Siðleysið afturkallað, eða frestað?

Nokkrir stórir lífeyrissjóðir lýstu því yfir að þeir myndu ekki taka þátt í hlutafjárútboði Eimskips vegna þess siðleysis stjórnenda fyrirtækisins að ætla sér að græða jafnvel hundruð milljóna króna persónulega á kaupréttarsamningum, sem heimilað hefðu þeim að kaupa hlutabréf í félaginu með 25% afslætti.

Forstjóri Eimskips hefur nú sent út tilkynningu um að hann og aðrir lykilstarfsmenn félagsins hafi afsalað sér kaupréttarsamningum sínum vegna þeirra mótmæla sem í afstöðu lífeyrissjóðanna felst og hneykslun almennings á því siðleysi sem þarna átti að fara fram.

Vonandi þýðir þessi yfirlýsing að algerlega hafi verið hætt við þessa hneykslanlegu fyrirætlun, en ekki að henni hafi einungis verið frestað þangað til betur stæði á og minni eftirtekt vekti.


mbl.is Falla frá kaupréttarsamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"höfum við því ákveðið að falla frá þeim kaupréttum sem okkur voru veittir.“

Mætti halda að þeir væru ættaðir frá Bergþórshvoli

 „Gjafar eru yður gefnar feðgum og verðið þér litlir drengir af ef þér launið engu.“

Grímur (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 20:40

2 identicon

Kanski smá von um siðbót lífeyrissjóðanna, þ.e. þeirra sem vildu ekki taka þátt í sukkinu.  Lífeyrissjóður verslunarmanna er þó greinilega enn fastur í sama farinu. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 22:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver á annars þetta félag og er að selja hlutina í þessu útboði?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2012 kl. 02:25

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Get eg fengið vinnu í einhverju fyrirtæki þar sem eg geri kröfu um að eignast stórann hlut í því eftir nokkrar vikur- uppá krít ! vinsamlega hafið samband- er til í að fá nokkrar miljónir takk !!

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.10.2012 kl. 20:20

5 identicon

Sæll.

Hvað er svona hræðilega slæmt við þetta? Af hverju þarf að blása þetta svona út? Ef verkalýðsforkólfum líkar ekki launastefna fyrirtækis eiga þeir ekki að hlaupa í fjölmiðla og gráta á öxlinni á blaðamönnum og reyna um leið að slá sig til riddara. Ef eigendur Eimskips telja það hagstætt fyrir sitt fyrirtæki að greiða svona há laun er það þeirra mál. Er einhver stjórnandi hundruða milljóna virði? Fékk ekki Lárus Welding 300 milljónir fyrir það eitt að samþykkja að verða bankastjóri Glitnis? Vann hann fyrir sínum launum?

Ef þeir sem eiga pening kjósa að fara illa með hann kemur það engum við nema þeim sem hann eiga. Lífeyrissjóðirnir eiga bara að taka hlutlæga ákvörðun og vega og meta hvort sín fjárfesting muni skila arði fyrir sína sjóðsfélaga.

Að byggja stjórnmálastefnu, fjárfestingarstefnu eða efnahagsstefnu á öfund er ekki góð latína!!

Helgi (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband