Var hrunið bankamönnum að kenna?

Á Íslandi hafa vinstri menn haldið því stíft að fólki að bankahrunið bæði vestan hafs og austan, að ógleymdu íslenska "bankaráninu" sé alfarið "hrunstjórn" Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að kenna, þó reyndar sé látið eins og Samfylkingin hafi alls ekki verið í stjórninni og alls ekki haft eitt eða neitt með bankamálin að gera, þrátt fyrir að ráðherra þess flokks hafi verið æðsti yfirmaður bankamálanna og fjármálaeftirlitsins.

Úti í hinum stóra heimi hefur enginn heyrt minnst á íslensku "hrunstjórnina" og þar dettur engum í hug að kenna öðrum en bankamógúlum um hvernig fór.  Ekki einu sinni hefur íslenskum vinstrimönnum dottið í hug að kenna sósilistastjórnum hinna ýmsu Evrópulanda um hrunið á þeim slóðum og taka sem góðri og gildri skýringu að alls staðar annarsstaðar en á Íslandi hafi það í raun verið ævintýra- og glæpamennska innan bankanna sjálfra sem sökina bera.

Nú hefur breskur prófessor bætt um betur og telur að eiturlyfjanotkun bankamanna hafi átt stóran hlut að máli, eða eins og segir í upphafi viðhangandi fréttar:  "David Nutt, fyrrverandi ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum, segir að bankahrunið hafi orðið vegna þess að of margir bankamenn neyttu kókaíns. Nutt, sem er prófessor, segir að bankamennirnir hafi í kókaínvímu verið fullir sjálfsöryggis og tekið of mikla áhættu."

Ekki dettur honum í hug að bankahrunið í Bretlandi hafi verið Verkamannaflokknum að kenna, sem þó var búinn að sitja í ríkjastjórn um margra ára skeið þegar bankahrunið varð í Bretlandi. 


mbl.is Bankamenn á kókaíni ollu hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki Jón Ásgeir Jóhannesson bankamaður ?

Þessi lýsing passar vel við hann.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 20:12

2 identicon

Erlendir bankar forðast öll viðskipti við Íslenska banka því glæpa-orðsporið loðir enn við þá. Allir erlendir einstaklingar sem ég tala við segja - Íslendingar komast kannski inn í EU eftir 10 ár, í fyrsta lagi. Glæpasporið loðir við þá í áratugi.

Og ég trúi á þetta með kókið.

Íslenskir bankamenn hafa ekki viðskiptavit en eru hressir og fljótfærir heimskangjar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 22:50

3 identicon

In the U.S., we have certainly been talking about the fact that the banking collapse was caused by poor governmental oversight and lack of regulation. Although risk-taking behaviour by bankers is definitely acknowledged, and their cleverness at hiding poor assets by bundling them with good assets, even a country as capitalistic as the U.S. feels that the banking crisis was caused by the government not doing its oversight job. Iceland is not the only place wanting to hold the government accountable. And the rejuvination of the Democratic party shows that it is the Republicans that are being blamed for this lack of oversight on the banking industry.

Elisabeth (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 23:30

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var hrunið bankamönnum að kenna?

Svarið er einfallt "JÁ."

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 16.4.2013 kl. 00:01

5 Smámynd: Snorri Hansson

Svarið er já og við eigum ekki að reyna að útvatna það með bullukenningum.

Snorri Hansson, 16.4.2013 kl. 05:54

6 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Því miður er þetta of einföld kenning. Reglurnar eru bara of vitlausar. T.d. hvernig eiga endurskoðendur að endurskoða fyrirtæki, sem ráða þá til verksins. Ef þeir finna eitthvað, þá eru þeir bara reknir.

Reglur ESB duga bara ekki í nútíma viðskiptum og það tekur þá allt of lengi að koma sér að lausn vandans. Auðvitað voru æði margir glæponar á ferð, bæði hér og á Írlandi og víðar, en það er samt mannlegt að stela, ef það er allt of auðvelt. Bankarnir eru bara rændir innanfrá. Sá sem á hlutaféð notar það til að ræna innistæðunum í formi lána án veða og þegar allt fellur borgar ríkið, sem eru skattgreiðendur. Hlutafjárkaupendur eru líka rændir. Forstjórum borguð ofurlaun af þeim sjálfum og sett eru í gang þykistu viðskipti til að hækka verð á bréfunum sem einn dag gufa bara upp. Svisslendingar eru byrjaðir að bæta sínar reglur.

Við getum ekki beðið eftir ESB, þeir geta síðar tekið svipaðar reglur upp, án þess að verða hluti af Íslandi ;o)

Sigurður Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 08:19

7 identicon

Bankahrunið var hægri STEFNUM að kenna, sama svo sem hver kom þeim í gegn. Það voru stefnur frjálshyggjunnar, hvað varðar afnám reglugerða og annað slíkt, sem gerðu bankamönnum kleift að fylgja eðli sínu sem áhættufjárfestar, að taka áhættur af slíkri stærðargráðu og þeir gerðu. Þar sem engin höft voru á áhættufjárfestum og næst sem ekkert eftirlit, enda fjármálaeftirlitið gerspillt og gelt á þessum tíma, vegna samspils spillingar og vanhæfni alþingis, þá gerðu fjárfestar eða ''bankamenn'' það sem þeim lysti enda gráðugir með endemum og steyptu því bankakerfinu og efnahaginum í heild sinni í glötun.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 10:42

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svarið er já hér líka.En það má ekki gleyma því að EES aðildin spilaði þar stórt hlutverk(Frjálst peningaflæði milli landa),það var verk stjórnmálamanna.Eftirlitskerfið var ekkert-verk stjórnmálamanna.Óstjórn í peningamálum þjóðarinnar-búið að vera alla hundstíð frá stofnun lýðveldisins.Þetta er verk allra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokkurinn á nú kannski mest vegna veru hans í stjórn síðustu áratugina-Alþýðubandalagsins minnst einfaldlega vegna þess að hann komst næstum aldrei í aðstöðu til að gera eitthvað af sér.Hvernig væri nú bara að viðurkenna hlutina.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.4.2013 kl. 13:18

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það ekki rétt hjá mér að það má ekki endurskoða reikninga ESB vegna gífurlegrar spillingar og þess vegna hafa ESB reikningar ekki verið endurskoðaðir í mörg ár.

Nei það er sko ekkert mannlegt við að stela, en það ómannlegt á hinn bóginn.

Seint held ég að Jón Baldvin viðurkenni að hann sé HÆGRI maður Jón Ferdínat, var það ekki Jón Baldvin sem stóð sem mest að aðild Íslands í EES?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 16.4.2013 kl. 14:11

10 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Alþýðuflokkurinn var hægri krataflokkur, að sumu leyti til hægri við Sjálfstæðisflokkinn, en að öðru til vinstri. Þó hann væri litli bróðir í samstarfi við íhaldsmenn þá var oft talsverð hugmyndafræði hjá þeim og þeir höfðu talsverð áhrif á stefnu íhaldsmanna en ekki bara á hinn veginn. Hann hafði listabókstafinn A eins og Björt Framtíð og er það nokkuð nálægt lagi að það framboð skyldi fá þann staf! Þetta til skýringar fyrir unga lesendur okkar. Ef til vill erum við komin á byrjunarreit áður en Samfylkingin var mynduð?

Ég var ekki að segja að margir steli gjarnan, en æði margir geta stolið, ef þeir eru svangir eða haldnir græðgi og flestir segja ósatt, ef þeir þurfa. Hins vegar fáir sem myrða. Ef einhverjir halda að flestir steli aldrei þá er það því miður ekki satt. Sérstaklega ef það byrjar sem að taka sér "lán" og hafa í hug að skila peningunum aftur. Reglurnar þurfa að gera ráð fyrir að freistingarnar séu ekki alltof stórar og tíðar, ekki má gera ráð fyrir að allir séu stranglega heiðarlegir. Þetta er líka efnahagsleg nauðsyn til lengdar. Menn geta hagnast á svikum í stuttan tíma, en verðbréfamarkaður skapar ekki traust þegar vitað er að öll endurstoðun reikninga félaganna er markleysa og verðið geti verið skrúfað upp með ýmsum ólöglegum klækjum. Þar með stöðvast viðskipti og fjárfestingar minnka. Atvinnuleysi og fátækt eykst. Þannig hefur þetta ástand alvarlegar afleyðingar til langs tíma.

Sigurður Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 20:26

11 identicon

Ég ætla að leyfa mér að giska á að Axel sé Framsóknarmaður. Eins gæti verið að hann sé siðblindur....hvort tveggja í senn kemur líka til greina.

Ólafía (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 02:28

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurður

Það er mannlegt að geta staðist freistingar og ágyrni, en dýrslegt að gefa undan freistingum og ágyrni og þar af leiðandi er það ómannlegt að standast ekki freistingar og ágyrni.

Ólafía,

Ég er næstum vissum að Axel hefur aldrei kosið (F) og ekki sé ég neina siðblindu í því sem pistilhöfundur skrifar um.

En er eitthvað athugavert við að fólk sé aðhlynt (F), eða þarf fólk að sjá allt eins og þú sérð það Ólafía?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.4.2013 kl. 12:27

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafía, vertu svo elskuleg að útskýra þessa athugasemd þína og á hverju hún er byggð.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband