27.10.2012 | 01:24
Siđblinda er ekki augnsjúkdómur
Forstjóri og framkvćmdastjórar Eimskips hafa sent frá sér yfirlýsingu ţar sem kvartađ er yfir ţví ađ hvorki lífeyrissjóđir eđa ađrir hluthafar félagsins hafi kvartađ yfir kaupréttarsamningum ţeirra, sem ţessir sömu hluthafar samţykktu á ađalfudi áriđ 2010, fyrr en daginn fyrir hlutafjárútbođ félagsins nú á dögunum.
Taka verđur undir kvörtun ţessara stjórnargreifa í Eimskip ađ auđvitađ áttu fulltrúar hluthafa ađ hafa meiri og betri siđferđisvitund en ţeir sjálfir og hefđu, vćru ţeir ađ einhverju leyti minna blindir á siđferđi en undirmenn ţeirra, umsvifalaust átt ađ hafna öđrum eins grćđgissamningi og ţarna hefur greinilega veriđ samţykktur athugasemdalaust.
Athygli vekur fimmta grein yfirlýsingar grćđgisréttlćtingar Eimskipsstjórnendanna, sem hljóđar svo: "5. Ţegar kaupréttum var úthlutađ var ţađ alltaf gert m.v. virđi félagsins á hverjum tíma án nokkurs afsláttar. Stjórnendur Eimskips höfđu áunniđ sér 1,9% hlut í félaginu og miđađ viđ útbođsgengiđ 208 krónur á hlut var ávinningur ţess hlutar um 135 milljónir króna eftir greiđslu kaupverđs til félagsins og skatta. Sá ávinningur byggist á ţeirri aukningu á virđi félagsins sem orđiđ hefur síđastliđin 3 ár. Kaupréttirnir skiptust á sex stjórnendur."
135 milljónir EFTIR SKATTA jafngilda sjöoghálfrimilljón króna Á ÁRI á hvern og einn ţessara stjórnenda, sem sennilega hafa veriđ á sćmilegum launum viđ ađ stjórna fyrirtćkinu, EFTIR SKATTA eins og ţeir taka fram í yfirlýsingunni og ţćtti mörgum ţađ afar rífleg ţóknun fyrir ađ vinna vinnuna sína, sem reyndar er greidd međ ríflegum ágćtis launum ađ auki. Sjöoghálfamilljóni samsvarar hátt í ţreföldum međallaunum í ţjóđfélaginu EFTIR SKATTA og međaljóninn fćr enga bónusa fyrir ađ mćta í vinnuna og sinna starfi sínu samkvćmt starfslýsingu.
Siđblinda er ekki augnsjúkdómur. Hún er alvarlegur andlegur sjúkdómur sem líklega er ólćknandi. Ađ minnsta kosti virđist ekkert hafa slegiđ á einkennin frá árinu 2007.
![]() |
Vissu af kaupréttaráćtlun Eimskips |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ég held ađ viđ séum sammála. Góđir punktar.
Kveđja ađ norđan.
Arinbjörn Kúld, 27.10.2012 kl. 10:08
Siđblinda er ekki augnsjúkdómur. Mikiđ er ţetta vel mćlt.
Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráđ) 28.10.2012 kl. 00:05
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.