Óskiljanlegt slagorðaglamur forsetaframbjóðanda

Sífellt gjaldfellur forsetaembættið eftir því sem fleiri "bjóða sig fram" til að gegna embættinu, án þess að hafa nokkuð það til að bera sem prýða þarf góðan forseta.

Sumir frambjóðendur tala í slagorðum og klisjum, sem erfitt er að skilja, eins og t.d. sá nýjasti, Andrea J. Ólafsdóttir, sem flutti þjóðinni þennan boðskap þegar framboð var tilkynnt: "Hún sagði Alþingi ekki geta leyst stór mál sem gangi þvert á flokkslínur og þurfi því aðstoð til. Ein leið til þess er að láta verkin tala í þágu meirihluta þjóðarinnar. Fólkið verði að koma þinginu til aðstoðar með beinni aðkomu. „Ég tel að það geti gerst í gegnum forsetaembættið, með traustum forseta sem er tilbúinn að vera lýðræðislegt verkfæri meirihlutans."

Svona þvælu leyfa frambjóðendur sér að kasta fram án nokkurra útskýringa á því hvað þeir eru að meina, eða hvernig í ósköpunum forsetaembættið skuli t.d. notað  til að "láta verkin tala í þágu meirihluta þjóaðinnar".

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að "forsetaframbjóðendur" tali ekki til kjósenda eins og þeir séu  alger fífl. 


mbl.is „Þar sem er vilji er vegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún talaði eins og hún væri að bjóða sig fram til þings, en ekki Bessastaða. Ekki heillaði hún mig blessunin, og þá hvað síst þegar hún kom með þessa launaklisju sína. Lýðskrum er það og lýðskrum skal það heita.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2012 kl. 19:32

2 identicon

Þið 2 verðið að hlusta á allt sem hún sagði..

ekki taka mark á því litla sem fjölmiðlar mata ykkur..

Samúel (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samúel, allt sem sést hefur og heyrst frá þessum "framboðsfundi" virðist vera í þessum sama "þyngdarflokki". Því miður verður þetta "framboð" ekki til að auka virðingu fólks fyrir forsetaembættinu.

Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2012 kl. 19:58

4 identicon

Það verður fróðlegt að sjá hverning kosningaRUVél Þóru valtar yfir þetta framboð þar sem pantaðar skoðanakannanir dugðu ekki til að fæla hana frá.

En sagan segir að einföld slagorð skila kjósendum t.d. skilaði  90% húsnæðislánaloforðið framsókn í ríkistjórn og þrátt fyrir Kárahnjúkaþenslu þá stóðu þeir því miður við það loforð.

Grímur (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 20:17

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Grímur, þó það komi forsetakosningunum ekkert við þá er greinilegt að minnið er eitthvað að svíkja þig, fyrst þú ert búinn að gleyma allt að 100% húsnæðislánum bankanna, sem þeir voru farnir að lána mörgum mánuðum áður en Íbúðalánasjóður byrjaði með 90% lánin og þar að auki virðist þú ekki muna að Kárahnjúkaframkvæmdirnar höfðu nánast ekkert að gera með þensluna fyrir hrun og auðvitað nákvæmlega ekkert með hrunið sjálft.

Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2012 kl. 20:27

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Allt var þetta óboðlegt og ótrúlegt rugl .

Eiður Svanberg Guðnason, 1.5.2012 kl. 21:07

7 identicon

Eiður: Gott að þú ert tekinn í landhelgi, ég vissi það alltaf! Eiður gaf nefnilega einu sinni út þá yfirlýsingu að hann segði upp áskift sinni að Mogganum.

Fór svo af blogginu þar en enginn veit hvert, varð ósýnilegur. Nú bloggar hann við Moggablogg! Velkominn til baka!

Örn Johnson '43 (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 23:05

8 identicon

Það er virðingarvert og mikilvægt framtak af Andreu að stinga upp á því að þiggja lægri laun til að byrja með. Þetta ætti að vera fordæmi fyrir alla opinbera embættismenn. Þegar maður ræður sig til starfa hjá einkafyrirtæki þiggur hann almennt fyrst grunnlaun, og svo, aðeins EF hann sannar sig í starfi og stendur við loforðin sem hann gaf í atvinnuviðtalinu, fær hann kauphækkun og stöðuhækkun. Afhverju ætti maður sem ræður sig í embætti til LÍFSTÍÐARLAUNA að fá strax hámarkslaun án þess að hafa staðið sig. Það er bara heimska og verið að blóðmjólka blanka þjóð að gera það. Og þetta er líka gallinn við að ráða ungt fólk eins og Þóru frænku hans Jón Baldvins. Hún mun þá þiggja lífstíðarlaun af þjóðinni, og það HÁ laun, án þess að hafa sannað sig, næstu 60 árin eða svo. Sem er auðvitað bara ÓRÉTTLÆTI og HEIMSKA. Það er nauðsynlegt að breyta forsetaembættinu. Við höfum ekki efni á gangslausri kökuætu til að mæta í teiti hjá drottningum og segja já og bukta sig og beygja fyrir ESB, AGS og slíkum apparötum, og að borga henni laun næstu áratugina. Ódýrast að hafa Ólaf bara áfram, og skynsamlegast, því hvernig sem fólk fílar hann persónulega hefur hann amk sannað sig í sínu rándýrastarfi og tekið mjög miklum framförum sem starfskraftur þjóðarinnar, en ef fólk vill endilega taka áhættuna og ráða einhvern nýjan, þá kjósi það Andreu sem samþykkir alla vega að byrja á grunnlaunum og vera ekki óþarfa skrautbrúða og prjál sem við höfum ekki efni á. Vilji fólk glysfígúru í anda Þóru væri betra að fá einhvern ennþá yngri, mun fallegri og meira sjarmerandi, því ef þú ætlar að breyta embættinu í innantóman glamúr er ekkert sniðugt að ganga þá ekki bara alla leið. Það gerir þjóðina að minna athlægi, og væri ekkert mikið meiri áhætta. En ég kýs Ólaf, með fullri virðingu fyrir Andreu og hennar góða fordæmi. Vona að allir forsetar sem ekki hafa sannað sig í starfi verði héðan af á grunnlaunum þeim sem hún leggur til, þar til, og ef, þeir eru búnir að sanna sig í starfi. Það væri greindarlegra af þjóðinni áður en hún borgar þeim áratugalöng hámarkseftirlaun þó ríkiskassinn eigi varla fyrir örorkubótum, atvinnuleysisbótum eða bara barnabótum, og vanti ekki fleiri óþarfa gagnslausar heimavinnur, eins og margir forsetar þessa heims breytast í strax þegar embætti lýkur.

Skynsemi takk! (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 08:27

9 identicon

Þetta síðasta túlkist ekki sem árás á bótaþega. Ég ber fulla virðingu fyrir þeim, ólíkt ýmsum þeim hrunvöldum sem nú sitja á hámarkseftirlaunum í vellystingum og leti. Ef ég sé góðan frambjóðanda úr virðingarverðum starfstéttum sem ekki stuðluðu að ástandinu eins og það varð, þá skal ég mögulega kjósa hann frekar en Ólaf. Fjölmiðlar eru með helstu hrunvöldum Íslands, og frægt er að til dæmis Stöð 2 rak þá úr starfi sem dirfðust að gagnrýna bankana. Ríkisfjölmiðillinn er svo aldrei nema málpípa ráðandi afla, sem fólk ætti aldrei að villast á og frjálsri fjölmiðlum. Ég fyrirlít ruglið í Sjálfstæðisflokknum, sem ég tengist ekki, en ég veit samt að ef almenningur hefði ekki verið látinn ginnast til þess af fjölmiðlum að samþykkja ekki fjölmiðlalög þau sem voru það besta sem Davíð reyndi á sínum tíma að gera, (sama hvað manni annars finnst um manninn var vitglóra í sumu sem hann gerði), en með falli þeirra var tryggt fjölmiðlaeinveldi hrunvalda á Íslandi...sem stendur fram á þennan dag. Og nú á að launa þeim sem héldu kjafti, voru sætir og gerðu eins og þeim var sagt, ásamt mökum þeirra, með ókeypis auglýsingum.

 Og þá er tækifæri fyrir þjóðina að sanna eða afsanna greind sína, eða hvort við höfum ekkert lært.

Skynsemi takk! (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 08:35

10 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ekki fylgist þú vel með ,Örn. Það er langt síðan ég sagði frá því að ég væri farinn að kaupa Moggann aftur. Ég kaupi Mogga til að vita hverjir  deyja og  DV (enn þá) til að vita hverjir eiga afmæli. Bloggið mitt  birti ég á  heimasíðu minni www.eidur.is og  það er einnig birt á bloggi DV.

Eiður Svanberg Guðnason, 2.5.2012 kl. 08:45

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki veit ég hvort Eiður las það sem haft var eftir forsetaframbjóðanda á kynningarfundi hans og þessi orð talin einkunnarorð hans og mikil speki: "Þegar það er vilji er vegur." Þetta er aulaþýðing á enska orðatiltækinu "Where there is a will there is a way".

Þarna þýðir orðið way ekki vegur heldur leið eða möguleiki og hingað til höfum við Íslendingar notast við setninguna "Vilji er allt sem þarf."

Ómar Ragnarsson, 2.5.2012 kl. 11:02

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Öll þessi forsetaframboð eru að verða eins og þykkur grautur, nokkuð sangur. Það mætti gjarnan veiða stærstu rúsínurnar uppúr og fleygja hratinu. Síðan mætti hreinlega að setja mörk á fjölda þeirra sem geta verið í framboði hverju sinni. Það myndi spara mikil útgjöld og angur, bæði fyrir frambjóðendur og kjósendur.

Ég held varla að þessir fylgislausu, sem láta þó eins og þeir sem valdið hafa, séu eins og veðhlaupahestar sem enginn veðjar á, en taka allt í einu sprett og koma fyrstir í mark, ó nei, varla þetta lið.

Hvað er eiginlega að þessu fólki, athyglissýki eða hvað?

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.5.2012 kl. 14:07

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Athyglissýki eða hreint mikilmennskubrjálæði.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2012 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband