22.1.2013 | 01:29
Ríkisstjórnin (og þjóðin ekki síður) ætti að hlusta á Jón Daníelsson
Ríkisstjórnin heldur áfram að vandræðast með innlimunarferlið í ESB og Samfylkingin heldur áfram að berja höfðinu við steininn sem Vinstri Grænir eru búnir að fela sig á bak við og þjóðin er löngu búin að sjá að tilburðum Samfylkingarinnar fylgir ekkert annað en hausverkur.
Katrin Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, boðar umheiminum að kosning um innlimunina muni fara fram á árinu 2014 eða 2015 "ef einhverjir hnökrar verða á viðræðunum við sambandið". Þegar lagt var upp með innlimunardrauminn sögðu Samfylkingarráðherrarnir að allt málið myndi taka 6-10 mánuði, þannig að hnökrar hljóta að hafa verið á því allan tímann og varla mun rakna mikið úr þeim úr þessu, enda virðast meira að segja hörðustu ESBsinnar varla trúa sjálfum sér lengur.
Ríkisstjórnin ætti að snúa sér að öðrum og brýnni málum og t.d. hlusta á það sem Jón Daníelsson, hagfræðingur, sagði í þættinum á Sprengisandi, en á það má hlusta hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16402
Í raun ætti hlustun á þetta viðtal að vera skylda hvers hugsandi manns og þó fyrri hlutinn sé fróðlegur, þá er íslenska ríkisstjórnin ekki líkleg til að hafa áhrif á það sem þar er rætt, en hún ætti að taka til sín það sem fram kemur í seinni hlutanum og hlusta á þann kafla kvölds og morgna þann tíma sem eftir lifir fram að kosningum.
Kjósendur ættu ekki síður að hlusta á það sem Jón hefur fram að færa um stefnu stjórnarinnar og forðast að gera þau mistök í komandi kosningum að kjósa annað eins yfir sig aftur.
Kosið um ESB 2014 eða 2015? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 1146732
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Daníelson talaði um að tölvur væru farnar að taka ákvarðanir fyrir fólk
=Er það ekki bara vandamál þeirra sem stilla tölvur sínar þannig?
--------------------------------------------------------
Hann talaði aldrei um með beinum hætti hvort að við þyrftum að tengjast stærra hagkerfi eða ekki
og hvaða möguleikar væru þá í boði
-------------------------------------------------------
Hann talaði um að atvinnulífið nyti lítils trausts hér á landi; væntanlega vega óútreiknanlegs gjaldmiðils/krónunnar.
Jón Þórhallsson, 22.1.2013 kl. 10:09
Jón, hlustaðu aftur á seinni hluta viðtalsins og hafðu athyglina vakandi. Hann talar þar tæpitungulaust um stjórnarstefnuna í atvinnumálunum og til hvers það ráðaleysi mun leiða.
Axel Jóhann Axelsson, 22.1.2013 kl. 11:15
Tek undir með þér Axel þetta er ekki góður dómur yfir stjórnsýslunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2013 kl. 14:13
Ath. Innflæðið af glæpalýð inn í Svíþjóð jókst 100 falt við inngöngu í ESB. Ekkert eftirlit með glæpalýðnum inn í landið og út með þýfið.
Bara þetta dugar til að segja NEI. Og svo eru það allir " þykjustunni flóttamenn (ungir múslimar), sem flæða inn eins og læmingjar, til að lifa í munaði eins og einhver sagði. Síðan kemur heila klanið á eftir, því það má ekki neita þeim inngöngu, finnst að "litla barnið" hefur fengið dvalarleyfið. Engin landamæri!!!
Íslenska þjóðin-Losið ykkur við þetta vinstra lið í pólutík.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.