21.5.2012 | 20:29
Grafið undan samfélagssáttmálanum
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli í dag á því óréttlæti sem sífellt eykst í þjóðfélaginu og felst í því að varla borgar sig að safna áratugum saman í lífeyrissjóði þar sem á móti er allt skert sem mögulegt er að skerða, t.d. ellilífeyrir Tryggingastofnunar, sem fólk hefur þó greitt til með sköttum sínum allan tímann sem það hefur verið á vinnumarkaði og heldur reyndar áfram að greiða skatta af lífeyrinum.
Í annan stað bendir Bjarni á það hve vinnuletjandi það er að lægstu laun á vinnumarkaði skuli vera lítið hærri en atvinnuleysisbætur og sé þar með alls ekki vinnuhvetjandi, enda fylgir því oft talsverður aukakostnaður að stunda vinnu umfram það að vera á atvinnuleysisbótum. Gera þarf alvöru átak til að hækka lægstu launin, sem auðvitað myndi þá verða til þess að hífa önnur laun upp í leiðinni.
Sérstaka athygli er vert að vekja á þessum ummælum Bjarna: Við þurfum að byggja hér hvetjandi samfélag. Þar sem fólk finnur stuðning frá stjórnvöldum þegar það leggur sig fram um að bæta líf sitt og annarra. Lög og reglur mega ekki ganga gegn heilbrigðri skynsemi fólks því ella dvínar öll virðing fyrir þeim og það grefur undan samfélagssáttmálanum."
Þó ekki sé hægt að kenna núverandi ríkisstjórn um að hafa fundið upp tekjutengingarnar, þá verður að segjast að stjórn sem kennir sig við velferð skuli hafa aukið þetta óréttlæti margfalt á við það sem áður var.
Grefur undan samfélagssáttmálanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Þegar það borgar sig ekki lengur að greiða í lífeyrissjóð verða skyldugreiðslur óskiljanlegar fólki. Svipað og vinna verður tilgangslaus fyrir þá sem heyra að bætur til þeirra sem eru utan vinnumarkaðar eru hærri en launagreiðslurnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins“
Því hljótum við að hvetja sem flesta til að stofna "vafninga" með stuðningi stjórnvalda, sem nota má til að tæma bótasjóði tryggingarfélaga fyrir fjárfestingar t.d. í Macau. Einnig skaðar ekki að hafa innherjaupplýsingar ef bæta skal líf sitt og fjölskyldunnar. Lög og reglur mega ekki ganga gegn heilbrigðri skynsemi fólks til þess að græða á daginn og grilla á kvöldin. Ella dvínar öll virðing fyrir Mammon og grefur undan stefni FLokksins.
Vantaði ekki eitthvað í fréttina Axel Jóhann?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:55
Ég heyrði þessa sögu á göngunum:
Saumastofa ætlaði að færa út kvíarnar nýlega og hafði á prjónunum að setja slíka upp á Suðurnesjum, þar sem líklegt var talið að nægir vinnukraftar væru til staðar á svæðinu. Það voru auglýst 10 störf, það sóttu tíu um.
Bótakerfi er vinnuletjandi og hittir bótaþegan oftast verst. Hækkun á húsaleigubótum mun einungis leiða til hækkunar á leiguverði. Ég held að það viti þetta allir en það þorir enginn að gera neitt í því.
Haukur, þú ert nú örugglega á mála hjá einhverjum, býrð til sögur um menn og málefni á þann hátt að þér er vorkun fyrir vikið.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.5.2012 kl. 21:09
@Sindri Karl. Sorry, en ég er ekki á mála hjá neinum.
Og engin ástæða til að hafa vorkun með mér, I'm fine.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 21:22
Þetta sem Haukur setur inn sem athugasemd nr. 1 er í fyrsta lagi tómar dylgjur og lygar og í öðru lagi lýsir athugasemdin sjúkum huga og því auðvitað ekki svaraverð, enda yrði það sjálfsagt eingöngu til að æsa öfgarnar í Hauki ennþá meira.
Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2012 kl. 22:30
@Axel Jóhann. Tómar dylgjur? Tómar lygar?
Ertu alveg viss minn ágæti Axel Jóhann?
Think about it!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:56
Það hafa ekki verið settar fram neinar einustu ásakanir á hendur Bjarna af til þess bærum aðilum og hvað þá ákærur. Þar með getur það ekki flokkast undir annað en sjúklegt ofstæki, dylgjur og hreinar lygar að smjatta stöðugt á óhróðri um saklaust fólk.
Hugsaðu um það, Haukur, ef þokunni í höfðinu léttir aðeins um stundarsakir.
Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2012 kl. 23:55
Það er ansi seint í rass gripið þegar 67 ára maður áttarsig á því að allt sem honum var sagt um lífeyrissjóðinn sem hann gekk í 20 ára var hrein og klár lygi en orðið of seint að sparka í rassgatið á lygalaupunum, enda geima þjófar ekki peninga í rassgatinu.
En atvinnuleysisbætur ættu ekki að vera til, því að það er svo margt sem þarf að gera í samfélaginu að það sjálfsagt að virkja þessa peninga sem fara atvinnuleysisbætur í atvinnubóta vinnu. Auðvita þarf að stjórna slíku og því kostar það en fólk er þó að vinna og missir ekki virðinguna fyrir sjálfu sér og samfélagi sínu.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2012 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.