Allt Sjálfstæðisflokknum að kenna?

Á Íslandi hafa vinstri menn kennt Sjálfstæðisflokknum um bankahrunið á haustdögum árið 2008 og þar með að bera ábyrgð á kreppunni sem það olli með tilheyrandi erfiðleikum fyrir heimilin í landinu.  Þessi ótrúlega kjánalegi áróður virðist hafa gengið ótrúlega vel í almenning eins og skoðanakannanir sýna glögglega um þessar mundir.

Í þessum blekkingaráróðri er látið eins og bankahrun og kreppa hafi verið eitthvert séríslenskt fyrirbrigði og vandlega passað upp á að nefna ekki efnahagshrunið sem gekk yfir þjóðirnar austan hafs og vestan og átti upphaf sitt í Bandaríkjunum, en breiddist þaðan um allan hinn vestræna heim.

Í meðfylgjandi frétt má sjá hvernig kreppan hefur leikið löndin í ESB og almenning þar, sem er að glíma við gríðarlegt atvinnuleysi, hrun fasteignaverðs og ókleifan skuldamúr.

Það verður að teljast með miklum ólíkindum að fólk skuli taka mark á þeim áróðri að Sjálfstæðisflokkurinn  á Íslandi skuli hafa verið svo valda- og áhrifamikill að hann hafi með verkum sínum getað valdið heimskreppu.


mbl.is Sex milljónir starfa urðu kreppunni að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í meðfylgjandi frétt má sjá hvernig kreppan hefur leikið löndin í ESB og almenning þar með yfir 60% aukningu atvinnuleysis frá hruni.

Í meðfylgjandi frétt má ekki sjá hvernig kreppan hefur leikið Íslendinga með yfir 100% aukningu atvinnuleysis frá hruni.

Bjálki í eigin auga sést illa þegar einblínt er á flís nágrannans.

Arnar (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 14:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arnar, ef þú heldur að efnahagsvandinn í ESB og sérstaklega evrulöndunum sé á við flís, þá þarftu að láta athuga eitthvað fleira en bara augun.

Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2013 kl. 16:47

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Orð í tíma töluð Axel,mér hefur oft ofboðið þessi einhliða áróður í stað þess að taka á raunverulegum vanda og orsökum bankahrunsins.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.4.2013 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband