og NSA að njósna um sína eigin þegna nema þeir hafi fengið fyrirfram dómsúrskurð sem yfirleitt leyfir afar þrönga leit í gegnum núverandi samskipti þess einstaklings. Það að núna er verið að safna öllum upplýsingum sem samskipti einstaklings þannig að hægt er að leyta í gegnum alla samskipta sögu hans ef hann lendir einhverntíman undir grun fyrir nokkurn hlut og nota hvað sem er til byggja mál á móti honum er eithvað alveg nýtt.

Segjum að þú skrifaðir vin þínum póst fyrir 5 árum þar sem þú gantast með það að það væri gaman að svíkja undan skatti og síðan lendiru í skattrannsókn, hversu vel mundi það líta út?

Hvað varð um hægrimenn sem börðust fyrir persónufrelsi í staðin fyrir að óska eftir meira og meira eftirliti á þegnum? Ef ég man rétt þá voru það alltaf við sem gerðum grín að Stasi og svipuðum stofnunum fyrir það eftirlit sem þau hefðu með sínum eigin þegnum. Var það ekki líka vegna þess að þau voru að verja fólkið fyrir hryðjuverkum?

Frétt um málið frá Guðmundi

http://www.washingtontimes.com/news/2010/feb/2/sec-workers-investigated-for-viewing-porn-at-work/?page=all

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 10:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elfar, hafir þú lesið það út úr pistlinum að verið væri að mæla þessum njósnum bót þá er það alger misskilningur. Einingis var verið að fjalla um þá staðreynd að þessar njósnir tíðkast víða um lönd og hversu auðveldar þær eru nú á tímum þar sem nánast allar manns ferðir og gjörðir skrást einhversstaðar inn í tölvukerfi eða eftirlitsmyndavélar.

Að sjálfsögðu þarf að berjast gegn því að "stóri bróðir" misnoti ekki aðstöðu sína og getu til að njósna um allt og alla. Persónufrelsið verður að varðveita og það er hreinlega algert hneyksli að vesturlönd skuli vera farin að beita "Stasiaðferðum" gegn þegnunum.

Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2013 kl. 11:34

6 identicon

Ef það væru svona miklar njósnir

mundu þá ekki USA vita allt um Snodown  - allaveg jafn mikið og Kristinn og Assange

Grímur (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband