10.4.2013 | 21:36
Kjósið flokkinn - ekki formanninn
Skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið leiðir í ljós að rúm 40% þeirra sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í komandi kosningum segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Krístjánsdóttir væri formaður þess flokks.
Þetta sýnir ótvírætt hve persónulegar árásir, níð og lygar um Bjarna Benediktsson hafa haft gríðarleg áhrif á annars dyggt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins, sem hefur látið stanslausan áróður vinstri manna í hans garð hafa áhrif á hvað það hyggst fyrir í kosningunum. Með því að greiða Framsóknarflokknum atkvæði á að neyða Bjarna til að segja af sér formennskunni og þá mun Hanna Birna að sjálfsögðu taka við henni, enda varaformaður og staðgengill formanns.
Sá sem þetta skrifar er einlægur og dyggur stuðningsmaður Hönnu Birnu og vill gjarnan sjá hana í formannsstólnum sem allra fyrst og reyndar þó fyrr hefði verið, en hefur ekki látið persónusvívirðingarnar í garð Bjarna hafa áhrif á lífsskoðanir sínar og mun að sjálfsögðu kjósa flokkinn í komandi kosningum, enda eini flokkurinn sem boðar þær hugsjónir og stefnu sem að þeim skoðunum falla.
Sannir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem óánægðir eru með Bjarna sem formann ættu eftir sem áður að standa við lífsskoðanir sínar og kjósa þann flokk sem næst þeim stendur og strika út af kjörseðlinum þá frambjóðendur sem þeir sætta sig ekki við. Með miklum útstrikunum yrði Bjarna ekki sætt lengi í formannsstólnum, en stuðningsmennirnir myndu þá ekki stórskemma fyrir flokknum sjálfum með því að gera formannsskiptin sársaukafyllri fyrir alla aðila en nauðsynlega þyrfti.
Hugsjónirnar og flokkurinn sem fyrir þeim stendur er miklu mikilvægari en sá sem skipar formannssætið um skamma stund.
Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Ben átti aldrei sjans. Var of stórtækur í braskinu fyrir Davíðshrunið, nýtti sér innherja upplýsingar til að græða nokkrar milljónir. Að vísu í góðum félagsskap vina sinna í Flokknum hvað það varðar, en það kom sér ekki vel fyrir sjálfan flokksformanninn.
Innherjaviðskipti voru að vísu daglegt brauð hjá klíkunni. Greyið hann Baldur þurfti að bíta í súra eplið fyrir marga. Eiginlega ósanngjarnt, þótt brot hans hafi bæði verið flagrant og skelfilega banal.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 22:07
ég get hvittað undir hvert orð hérna
sammála þessu
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 22:18
Haukur
Hvaða innherjaviðskipti var Bjarni að stunda?
Það er alvarlegt að saka menn um lögbrot hér á netinu. Þú vilt kannski upplýsa um þetta?
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 22:19
Spyr sá sem veit.
http://www.dv.is/frettir/2011/3/28/bjarni-ben-seldi-bref-sin-i-glitni-i-februar-2008/Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 22:30
Fólkið sem stendur xD fyrir sínum atkvæðum vill Bjarna burt – við viljum hann burt!
Miðstjórnin og elítan innan flokksins vill annað.
Þetta er það sem gerist þegar grasrótin er hunsuð og vanvirt trekk í trekk.
Annað kjörtímabil utan ríkistjórnar mun stráfella þessa einræðisherra og kenna flokknum þá dýrmætu lexíu að hlusta á sína kjósendur!
Það er dýr kennslustund, en hún er líka dýrmæt.
Teitur Haraldsson, 10.4.2013 kl. 22:38
Ef Bjarni fer frá þá fer D listi í 40% og framsókn í sín gömlu 14%. Það er staðreynd. Kjósendur kjósa fólkið í flokknum en ekki flokkinn. AJA kjósendur eru ekki heilalausar skeppnur sem ekkert hugsa og kjósa bókstaf sama hvað er bak við hann. Bjarni er með "lík í lestinni" og verður að fara frá strax svo Hanna Birna komist með flokkinn sem hann á heima í það er að segja í 40%.
Guðlaugur Hermannsson, 10.4.2013 kl. 22:42
Sammála Teiti Haralds.
Guðlaugur Hermannsson, 10.4.2013 kl. 22:43
Sleggjan og Hvellurinn!
Það hefur ekkert sannast á Bjarna en heldur ekki afsannast. Meðan vafinn er til staðar þjónar hann engum öðrum tilgangi en að skaða flokkinn. Formaður þarf að vera ÁN NOKKURS VAFA, ella blómstrar hann ekki. Það er einmitt að koma í ljós þessa daganna. Ég hélt að menn myndu vakna við þetta á landsfundinum, því miður bar landsfulltrúum ekki sú gæfa að skilja mikilvægi formannsskipta, og nú súpa þeir seiðið af því.
Þórður (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 22:55
Þegar ég sá Bjarna Ben í sjónvarpinu í gær leit hann út eins og uppvakningur, flatur og án nokkurs sjálfstrausts. Held að hann sé farinn að átta sig á stöðunni.
Þórður (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 22:57
Haukur heldur sig við dylgjurnar um Bjarna og vísar í dæmigerða DVgrein, en það blað hefur lagt Bjarna í einelti í mörg ár með álíka vitleysu og þarna kemur fram. Bjarni hefur ekki verið sakaður um eitt eða neitt, hvorki í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis eða af Sérstökum saksóknara. Enginn hefur getað fundið stað áróðrinum um að Bjarni hafi verið flæktur í ólöglegt athæfi, hvorki fyrir eða eftir hrun.
Þessi svívirðilegi málflutningur hefur þó haft þau áhrif að jafnvel ýmsir Sjálfstæðismenn eru farnir að taka mark á honum ef marka má t.d. þessa skoðanakönnun sem vitnað er til í upphaflega pistlinum.
Kosningar eiga að snúast um málefni en ekki um persónuníð og lygar.
Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2013 kl. 23:05
Æi, láttu ekki svona Axel Jóhann. Vertu ekki svona barnalegur. Enginn sagði að viðskipti Bjarna hafi verið ólögleg. En það er svo margt löglegt á klakanum, þótt siðlaust með öllu. Jafnvel innherjaviðskipti.
Nú fullyrða lögfræðingar Kaupþings forkólfanna, að þeir hafi ekkert brotið af sér, allt miklir sómamenn.
Hættu að bulla Axel Jóhann, því þú ert enginn kjáni, svo mikið veit ég.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 23:22
Innherjaviðskipti eru lögbrot. Enginn nema þú, Haukur, hefur borið slíkar sakir á Bjarna. Þetta eru alvarlegar ásakanir og þú verður að leggja fram sannanir fyrir áburði þínum, því annars er þetta einungis marklaust þvaður og níð.
Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2013 kl. 23:27
Axel, þú hefur greinilega ekki fylgst með því sem Jón Steinar hefur verið að fjalla um. Bók er víst á leiðinni.
Um tímabundinn innherja, fyrsta og annan innherja, bla, bla, bla.
Allt í sómanum samkvæmt íslenskum "ólögum".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 23:41
Haukur, á meðan þú sannar ekki ásökunina, eða dregur hana til baka, telst þú ekki vera annað en hrokafullur ómerkingur sem ert sjálfum þér ítrekað til háðungar.
Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2013 kl. 01:59
Ætli DV hafi rannsakað gjaldþrotasögu Reynis Trausta?
Nei, það hefur DV ekki gert.
En að eineltinu og níðinu í garð Bjarna Ben.
Kristján Þór hafði fullkomlega rétt fyrir sér með eineltið. En því miður, þá bað hann einhvern leikara afsökunar, sem hefur slegið eign sinni á eineltistúlkun.
Þessi óþolandi eftirgjöf í garð fólks sem slær eign sinni á "siðferði" er algerlega óþolandi, og er dæmigerð fyrir ónýta stjórnmálamenn sem geta með engu móti sett fram og staðið með sínum skoðunum, og virka fyrir vikið sem ístöðulausir vindhanar sem hafa ekki styrk til að stjórna.
Bjarni Ben er skotspónn eiuturpadda eins og Hauks, það er staðreynd og það er líka staðreynd að hann hefur ekkert ólöglegt gert.
Því miður fer það saman að Bjarni er ekki til forystu fallinn, og margir sem ég þekki álíta hann gulldreng sem fæddist með silfurskeið í munni. Það hefur ekkert með sorpsnepilinn DV að gera, eða nöðrur eins og Hauk. Þau áhrif eru ofmetin.
Það er því harmur að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki komið sterkari til kosninga, vegna þess að ekki megi gefa eftir vegna eineltis og lyga.
Lykillinn er að skipta um formann, og um leið að gera harða atlögu að þeim níðhöggum sem hafa dregið alla umræðu á Íslandi í svaðið.
Bjarni yrði hinsvegar fínn sem ráðherra, og persónulega tel ég hann betri kost en Hönnu Birnu sem formaður. En því miður, sá skipstjóri sem ekki fiskar, verður að víkja.
Hilmar (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 04:43
http://www.dv.is/frettir/2009/12/13/bjarni-ben-i-braski-turninn-i-makao-innlegg-wernersbraedra/ http://www.dv.is/frettir/2009/12/9/bjarni-ben-styrdi-og-atti-i-bnt-en-segir-vafning-ekki-koma-ser-vid/
Innherjaviðskipti þurfa ekki að vera innherjasvik, samkvæmt íslenskum rétti, segja lagatæknar Íhaldsins. Gott og vel, en væri ekki full þörf á að láta fara fram rannsókn á því hvort Bjarni Ben hafi ástundað innherjasvik í kjölfar Vafningins með hlutabréf sín í Glitni?
Jónas Kristjánsson: „Bjarni Benediktsson segist hafa verið meðvitundarlítill í veizlunni miklu. Skrifaði meira að segja undir pappíra án þess að hafa hugmynd um innihaldið. Var ekki bara að byggja skýjaborgir á spilavítiseyjunni Macau. Keypti líka sjoppur á Bretlandi. Segist ekki hafa tapað neinu á útrásinni, notaði fé frá Sjóvá í braskið. Síðan fór Sjóvá á hausinn, hafði eytt bótasjóði almennings í þetta meðvitundarlausa rugl. Til að verja fólk fyrir ævintýramennsku hinna frábæru snillinga neyddist ríkið til að spreða tólf milljörðum í þrotabú Sjóvá. Þannig lauk braski Bjarna á kostnað skattgreiðenda. Þú borgar tjónið.“
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 05:01
Axel hef hitt nokkra Sjálfstæðismenn sem hafa sagt að Bjarni verði að fara frá. Hef spurn nokkra þeirra hvað Bjarni hefur gert rangt. Þa vísa menn helst til skrifa DV. Svo afneita menn alfarið DV. Þá kemur svari eins og já, en allir eru með þessa skoðun. Það var líka sennilega hluti af skýringunni af hverju menn skrifuðu undir undirskrifarlistann á Húsavík hér um árið.
Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 06:26
Haukur, það eru engar sannanir að vitna í skrif annars slúðurbera. Sérstakur saksóknari hefur ákært Wernersbræður vegna Sjóvármálsins, en ekki Bjarna Ben. Hvers vegna skyldi það vera? Ætli það sé ekki vegna þess að Bjarni liggi ekki undir grun um að hafa brotið nokkuð af sér?
Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2013 kl. 08:00
Axel Jóhann, margt bendir til þess að Bjarni Ben hafi ekki brotið af sér samkvæmt íslenskum lögum. En það breytir því ekki, að hans brask var siðlaust, kostaði samfélagið milljarða og í flestum siðuðum löndum hefði Bjarni verið fundinn sekur.
En af hverju öll þessi skrif um Bjarna Ben og brask hans? Jú, þessi maður vildi verða forsætisráðherra Íslendinga og gæti orðið það. Hvorki meira né minna. En þjóðin á betra skilið, að undanskildum ykkur sjallabjálfunum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 08:16
Og enn vitnar svíðingurinn Haukur í DV, blaðið sem stundar skilasvik á vörslusköttum, og er rekið og niðurgreitt af andstæðngum Sjálfstæðisflokksins.
Gengur lengra núna, og vitnar í kolgeggjaðan fyrrverandi ritstjóra DV, sem þurfti að hrökklast úr starfi fyrir sóðaskrif.
Eftir 600 níðgreinar um Bjarna í DV, þá hafa menn ekkert, nema að hann hafi skrifað undir plagg sem lögmaður, sem var dagsett örfáum dögum fyrir undirskrift, "glæp" sem stærsti hluti þjóðarinnnar hefur þá framkvæmt, og er ekki ólöglegt á einn eða neinn hátt.
Það er nú allt sem sóðarnir hafa.
Hilmar (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 08:22
Allir sem hafa eitthvað vit á fjármálum hefðu selt hlutabréf í Glitni seinnipart 2007 og svo 2008.
Þarf ekki innherja upplýsingar fyrir það.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 08:30
„Allir sem hafa eitthvað vit á fjármálum"
Þá eru mjög fáir sem hafa vit á fjármálum á Íslandi.
Ertu virkilega að segja að Bjarni og Pabbi hans séu klárustu fjármálamenn íslands?
Teitur Haraldsson, 11.4.2013 kl. 09:00
Það eru lög í landinu sem vernda fólk fyrir lygum og slúðri.
Þessi frétt hefur ekki verið kærð eða dregin til baka.
Þannig að fréttin er rétt.
Það eru miklar líkur á að hann sé drullu skítugur, það er tilfinningin sem maður hefur.
Teitur Haraldsson, 11.4.2013 kl. 09:02
Þar að auki gerði maðurinn mistök í IceSave.
Sem formaður flokksins.
Sem yfirmaður, þá þarf hann að axla ábyrgð á því.
Þarna fór hann enn og aftur gegn vilja kjósenda flokksins, þeim sem standa að flokknum.
Það er hlustað á ráð frá formönnum og yfirmönnum og það er ekki ósamgjarnt að þeim sé gert að gjalda fyrir mistök sín.
Að sjá hann svo bauna á ríkisstjórnina eftir að dómurinn kom. Það var hræsni.
Hann átti að stein þegja og ekki heimta að einhver annar bæri ábyrgð ef hann ætlaði ekki að gera það.
Teitur Haraldsson, 11.4.2013 kl. 09:16
Teitur það eru virt ráð margra fremstu almannatengslaráðgjafa ráðgjafa heims. Ekki festast í skrifum sorpblaðanna og ekki kæra þau. Þau munu bara hefna sín.
Fyrir nokkrum áratugum voru líka mörg slúðurskrif um svokallað Geirfinnsmál. Sá málatilbúnaður var runninn undan rifjum gamla Alþýðuflokksins. Svo vill þetta lið taka upp málin nú. Auðvitað ber þetta fólk ekki nokkra ábyrgð, fremur en þátttöku sinni í hruninu, eða samþykkt Svavarssamningsins. Dæmdi dómstóll götunnar rétt þá?
Ung stúlka frá Húsavík kom fram í fjölmiðlum nú í vikunni. Kærði hún þá sem komu fram með undirskriftarlista til stuðnings gerandans í hennar máli. Var hún þá að samþykkja það sem þeir skrifuðu?
Er það tilviljun að það eru Samfylkingin sem hefur leitt níðið gegn Bjarna Benediktssyni. Munu þeir biðjast afsökunar? Varla.
Teitur finnst þér ekki vanta einhverja puntka inn í málflutning þinn
Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 09:27
Hlaut að koma að því að Íhaldið yrði að áhrifalausum flokki.
En að sá "pathway" lægi í gegnum Famsókn, því hefði ég aldrei trúað.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 09:29
Sæll.
Margir eru einfaldlega búnir að fá nóg af Bjarna, honum er ekki treystandi til að fara eftir stefnu flokksins. Það endurspeglast auðvitað í fylgi flokksins núna.
Hanna Birna er auðvitað lítt skárri (studdi sukkið í Hörpu) en samt er nauðsynlegt að maður eins og Bjarni verði settur til hliðar vegna frammistöðu sinnar. Nú eru Sjallar að gjalda fyrir það að geta ekki mokað flórinn, Bjarni og fleiri þurfa að fara til að endurvekja traust - fólk treystir ekki formanni sem vill eina stundina evru en næstu ekki, formanni sem eina stundina vill ekki Icesave en aðra vill hann Icesave.
Þessi útkoma er langt í frá óvænt og raunar eðlileg miðað við frammistöðu flokksforystunnar. Landsfundarfulltrúar bera auðvitað verulega ábyrgð á núverandi stöðu, þeir mokuðu ekki flórinn.
Helgi (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 09:46
Nú er ekkert sem bendir til þess að eins hefði ekki farið ef Hanna Birna hefði fengið formannssætið, e.t.v. hefðu fylgjendur Bjarna þá farið og kosið framsókn. Þessi óhlutlausa skoðanakönnun segir bara hálfa söguna og er því verri en engin og þeim sem tóku hana til skammar.
Espolin (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 10:15
Ég hætti að taka mark á DV fyrir mörgum árum. Þetta er slúðursblað sem hefur hag af því að selja sem flest eintök. DV hefur áður skrifað einhliða fréttir þar sem aðilar sem fjallað er um fá ekki tækifæri til að svara fyrir sig. Ef það á að sannfæra einhvern, ekki vísa þá í fréttir DV.
Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 11:06
Hanna Birna Kristjánsdóttir hafði engar vöflur á því, heldur sveik samþykkt landsfundar flokksins örstuttu eftir fundahaldið, í drottningarviðtali í Silfri Egils. Hún lýsti sig þar andstæða hinni sjálfsögðu lokun Evrópusambandsstofu, sem landsfundur krafðist þó. Hún var sem sé fljótari að svíkja landsfund en Bjarni Ben. í Icesave-málinu.
Þessi Evrópusambandsstofu-Hanna Birna verðskuldar ekki traust til forystu. Vill hún ekki bara fara í Evrópusambandið þrátt fyrir látalætin? Og ætlar hún að taka undir þá LYGI, að "Evrópustofa" (skrautyrði og skrök um Evrópusambandsstofu) sé bara dæmi um eðlilegt "kynningarstarf" eins og fram fer í Norræna húsinu? Veit hún ekki, að Evrópusambandið vill komast yfir Ísland rétt eins og Tékkland, Austurríki, Svíþjóð og Noreg á sínum tíma? Heldur hún, að það sé eftir litlu að slægjast fyrir gömlu nýlenduveldin þar í inntöku Íslands? Þvílík fáfræði, ef hún heldur það! Þýzkir, brezkir, franskir og spænskir áhrifamenn hafa lýst miklum hug sínum til að fá Ísland inn. (Bara hin fjögur ríki þeirra munu ráða 50,79% atkvæðavægi í leiðtogaráði ESB og ráðherraráði ESB (sem setur lög um sjávarútvegsmál) frá 1.11. 2014, sjá HÉR.)
230 milljónum króna dælir Brusselvaldið í sínar tvær ESB-stofur, á Akureyri og í Reykjavík, það fé þjónar innlimunaráformum ESB-ríkjasambandsins. Tíu milljónum dældi það áður í Árna Þór Sigurðsson, sem Steingrímur fól forystu í utanríkismálanefnd og leiðandi starf gagnvart Icesave-óværunni og ESB-þingákvörðunum!
Á virkan hátt dældi ESB fé inn í Noreg, Svíþjóð og Tékkland stuttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur þar um ESB-"aðild". Norðmönnum, grasrótinni, rétt tókst að verjast ásókninni, eftir svik sinnar stjórnmálastéttar, verkalýðsforystu og auðvaldsins (atvinnurekendasamtaka o.fl.), með aðeins 52,2% meirihluta NEI-atkvæða. Ætli ESB líti ekki á Ísland sem auðveldari bráð?
Hanna Birna veit, að jafnvel stórfyrirtækjum er óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka með meira en 300.000 krónum. Þykir henni samt eðlilegt, að 230 milljóna króna áróðursbatterí ESB ("Evrópustofa") fái að athafna sig hér?! Veit hún ekki, að með því er stórveldið einnig að styðja málstað og gengi andstðuflokks Hönnu Birnu sjálfrar, Samfylkingarinnar?
Þurfum við á svona vanhugsun að halda í forystu Sjálfstæðisflokks?
Og af hverju segir þessi Hanna Birna sjaldan neitt í skrifum? Er hún hrædd við að þurfa að standa hér fyrir svörum?
Jón Valur Jensson, 11.4.2013 kl. 14:26
Endilega ekkiiii losa flokkinn við Bjarna þá heldur hrunið á fylginu áfram og að endingu þurkast hann út, til heilla fyrir þjóðina.
Óli Már Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 15:42
Kosningar snúast um málefni og fólk en ekki bókstafi. Sannarlega gleðiefni hve margir eru farnir að gera sér grein fyrir því!
Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2013 kl. 18:49
jón valur getur ekki opnað á sér munninn án þess að nefna ESB
hvað annað er nýtt?
Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 19:35
Mér finnst vinkillinn hans Páls Winkels varðandi hatrið og heiftina vera sterkur punktur og skýra afneitun og leitun kjósenda af skyndilausnum vel.
Framsókn kemur stormandi fram með eina slíka, kjósendur tryllast af fögnuði. Efasemdarmenn, eins og ég og reyndar aðeins fleiri, trúa ekki á töfrabrögð og sjónhverfingar. Fréttamenn vita ekki einu sinni að hverju þeir eiga að spyrja og vaða alltaf í mennina, skítt með málefnin. Sama má segja með kjósendur og endurspegla sumar af þeim færslum hér að ofan það vel. Sá frasi að fólk sé fífl á stundum við enda er ekki talið að önnur skepna en mannskepnan geti verið fífl.
Sindri Karl Sigurðsson, 12.4.2013 kl. 11:35
Helsti Akelísar hælll Bjarna er að mati margra sá að hann hafi fæðst með silfurskeið í munni, sem varla er hans sök. Ég hef aldrei hitt manninn, en hann kemur vel fyrir og allir sem hafa haft kynni af honum tala vel um hann, ég held að honum sé treystandi.
Ef að birnunni henni Hönnu tekst með svikráðum að koma Bjarna frá þá kýs ég Framsóknarflokkinn eða Hægri græna.
Við erum búin að hafa kerlingu í brúnni síðastliðin fjögur ár sem er mikið meira en nóg fyrir mig. Eins og staðan er núna er helsti Akelísar hæll hans Bjarna að hafa svona geltandi vélbyssukjaft eins og hana Hönnu Birnu krafsandi í jakkalafið á sér.
Auðvitað eiga hugsjónir og flokkurinn sem fyrir þeim standa að nægja, en því miður er mannkindin svo hverful og sviksöm að það skiptir miklu máli hver forystusauðurinn er til að koma boðskapnum fram.
Áfram Bjarni!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 21:52
Ég held að það sé erfitt að fá betri mann úr viðskiptalífinu. Vandinn er bara sá að ímynd manna úr þeim geira er verri en þeirra sem dvelja á Hrauninu.
Að miklu leyti er skýringin sú að reglur ESB um viðskipti sem við förum eftir, ásamt Írlandi, Grikklandi og Kýpur gera svik í nútímaviðskiptum of einföld. Þetta þurfa ekki að vera miklu verri menn en gengur og gerist. Er ekki í lagi að lána nokkra milljarða án trygginga þegar maður á bankann? Æ, ég vonaði það besta, ég ætlaði ekki að nánast valda þjóðargjaldþroti. Nánast orðinn landráðamaður og ætti að dæmast til dauða eftir nokkurra áratuga gömlum lögum, úff. Allir sjá að erfitt er fyrir mann úr viðsiptaheiminum að gerast mögulegur forsætisráðherra (nema sjálfstæðismenn).
Breytum reglunum (ekki fyrst og ekki fyrst og fremst stjórnarskránni, þó henni megi breyta í rólegheitum síðar). Svisslendingar eru byrjaðir og ef ESB fylgir eftir og samþykkja svipaðar reglur, þá þurfa þeir ekki að gerast hluti af Íslandi ;o)
Sigurður Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.